Arnór Ingvi Traustason skoraði tvö mörk fyrir Malmö í 4-0 stórsigri liðsins á Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Malmö þurfti nauðsynlega á sigri að halda í dag til þess að missa ekki toppliðin fram úr sér og stóðu þeir undir sínu.
Arnór kom heimamönnum yfir á 16. mínútu leiksins. Rúmum stundafjórðungi síðar tvöfaldaði Romain Gall forystu Malmö.
Arnór bætti svo við öðru marki sínu skömmu áður en flautað var til hálfleiks. Staðan 3-0 fyrir Malmö í hálfleik.
Markus Rosenberg, fyrrum leikmaður WBA innsiglaði svo öruggan 4-0 sigur Malmö með marki á 64. mínútu. Lokatölur, 4-0.
Með sigrinum er Malmö áfram í fjórða sæti deildarinnar, og eru þeir átta stigum frá toppliði AIK.
Arnór Ingvi skoraði tvö í stórsigri Malmö
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
