Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af kvíða, þunglyndi og aukinni lyfjanotkun ungs fólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2018 14:15 Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Vísir/GVA Salvör Nordal, lýsti yfir áhyggjum sínum af sínum á kvíða og þunglyndi barna auk þess sem hún sagði stigvaxandi notkun ungs fólks á geð- og kvíðalyfjum vera áhyggjuefni. Salvör var gestur Kristjáns Kristjánssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýverið fjallaði ríkisstjórnin um tillögu um að stofna sérstakt barnaþing á tveggja ára fresti. Þar er fjallað um hlutverk umboðsmanns barna og hlutverk embættisins skýrt betur. „Það var tilefni til þess núna að fara yfir embætti umboðsmanns barna. Það hefur ekki verið gert síðan 1994 þegar embættið var stofnað. Í því samhengi er verið að skerpa á starfinu og tengja það betur við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með skýrari hætti. Barnasáttmálinn var lögfestur 2013 og þá fékk embættið mjög skýrt hlutverk í því að fylgja eftir innleiðingunni.“ Við embætti umboðsmanns barna starfar ráðgjafahópur sem Salvör segir hafa tekið stóran þátt í starfi embættisins allt frá upphafi. Ráðgjafahópurinn er skipaður börnum og ungmennum á aldrinum 13-17 ára, algjörum sérfræðingum í málefnum barna, ef svo má segja. „Ráðgjafahópurinn er gríðarlega mikilvægur hluti af okkar starfi. Og nú er verið að lögfesta þetta samráð sem embættið hefur haft við börn alveg frá upphafi. Síðan er það þessi nýjung, þetta barnaþing sem við erum afskaplega ánægð að verði sett í lög og við eigum ekki von á öðru en að það fari í gegn.“ Salvör segir hugmyndina að barnaþinginu ekki ósvipaða jafnréttisþingi sem einnig er haldið annað hvert ár. Áætlað sé að stefna saman börnum, þingmönnum, fulltrúum sveitastjórna, félagasamtaka og atvinnulífsins til þess að fjalla um málefni barna á markvissan hátt. „Við viljum að börn komi þá að því að skipuleggja þetta og halda utan um með okkur. Þá setjum við málefni barna á dagskrá að frumkvæði barna og fáum þeirra sjónarmið inn í umræðuna. Hvernig þetta verður haldið og útfært í fyrsta sinn er ekki alveg ljóst, en ég sé fyrir mér einhverskonar þjóðfund barna.“ Þá segir Salvör að mikilvægt sé að virkja nærumhverfi barna og fá skólana til þess að taka þátt. Segist hún vona að skólarnir geti innbyrðis haldið sambærileg þing eða málfundi.Kvíði og þunglyndi eru mikið áhyggjuefniAðspurð hvort fréttaflutningur af síversnandi líðan barna og unglinga gefi rétta mynd af ástandinu og hvernig hægt sé að tala máli þeirra barna sem um ræðir segir Salvör afar mikilvægt að reyna að átta sig skýrt á því hver staðan er. „Það hefur komið skýrt fram í viðhorfskönnun sem náði til barna að þau kalli eftir auknu aðgengi að þjónustu. Það er náttúrulega verið að vinna að því að koma sálfræðingum inn í heilsugæsluna, það er mikilvægt að koma þeim líka inn í grunn- og framhaldsskólana.“ Salvör segir ljóst að aukins kvíða og þunglyndis gæti hjá ungu fólki og bendir á að notkun lyfja sem sporna eigi við slíku sé mikil í íslensku samfélagi.Ungu fólki á örorkubótum fjölgarUngt fólk á örorkubótum var einnig eitt af því sem Salvör gerði að umfjöllunarefni sínu í viðtalinu og sagði hún aukinn fjölda öryrkja á aldrinum 18-25 vera áhyggjuefni. „Það er áhyggjuefni að það sé vaxandi hópur ungs fólks á örorku. Það er ekki eitthvað sem gerist við 18 ára aldur. Það er mögulega einhver þróun sem hefur kannski verið hægt að sjá fyrir. Það er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni.“ Salvör segir að auðveldlega sé hægt að skeggræða fram og til baka um hvort ástandið nú sé verra eða betra en áður en það sé einfaldlega þannig að ástandið eins og það blasi við henni sé ekki gott. „Það er mjög mikilvægt að upp vaxi ungt fólk sem getur tekið þátt í samfélaginu og við gerum allt sem við getum til .þess að efla þetta unga fólk á meðan það er í skóla til þess að það geti á sínum forsendum tekið þátt. „Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan. Innlent Tengdar fréttir Salvör Nordal skipuð umboðsmaður barna Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til fimm ára. Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki. 7. júlí 2017 17:25 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda. Hún segir að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barnsins við mat á umsókn um alþjóðlega vernd. 8. september 2017 21:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Salvör Nordal, lýsti yfir áhyggjum sínum af sínum á kvíða og þunglyndi barna auk þess sem hún sagði stigvaxandi notkun ungs fólks á geð- og kvíðalyfjum vera áhyggjuefni. Salvör var gestur Kristjáns Kristjánssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýverið fjallaði ríkisstjórnin um tillögu um að stofna sérstakt barnaþing á tveggja ára fresti. Þar er fjallað um hlutverk umboðsmanns barna og hlutverk embættisins skýrt betur. „Það var tilefni til þess núna að fara yfir embætti umboðsmanns barna. Það hefur ekki verið gert síðan 1994 þegar embættið var stofnað. Í því samhengi er verið að skerpa á starfinu og tengja það betur við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með skýrari hætti. Barnasáttmálinn var lögfestur 2013 og þá fékk embættið mjög skýrt hlutverk í því að fylgja eftir innleiðingunni.“ Við embætti umboðsmanns barna starfar ráðgjafahópur sem Salvör segir hafa tekið stóran þátt í starfi embættisins allt frá upphafi. Ráðgjafahópurinn er skipaður börnum og ungmennum á aldrinum 13-17 ára, algjörum sérfræðingum í málefnum barna, ef svo má segja. „Ráðgjafahópurinn er gríðarlega mikilvægur hluti af okkar starfi. Og nú er verið að lögfesta þetta samráð sem embættið hefur haft við börn alveg frá upphafi. Síðan er það þessi nýjung, þetta barnaþing sem við erum afskaplega ánægð að verði sett í lög og við eigum ekki von á öðru en að það fari í gegn.“ Salvör segir hugmyndina að barnaþinginu ekki ósvipaða jafnréttisþingi sem einnig er haldið annað hvert ár. Áætlað sé að stefna saman börnum, þingmönnum, fulltrúum sveitastjórna, félagasamtaka og atvinnulífsins til þess að fjalla um málefni barna á markvissan hátt. „Við viljum að börn komi þá að því að skipuleggja þetta og halda utan um með okkur. Þá setjum við málefni barna á dagskrá að frumkvæði barna og fáum þeirra sjónarmið inn í umræðuna. Hvernig þetta verður haldið og útfært í fyrsta sinn er ekki alveg ljóst, en ég sé fyrir mér einhverskonar þjóðfund barna.“ Þá segir Salvör að mikilvægt sé að virkja nærumhverfi barna og fá skólana til þess að taka þátt. Segist hún vona að skólarnir geti innbyrðis haldið sambærileg þing eða málfundi.Kvíði og þunglyndi eru mikið áhyggjuefniAðspurð hvort fréttaflutningur af síversnandi líðan barna og unglinga gefi rétta mynd af ástandinu og hvernig hægt sé að tala máli þeirra barna sem um ræðir segir Salvör afar mikilvægt að reyna að átta sig skýrt á því hver staðan er. „Það hefur komið skýrt fram í viðhorfskönnun sem náði til barna að þau kalli eftir auknu aðgengi að þjónustu. Það er náttúrulega verið að vinna að því að koma sálfræðingum inn í heilsugæsluna, það er mikilvægt að koma þeim líka inn í grunn- og framhaldsskólana.“ Salvör segir ljóst að aukins kvíða og þunglyndis gæti hjá ungu fólki og bendir á að notkun lyfja sem sporna eigi við slíku sé mikil í íslensku samfélagi.Ungu fólki á örorkubótum fjölgarUngt fólk á örorkubótum var einnig eitt af því sem Salvör gerði að umfjöllunarefni sínu í viðtalinu og sagði hún aukinn fjölda öryrkja á aldrinum 18-25 vera áhyggjuefni. „Það er áhyggjuefni að það sé vaxandi hópur ungs fólks á örorku. Það er ekki eitthvað sem gerist við 18 ára aldur. Það er mögulega einhver þróun sem hefur kannski verið hægt að sjá fyrir. Það er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni.“ Salvör segir að auðveldlega sé hægt að skeggræða fram og til baka um hvort ástandið nú sé verra eða betra en áður en það sé einfaldlega þannig að ástandið eins og það blasi við henni sé ekki gott. „Það er mjög mikilvægt að upp vaxi ungt fólk sem getur tekið þátt í samfélaginu og við gerum allt sem við getum til .þess að efla þetta unga fólk á meðan það er í skóla til þess að það geti á sínum forsendum tekið þátt. „Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan.
Innlent Tengdar fréttir Salvör Nordal skipuð umboðsmaður barna Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til fimm ára. Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki. 7. júlí 2017 17:25 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda. Hún segir að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barnsins við mat á umsókn um alþjóðlega vernd. 8. september 2017 21:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Salvör Nordal skipuð umboðsmaður barna Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til fimm ára. Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki. 7. júlí 2017 17:25
Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15
Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda. Hún segir að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barnsins við mat á umsókn um alþjóðlega vernd. 8. september 2017 21:00