Engum tekist að hrifsa stig af Liverpool Hjörvar Ólafsson skrifar 24. september 2018 07:30 Hollendingurinn Joel Matip skoraði eitt marka Liverpool um helgina vísir/getty Liverpool trónir taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla þegar sex umferðir hafa verið leiknar í deildinni. Liverpool sem hafði betur gegn Southampton er nú eina taplausa liðið á leiktíðinni þar sem Chelsea gerði markalaust jafntefli við West Ham United. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf svissneska landsliðsframherjanum Xherdan Shaqiri tækifæri í byrjunarliðinu í leiknum gegn Southampton og hann þakkaði traustið með því að eiga þátt í tveimur af þremur mörkum liðsins í sannfærandi 3-0 sigri. Mohamed Salah batt svo endahnút á þriggja leikja markaþurrð sína þegar hann skoraði þriðja mark Liverpool í leiknum. Manchester City rak af sér slyðruorðið eftir tap gegn franska liðinu Lyon í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku með því að gjörsigra Cardiff með fimm mörkum gegn engu. Manchester City og Chelsea fylgja fast á hæla Liverpool í toppbaráttu deildarinnar. Eins og staðan er núna stefnir í þriggja liða baráttu um enska meistaratitilinn, en Manchester United mistókst að hafa betur í þriðja deildarleik sínum í röð þegar liðið gerði 1-1 jafntelfi gegn Wolves. Arsenal bar hins vegar sigur úr býtum í fjórða deildarleik sínum í röð þegar liðið vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur gegn Everton og Tottenham Hotspur komst aftur á sigurbraut með 2-1 sigri sínum gegn Brighton. Watford er svo áfram í námunda við toppliðin eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að leikmenn liðsins hefðu ekki sýnt nægilega löngun og ákefð til þess að fara með sigur af hólmi gegn nýliðunum í Wolves sem hafa nú náð í stig á móti bæði Manchester United og Manchester City. Manchester United er nú átta stigum á eftir toppliði deildarinnar, Liverpool, og má ekki misstíga sig mikið meira fram að jólum ætli liðið að vera með í titilbaráttunni eftir áramót. Það er huggun harmi gegn fyrir stuðningsmenn Manchester United að þrátt fyrir að ekki hafi ekki tekist að kreista fram sigur inni á vellinum vann Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, persónulegan sigur með því að mæta á völlinn í fyrsta skipti eftir að hafa fengið heilablóðfall í vor. Jóhann Berg Guðmundsson lék einkar vel fyrir Burnley sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann sannfærandi 4-0 sigur gegn Bournemouth. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni á yfirstandandi leiktíð og raunar fyrsti sigur liðsins í rúman mánuð. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar um miðjan ágúst síðastliðinn. Jóhann Berg lagði upp annað mark Burnley í leiknum, en hann sendi þá hárnákvæma fyrirgjöf á Aaron Lennon sem kom aðvífandi á fjærstöngina og kláraði færið með góðu skoti. Þeir áttu báðir góðan leik á vængjunum hjá liðinu. Íslenski landsliðsmaðurinn átti svo skot í stöngina sem Ashley Barnes fylgdi eftir og skilaði boltanum í netið. Burnley kom sér upp úr fallsæti með þessum sigri, en liðið er með fjögur stig og er tveimur stigum á undan Huddersfield, Cardiff og Newcastle sem eru með tvö stig hvert lið í fallsætunum. Það er gleðilegt að Jóhann Berg sé kominn á fulla ferð eftir að hafa tognað aftan í læri í upphafi tímabilsins og það er mikilvægt bæði í þeirri baráttu sem fram undan er hjá Burnley við að fikra sig upp töfluna og fyrir íslenska landsliðið í komandi verkefnum. Hann var í nokkrum enskum fjölmiðlum valinn maður leiksins, en aðrir enskir fjölmiðlar heilluðust meira af frammistöðu Aarons Lennon. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Liverpool trónir taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla þegar sex umferðir hafa verið leiknar í deildinni. Liverpool sem hafði betur gegn Southampton er nú eina taplausa liðið á leiktíðinni þar sem Chelsea gerði markalaust jafntefli við West Ham United. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf svissneska landsliðsframherjanum Xherdan Shaqiri tækifæri í byrjunarliðinu í leiknum gegn Southampton og hann þakkaði traustið með því að eiga þátt í tveimur af þremur mörkum liðsins í sannfærandi 3-0 sigri. Mohamed Salah batt svo endahnút á þriggja leikja markaþurrð sína þegar hann skoraði þriðja mark Liverpool í leiknum. Manchester City rak af sér slyðruorðið eftir tap gegn franska liðinu Lyon í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku með því að gjörsigra Cardiff með fimm mörkum gegn engu. Manchester City og Chelsea fylgja fast á hæla Liverpool í toppbaráttu deildarinnar. Eins og staðan er núna stefnir í þriggja liða baráttu um enska meistaratitilinn, en Manchester United mistókst að hafa betur í þriðja deildarleik sínum í röð þegar liðið gerði 1-1 jafntelfi gegn Wolves. Arsenal bar hins vegar sigur úr býtum í fjórða deildarleik sínum í röð þegar liðið vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur gegn Everton og Tottenham Hotspur komst aftur á sigurbraut með 2-1 sigri sínum gegn Brighton. Watford er svo áfram í námunda við toppliðin eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að leikmenn liðsins hefðu ekki sýnt nægilega löngun og ákefð til þess að fara með sigur af hólmi gegn nýliðunum í Wolves sem hafa nú náð í stig á móti bæði Manchester United og Manchester City. Manchester United er nú átta stigum á eftir toppliði deildarinnar, Liverpool, og má ekki misstíga sig mikið meira fram að jólum ætli liðið að vera með í titilbaráttunni eftir áramót. Það er huggun harmi gegn fyrir stuðningsmenn Manchester United að þrátt fyrir að ekki hafi ekki tekist að kreista fram sigur inni á vellinum vann Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, persónulegan sigur með því að mæta á völlinn í fyrsta skipti eftir að hafa fengið heilablóðfall í vor. Jóhann Berg Guðmundsson lék einkar vel fyrir Burnley sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann sannfærandi 4-0 sigur gegn Bournemouth. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni á yfirstandandi leiktíð og raunar fyrsti sigur liðsins í rúman mánuð. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar um miðjan ágúst síðastliðinn. Jóhann Berg lagði upp annað mark Burnley í leiknum, en hann sendi þá hárnákvæma fyrirgjöf á Aaron Lennon sem kom aðvífandi á fjærstöngina og kláraði færið með góðu skoti. Þeir áttu báðir góðan leik á vængjunum hjá liðinu. Íslenski landsliðsmaðurinn átti svo skot í stöngina sem Ashley Barnes fylgdi eftir og skilaði boltanum í netið. Burnley kom sér upp úr fallsæti með þessum sigri, en liðið er með fjögur stig og er tveimur stigum á undan Huddersfield, Cardiff og Newcastle sem eru með tvö stig hvert lið í fallsætunum. Það er gleðilegt að Jóhann Berg sé kominn á fulla ferð eftir að hafa tognað aftan í læri í upphafi tímabilsins og það er mikilvægt bæði í þeirri baráttu sem fram undan er hjá Burnley við að fikra sig upp töfluna og fyrir íslenska landsliðið í komandi verkefnum. Hann var í nokkrum enskum fjölmiðlum valinn maður leiksins, en aðrir enskir fjölmiðlar heilluðust meira af frammistöðu Aarons Lennon.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira