Fugl á lokaholunni hélt Woods í forystu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. september 2018 22:19 Tiger Woods brosmildur á hringnum í dag vísir/getty Tiger Woods er enn í forystu á Tour Championship, lokamóti FedEx úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar, þegar mótið er hálfnað. Woods var í forystu ásamt Rickie Fowler eftir fyrsta hringinn í gær. Hann leiðir mótið enn, en Englendingurinn Justin Rose er jafn Woods á sjö höggum undir pari. Fowler er dottinn niður í áttunda sæti. Woods var á pari eftir fyrri níu holurnar með einn fugl og einn skolla. Hann fékk þrjá fugla á fjórum holum á seinni níu áður en hann fékk tvöfaldan skolla á 16. holu..@TigerWoods birdies the 18th hole at the @PlayoffFinale. He'll enter Round 3 tied for the lead with @JustinRose99.#QuickHitspic.twitter.com/QPMjOz6gGO — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018 Hann náði sér í fugl á lokaholunni og lék því hringinn samtals á tveimur höggum undir pari og er á sjö höggum undir pari í mótinu. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan annan dag, en efsti maður hans í lok þessa móts vinnur FedEx bikarinn og um tíu milljónir dollara í verðlaunafé, einn stærsta verðlaunapott íþróttaheimsins. Woods er í öðru sæti. Rory McIlroy er næstur á eftir þeim Rose og Woods, tveim höggum fyrir aftan þá á fimm höggum undir pari. Billy Horschel, Jon Rahm, Justin Thomas og Patrick Cantlay eru allir jafnir á fjórum höggum undir pari. Golfstöðin sýnir beint frá mótinu alla helgina og hefst útsending af þriðja hring klukkan 16:30 á morgun.Stopped on a dime. Wow, @McIlroyRory.#QuickHitspic.twitter.com/Mt1m2ZxzVl — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018 Golf Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er enn í forystu á Tour Championship, lokamóti FedEx úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar, þegar mótið er hálfnað. Woods var í forystu ásamt Rickie Fowler eftir fyrsta hringinn í gær. Hann leiðir mótið enn, en Englendingurinn Justin Rose er jafn Woods á sjö höggum undir pari. Fowler er dottinn niður í áttunda sæti. Woods var á pari eftir fyrri níu holurnar með einn fugl og einn skolla. Hann fékk þrjá fugla á fjórum holum á seinni níu áður en hann fékk tvöfaldan skolla á 16. holu..@TigerWoods birdies the 18th hole at the @PlayoffFinale. He'll enter Round 3 tied for the lead with @JustinRose99.#QuickHitspic.twitter.com/QPMjOz6gGO — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018 Hann náði sér í fugl á lokaholunni og lék því hringinn samtals á tveimur höggum undir pari og er á sjö höggum undir pari í mótinu. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan annan dag, en efsti maður hans í lok þessa móts vinnur FedEx bikarinn og um tíu milljónir dollara í verðlaunafé, einn stærsta verðlaunapott íþróttaheimsins. Woods er í öðru sæti. Rory McIlroy er næstur á eftir þeim Rose og Woods, tveim höggum fyrir aftan þá á fimm höggum undir pari. Billy Horschel, Jon Rahm, Justin Thomas og Patrick Cantlay eru allir jafnir á fjórum höggum undir pari. Golfstöðin sýnir beint frá mótinu alla helgina og hefst útsending af þriðja hring klukkan 16:30 á morgun.Stopped on a dime. Wow, @McIlroyRory.#QuickHitspic.twitter.com/Mt1m2ZxzVl — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018
Golf Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira