Justin Rose varð í kvöld Fedex stigamótsmeistari á PGA mótaröðinni en það varð ljóst eftir Tour Championship mótið.
Tour Championship mótið er síðasta mótið á PGA mótaröðinni og var mikil barátta á milli Englendingsins Justin Rose og Tiger Woods.
Justin Rose hafði allt í höndum sér en slæmur hringur hans í dag gaf Tiger Woods séns á að hreppa titilinn.
Þegar Rose steig upp á 18. og síðasta teiginn var hann á 4 höggum yfir pari vallarins. Þá var Woods að klára 17. holuna og átti sigurinn vísan á mótinu sjálfu. Þá var Woods einnig á toppnum á Fedex stigalistanum.
Rose þurfti fugl á 18. holunni til þess að tryggja sér Fedex bikarinn.
Fyrsta högg Rose var mjög gott á síðustu holunni sem er par 5. Annað högg hans var hins vegar það mikilvægasta. Þar þurfti hann slá yfir sandglompu. Högg Rose var frábært og rétt náði hann yfir glompuna, og lenti inn á flötinni.
Þurfti Rose því að tvípútta til þess að næla sér í fuglinn. Fyrra púttið hans var afar gott og var hann alveg uppvið holuna og var hann því ekki í miklum erfiðleikum með að ná fuglinum.
Justin Rose stendur því uppi sem Fedex meistari á PGA mótaröðinni en Tiger Woods vann mótið sjálft. Hans fyrsti sigur í fimm ár.
Justin Rose varð Fedex meistari eftir ótrúlega spennu
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti





„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

