Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2018 23:24 Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. EPA/NYEIN CHAN NAING Yfirvöld Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, hafi framið „vel skipulögð og sameinuðu“ ódæði gagnvart Rohingjafólki þar í landi. Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Utanríkisráðuneytisins sem Reuters fréttaveitan hefur undir höndum en var birt opinberlega nú í kvöld. Í skýrslu um rannsóknina eru yfirvöld Mjanmar ekki sökuð um þjóðarmorð, þó bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa gert það áður.Rannsakendur tóku viðtöl við rúmlega þúsund manns sem flúðu frá Mjanmar til Bangladess í fyrra. „Rannsóknin sýnir að hið nýlega ofbeldi í Rakhine-héraði var ógnvænlegt, umfangsmikið, útbreidd og virðist sem að markmiðið hafi verið að hræða íbúa og reka Rohingjafólkið á flótta,“ segir í skýrslunni. Þar segir, eins og áður hefur komið fram, að aðgerðirnar hafi verið vel skipulagðar og samhæfðar. Eftirlifendur lýsa ódæðunum með nákvæmum hætti. Þau segja frá morðum hermanna á ungabörnum, krökkum, óvopnuðum mönnum og jafnvel því að fólk hafi verið grafið lifandi í fjöldagröfum. Þá segir fólkið frá umfangsmiklum nauðgunum hermanna. Eitt vitni segir fjórum stúlkum hafa verið rænt af hermönnum. Þær hafi verið bundnar og hermenn hafi nauðgað þeim í þrjá daga. Hann sagði þær hafa verið nær dauða en lífi.Sjá einnig: Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorðRohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa ríkisins eru búddistar. Her Mjanmar þvertekur fyrir að umfangsmikið ofbeldi hafi átt sér stað og hafa þeir jafnvel haldið því fram að ekki einn einasti rohingjarmúslimi hafi verið myrtur af hermönnum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Það var niðurstaða innri rannsóknar hersins.Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. Um 80 prósent þeirra sem rætt var við segjast hafa orðið vitni að minnst einu morðin. Oftast hafi þau verið framin af hermönnum eða lögregluþjónum. Íbúar eru einnig sagðir hafa tekið þátt í ódæðunum. Bangladess Mjanmar Tengdar fréttir Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, hafi framið „vel skipulögð og sameinuðu“ ódæði gagnvart Rohingjafólki þar í landi. Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Utanríkisráðuneytisins sem Reuters fréttaveitan hefur undir höndum en var birt opinberlega nú í kvöld. Í skýrslu um rannsóknina eru yfirvöld Mjanmar ekki sökuð um þjóðarmorð, þó bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa gert það áður.Rannsakendur tóku viðtöl við rúmlega þúsund manns sem flúðu frá Mjanmar til Bangladess í fyrra. „Rannsóknin sýnir að hið nýlega ofbeldi í Rakhine-héraði var ógnvænlegt, umfangsmikið, útbreidd og virðist sem að markmiðið hafi verið að hræða íbúa og reka Rohingjafólkið á flótta,“ segir í skýrslunni. Þar segir, eins og áður hefur komið fram, að aðgerðirnar hafi verið vel skipulagðar og samhæfðar. Eftirlifendur lýsa ódæðunum með nákvæmum hætti. Þau segja frá morðum hermanna á ungabörnum, krökkum, óvopnuðum mönnum og jafnvel því að fólk hafi verið grafið lifandi í fjöldagröfum. Þá segir fólkið frá umfangsmiklum nauðgunum hermanna. Eitt vitni segir fjórum stúlkum hafa verið rænt af hermönnum. Þær hafi verið bundnar og hermenn hafi nauðgað þeim í þrjá daga. Hann sagði þær hafa verið nær dauða en lífi.Sjá einnig: Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorðRohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa ríkisins eru búddistar. Her Mjanmar þvertekur fyrir að umfangsmikið ofbeldi hafi átt sér stað og hafa þeir jafnvel haldið því fram að ekki einn einasti rohingjarmúslimi hafi verið myrtur af hermönnum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Það var niðurstaða innri rannsóknar hersins.Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. Um 80 prósent þeirra sem rætt var við segjast hafa orðið vitni að minnst einu morðin. Oftast hafi þau verið framin af hermönnum eða lögregluþjónum. Íbúar eru einnig sagðir hafa tekið þátt í ódæðunum.
Bangladess Mjanmar Tengdar fréttir Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00
Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15
Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45