Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2018 23:24 Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. EPA/NYEIN CHAN NAING Yfirvöld Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, hafi framið „vel skipulögð og sameinuðu“ ódæði gagnvart Rohingjafólki þar í landi. Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Utanríkisráðuneytisins sem Reuters fréttaveitan hefur undir höndum en var birt opinberlega nú í kvöld. Í skýrslu um rannsóknina eru yfirvöld Mjanmar ekki sökuð um þjóðarmorð, þó bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa gert það áður.Rannsakendur tóku viðtöl við rúmlega þúsund manns sem flúðu frá Mjanmar til Bangladess í fyrra. „Rannsóknin sýnir að hið nýlega ofbeldi í Rakhine-héraði var ógnvænlegt, umfangsmikið, útbreidd og virðist sem að markmiðið hafi verið að hræða íbúa og reka Rohingjafólkið á flótta,“ segir í skýrslunni. Þar segir, eins og áður hefur komið fram, að aðgerðirnar hafi verið vel skipulagðar og samhæfðar. Eftirlifendur lýsa ódæðunum með nákvæmum hætti. Þau segja frá morðum hermanna á ungabörnum, krökkum, óvopnuðum mönnum og jafnvel því að fólk hafi verið grafið lifandi í fjöldagröfum. Þá segir fólkið frá umfangsmiklum nauðgunum hermanna. Eitt vitni segir fjórum stúlkum hafa verið rænt af hermönnum. Þær hafi verið bundnar og hermenn hafi nauðgað þeim í þrjá daga. Hann sagði þær hafa verið nær dauða en lífi.Sjá einnig: Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorðRohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa ríkisins eru búddistar. Her Mjanmar þvertekur fyrir að umfangsmikið ofbeldi hafi átt sér stað og hafa þeir jafnvel haldið því fram að ekki einn einasti rohingjarmúslimi hafi verið myrtur af hermönnum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Það var niðurstaða innri rannsóknar hersins.Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. Um 80 prósent þeirra sem rætt var við segjast hafa orðið vitni að minnst einu morðin. Oftast hafi þau verið framin af hermönnum eða lögregluþjónum. Íbúar eru einnig sagðir hafa tekið þátt í ódæðunum. Bangladess Mjanmar Tengdar fréttir Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, hafi framið „vel skipulögð og sameinuðu“ ódæði gagnvart Rohingjafólki þar í landi. Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Utanríkisráðuneytisins sem Reuters fréttaveitan hefur undir höndum en var birt opinberlega nú í kvöld. Í skýrslu um rannsóknina eru yfirvöld Mjanmar ekki sökuð um þjóðarmorð, þó bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa gert það áður.Rannsakendur tóku viðtöl við rúmlega þúsund manns sem flúðu frá Mjanmar til Bangladess í fyrra. „Rannsóknin sýnir að hið nýlega ofbeldi í Rakhine-héraði var ógnvænlegt, umfangsmikið, útbreidd og virðist sem að markmiðið hafi verið að hræða íbúa og reka Rohingjafólkið á flótta,“ segir í skýrslunni. Þar segir, eins og áður hefur komið fram, að aðgerðirnar hafi verið vel skipulagðar og samhæfðar. Eftirlifendur lýsa ódæðunum með nákvæmum hætti. Þau segja frá morðum hermanna á ungabörnum, krökkum, óvopnuðum mönnum og jafnvel því að fólk hafi verið grafið lifandi í fjöldagröfum. Þá segir fólkið frá umfangsmiklum nauðgunum hermanna. Eitt vitni segir fjórum stúlkum hafa verið rænt af hermönnum. Þær hafi verið bundnar og hermenn hafi nauðgað þeim í þrjá daga. Hann sagði þær hafa verið nær dauða en lífi.Sjá einnig: Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorðRohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa ríkisins eru búddistar. Her Mjanmar þvertekur fyrir að umfangsmikið ofbeldi hafi átt sér stað og hafa þeir jafnvel haldið því fram að ekki einn einasti rohingjarmúslimi hafi verið myrtur af hermönnum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Það var niðurstaða innri rannsóknar hersins.Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. Um 80 prósent þeirra sem rætt var við segjast hafa orðið vitni að minnst einu morðin. Oftast hafi þau verið framin af hermönnum eða lögregluþjónum. Íbúar eru einnig sagðir hafa tekið þátt í ódæðunum.
Bangladess Mjanmar Tengdar fréttir Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00
Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15
Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45