Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. september 2018 11:54 Keir Starmer, talsmaður Verkamannafloksins í málefnum tengdum Brexit. https://www.keirstarmer.com/parliament/ Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. Þingmaðurinn Keir Starmer var fyrstur til að ávarpa flokksþingið í morgun og var hann ómyrkur í máli. Starmer er talsmaður Verkamannaflokksins í svokölluðum Brexit málum, eða málum sem varða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í mars næstkomandi. Sagðist hann fastlega gera ráð fyrir að þingmenn flokksins fái boð að ofan frá flokksforystunni um að hafna þeim leiðum sem Theresa May forsætisráðherra hefur kosið að fara í samningaviðræðum við Evrópusambandið. Hennar forsendur séu brostnar og allt samningaferlið í uppnámi. Það er opinber stefna Verkamannaflokksins að reyna að fella ríkisstjórnina og krefjast kosninga fyrir mars ef ekkert samkomulag næst. Róttækustu andstæðingar Brexit innan flokksins hafa sett saman ályktun sem hefur nú verið lögð fyrir flokksþingið. Þar er möguleikanum á nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu haldið opnum en skoðanakannanir sýna að töluverður fjöldi kjósenda hefur skipt um skoðun og vill nú vera áfram í Evrópusambandinu vegna þeirra vandræða sem hafa fylgt samningaviðræðunum og viðvörunum fjölda hagfræðinga sem sjá blikur á lofti. Nýlega þurfti ríkisstjórnin að lýsa því yfir að framboð matvæla yrði viðunandi eftir útgönguna úr ESB, þrátt fyrir aðvaranir sérfræðinga um að skortur verði á sumum tegundum matvæla. Það þótti ekki sérlega traustvekjandi fyrir framhaldið.Sir Keir Starmer: "Nobody is ruling out Remain as an option"Shadow #Brexit Secretary receives rapturous applause from #Lab18 on prospect of second Brexit vote https://t.co/l7Mjii6DmY pic.twitter.com/NOMOqu0H2Y— BBC Politics (@BBCPolitics) September 25, 2018 Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. Þingmaðurinn Keir Starmer var fyrstur til að ávarpa flokksþingið í morgun og var hann ómyrkur í máli. Starmer er talsmaður Verkamannaflokksins í svokölluðum Brexit málum, eða málum sem varða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í mars næstkomandi. Sagðist hann fastlega gera ráð fyrir að þingmenn flokksins fái boð að ofan frá flokksforystunni um að hafna þeim leiðum sem Theresa May forsætisráðherra hefur kosið að fara í samningaviðræðum við Evrópusambandið. Hennar forsendur séu brostnar og allt samningaferlið í uppnámi. Það er opinber stefna Verkamannaflokksins að reyna að fella ríkisstjórnina og krefjast kosninga fyrir mars ef ekkert samkomulag næst. Róttækustu andstæðingar Brexit innan flokksins hafa sett saman ályktun sem hefur nú verið lögð fyrir flokksþingið. Þar er möguleikanum á nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu haldið opnum en skoðanakannanir sýna að töluverður fjöldi kjósenda hefur skipt um skoðun og vill nú vera áfram í Evrópusambandinu vegna þeirra vandræða sem hafa fylgt samningaviðræðunum og viðvörunum fjölda hagfræðinga sem sjá blikur á lofti. Nýlega þurfti ríkisstjórnin að lýsa því yfir að framboð matvæla yrði viðunandi eftir útgönguna úr ESB, þrátt fyrir aðvaranir sérfræðinga um að skortur verði á sumum tegundum matvæla. Það þótti ekki sérlega traustvekjandi fyrir framhaldið.Sir Keir Starmer: "Nobody is ruling out Remain as an option"Shadow #Brexit Secretary receives rapturous applause from #Lab18 on prospect of second Brexit vote https://t.co/l7Mjii6DmY pic.twitter.com/NOMOqu0H2Y— BBC Politics (@BBCPolitics) September 25, 2018
Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00
Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42
Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40