Tiger Woods er með þriggja högga forystu er einn hringur er eftir af Tour Championship í Atalanta en mótið er síðasta mótið á PGA-mótaröðinni þetta tímabilið.
Tiger var einnig í forystu eftir fyrstu tvo hringina en hann byrjaði stórkostlega í dag. Hann fékk sex fugla á fyrstu sjö holunum og þetta leit mjög vel út hjá kappanum.
Skolli á níundu og sextándu drógu aðeins úr þessu hjá Tiger sem er þó með myndarlega forystu er síðasti hringurinn verður leikinn á morgun.
Tiger spilaði hringinn í dag á 65 höggum, sjö fuglar og tveir skollar, en hann er samtals á tólf undir pari. Næstur koma Rory McIlroy og Justin Rose á níu undir.
Það verður því rafmagnað andrúmsloft í Atlanta annað kvöld en útsendingin frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 16.00 á morgun, sunnudag.
Sjö fuglar og Tiger leiðir fyrir lokahringinn með þremur höggum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn




Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn