Rúnar: Lélegasta frammistaða sem ég hef séð Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 24. september 2018 22:14 Rúnar var vel pirraður í kvöld. vísir/stöð2 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir það áhyggjuefni hvernig leikmenn mæta til leiks en Stjarnan fékk skell gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. „Það gerist ekki neitt, það er vandamálið.“ sagði Rúnar aðspurður um það hvað gerðist í kvöld. „Þetta er lélegasta frammistaða sem ég hef séð mitt lið spila, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum að minnka þetta niður í 7 mörk og klaufaskapur að hafa endað þetta þá í 16 mörkum, en bara ógeðslega lélegt frá A-Ö.“ „Við gáfum þeim aldrei leik, miðað við hvernig við mættum til leiks. Það stóð ekki steinn yfir steini. Menn gátu ekki gefið einföldustu sendingar milli manna, einföldustu leikkerfi virkuðu ekki." „Við vorum búnir að undirbúa það og vissum að þeir væru aggressívir og sterkir í vörn, en samt voru menn ekki viðstaddir.“ sagði Rúnar. Það vantaði lykilmenn í lið Stjörnunnar í dag, líkt og í síðustu leikjum. Ari Magnús Þorgeirsson, Egill Magnússon og markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Það kemur maður í manns stað, þótt það vanti Ara Magnús, Egil og Bubba í markið þá var það ekki vandamálið heldur hvernig við mættum til leiks eftir að hafa undirbúið þennann leik alla vikuna.“ Rúnar talaði um það fyrir leiktíð að hann væri ánægður ef liðið væri búið að stilla sig saman fyrir áramót og virtist ekki búast við miklu í upphafi móts, þetta var þó ekki það sem hann bjóst við. „Ég bjóst meira við því að menn myndu standa meira í lappirnar, þetta er núna annar leikurinn af þremur þar sem menn eru gjörsamlega hauslausir." „Þetta veldur mér virkilegum áhyggjum og veit ég ekki hvort að tveir, þrír leikmenn séu að fara að bjarga því.“ sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 21-37 │Stjörnumenn niðurlægðir á heimavelli Sextán marka sigur Vals í Garðabæ í kvöld. Ótrúlegar tölur. 24. september 2018 21:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir það áhyggjuefni hvernig leikmenn mæta til leiks en Stjarnan fékk skell gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. „Það gerist ekki neitt, það er vandamálið.“ sagði Rúnar aðspurður um það hvað gerðist í kvöld. „Þetta er lélegasta frammistaða sem ég hef séð mitt lið spila, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum að minnka þetta niður í 7 mörk og klaufaskapur að hafa endað þetta þá í 16 mörkum, en bara ógeðslega lélegt frá A-Ö.“ „Við gáfum þeim aldrei leik, miðað við hvernig við mættum til leiks. Það stóð ekki steinn yfir steini. Menn gátu ekki gefið einföldustu sendingar milli manna, einföldustu leikkerfi virkuðu ekki." „Við vorum búnir að undirbúa það og vissum að þeir væru aggressívir og sterkir í vörn, en samt voru menn ekki viðstaddir.“ sagði Rúnar. Það vantaði lykilmenn í lið Stjörnunnar í dag, líkt og í síðustu leikjum. Ari Magnús Þorgeirsson, Egill Magnússon og markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Það kemur maður í manns stað, þótt það vanti Ara Magnús, Egil og Bubba í markið þá var það ekki vandamálið heldur hvernig við mættum til leiks eftir að hafa undirbúið þennann leik alla vikuna.“ Rúnar talaði um það fyrir leiktíð að hann væri ánægður ef liðið væri búið að stilla sig saman fyrir áramót og virtist ekki búast við miklu í upphafi móts, þetta var þó ekki það sem hann bjóst við. „Ég bjóst meira við því að menn myndu standa meira í lappirnar, þetta er núna annar leikurinn af þremur þar sem menn eru gjörsamlega hauslausir." „Þetta veldur mér virkilegum áhyggjum og veit ég ekki hvort að tveir, þrír leikmenn séu að fara að bjarga því.“ sagði Rúnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 21-37 │Stjörnumenn niðurlægðir á heimavelli Sextán marka sigur Vals í Garðabæ í kvöld. Ótrúlegar tölur. 24. september 2018 21:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 21-37 │Stjörnumenn niðurlægðir á heimavelli Sextán marka sigur Vals í Garðabæ í kvöld. Ótrúlegar tölur. 24. september 2018 21:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni