Seinni bylgjan: Fimm bestu sem komast ekki í B-landsliðið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. september 2018 14:30 S2 Sport Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta valdi á dögunum B-landsliðshóp sem æfir um næstu helgi. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport fóru yfir topp 5 lista þeirra leikmanna sem ekki voru valdir. Í B-landsliðið koma saman leikmenn eingöngu úr Olísdeild karla. Þetta er verkefni sem HSÍ vill halda gangandi, þarna koma saman leikmenn sem eru kannski ekki komnir á þann stað að komast í A-landsliðið en geta æft saman og sannað sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Í hópnum að þessu sinni eru menn á borð við Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson. En hvaða leikmenn mega vera nokkuð svekktir yfir því að vera ekki í þessum tuttugu manna æfingahóp? Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, setti saman lista yfir topp 5 leikmenn sem misstu af sæti í hópnum. Selfyssingurinn Hergeir Grímsson er í fimmta sæti og í fjórða sæti er Júlíus Þórir Stefánsson. Félagi hans hjá Aftureldingu Böðvar Páll Ásgeirsson er í þriðja sæti. Í öðru sæti er Sveinn Andri Sveinsson hjá ÍR. „Kannski okkar efnilegasti miðjumaður svona fyrir utan Hauk. Er spilari, stjórnar ÍR núna meira, og ég var bara svolítið hissa á að hann væri ekki valinn. Ég verð bara að segja það Gummi,“ sagði Jóhann Gunnar og ávarpaði þar landsliðsþjálfarann í gegnum víðtækin. Efstur á þessum topplista er Theodór Sigurbjörnsson, Íslands- og bikarmeistari með ÍBV. „Hann er með einn hægri hornamann í þessum hópi, Kristján Orri, fullkomlega verðskuldað. Ég veit ekki afhverju Teddi er ekki. Hann gaf einhvern tíman ekki kost á sér, er Gummi kominn í fýlu út í hann? Ég veit það ekki.“ „Skrítið að hann sé ekki nefndur þarna og valinn því hann var byrjaður að spila aðeins í A-landsliðinu og stóð sig frábærlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla yfirferðina á listanum og stórbrotið augnablik þar sem hann kallar Júlíus Þóri „Úlíus“ má sjá í klippunni hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. 25. september 2018 10:30 Seinni bylgjan: Óskiljanlegasta rauða spjaldið til þessa Fjöldi rauðra spjalda í upphafi móts í Olísdeild karla hefur verið mikið í umræðunni. Í Safamýrinni um helgina fóru tvö rauð spjöld á loft. 25. september 2018 08:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta valdi á dögunum B-landsliðshóp sem æfir um næstu helgi. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport fóru yfir topp 5 lista þeirra leikmanna sem ekki voru valdir. Í B-landsliðið koma saman leikmenn eingöngu úr Olísdeild karla. Þetta er verkefni sem HSÍ vill halda gangandi, þarna koma saman leikmenn sem eru kannski ekki komnir á þann stað að komast í A-landsliðið en geta æft saman og sannað sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Í hópnum að þessu sinni eru menn á borð við Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson. En hvaða leikmenn mega vera nokkuð svekktir yfir því að vera ekki í þessum tuttugu manna æfingahóp? Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, setti saman lista yfir topp 5 leikmenn sem misstu af sæti í hópnum. Selfyssingurinn Hergeir Grímsson er í fimmta sæti og í fjórða sæti er Júlíus Þórir Stefánsson. Félagi hans hjá Aftureldingu Böðvar Páll Ásgeirsson er í þriðja sæti. Í öðru sæti er Sveinn Andri Sveinsson hjá ÍR. „Kannski okkar efnilegasti miðjumaður svona fyrir utan Hauk. Er spilari, stjórnar ÍR núna meira, og ég var bara svolítið hissa á að hann væri ekki valinn. Ég verð bara að segja það Gummi,“ sagði Jóhann Gunnar og ávarpaði þar landsliðsþjálfarann í gegnum víðtækin. Efstur á þessum topplista er Theodór Sigurbjörnsson, Íslands- og bikarmeistari með ÍBV. „Hann er með einn hægri hornamann í þessum hópi, Kristján Orri, fullkomlega verðskuldað. Ég veit ekki afhverju Teddi er ekki. Hann gaf einhvern tíman ekki kost á sér, er Gummi kominn í fýlu út í hann? Ég veit það ekki.“ „Skrítið að hann sé ekki nefndur þarna og valinn því hann var byrjaður að spila aðeins í A-landsliðinu og stóð sig frábærlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla yfirferðina á listanum og stórbrotið augnablik þar sem hann kallar Júlíus Þóri „Úlíus“ má sjá í klippunni hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. 25. september 2018 10:30 Seinni bylgjan: Óskiljanlegasta rauða spjaldið til þessa Fjöldi rauðra spjalda í upphafi móts í Olísdeild karla hefur verið mikið í umræðunni. Í Safamýrinni um helgina fóru tvö rauð spjöld á loft. 25. september 2018 08:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. 25. september 2018 10:30
Seinni bylgjan: Óskiljanlegasta rauða spjaldið til þessa Fjöldi rauðra spjalda í upphafi móts í Olísdeild karla hefur verið mikið í umræðunni. Í Safamýrinni um helgina fóru tvö rauð spjöld á loft. 25. september 2018 08:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni