Kærastinn með hýra augað úrskurðaður karlrembulegur í Svíþjóð Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2018 08:34 Myndin hefur orðið nær óþrjótandi uppspretta gríns á Internetinu. Vísir Sænska auglýsingaeftirlitið hefur úrskurðað að Internetfyrirbrigðið (e. meme) „Distracted Boyfriend“, sem sýnir lofaðan mann renna hýru auga til annarrar konu þar sem hann er í för með unnustu sinni, brjóti í bága við jafnréttisviðmið. Úrskurðurinn er gefinn út vegna notkunar fyrirtækisins Bahnhof á myndinni í auglýsingu sinni. Umrætt fyrirbrigði hefur náð mikilli útbreiðslu í meðförum netverja undanfarin ár og er yfirleitt notað til að túlka glímu við ýmiss konar freistingar. Ókunnuga, rauðklædda konan á myndinni táknar iðulega freistinguna og hinn heillaði kærasti táknar oftast þann sem er við það að falla í freistni. Bahnhof nýtti sér vinsældir myndarinnar til að auglýsa laus störf sem í boði voru hjá fyrirtækinu. Kærastinn var þar látinn vera vænlegir umsækjendur, þ.e. „þú“, sú rauðklædda var Bahnhof og hneykslaða kærastan tók sér stöðu núverandi vinnuveitanda. Lesendur geta glöggvað sig á auglýsingunni hér að neðan. Bahnhof bárust fjölmargar kvartanir vegna myndarinnar, sem þótti stuðla að kynjamisrétti. Úrskurður sænska auglýsingaeftirlitsins staðfestir þessar aðfinnslur en í honum segir að auglýsingin sé bæði niðrandi fyrir konur og karla. Þannig séu báðar konurnar hlutgerðar, og sú rauðklædda jafnframt á kynferðislegan hátt. Þá feli auglýsingin í sér skaðlegar staðalímyndir um karla á grundvelli þess að maðurinn á myndinni líti niður á konur og hlutgeri þær. Úrskurðir auglýsingaeftirlitsins er þó aðeins ráðgefandi en samt sem er áður er gert ráð fyrir að sænsk fyrirtæki fari eftir þeim. Í yfirlýsingu frá Bahnhof segir að auglýsingunni hafi aðeins verið ætlað að varpa jákvæðu ljósi á fyrirtækið í augum umsækjenda. Norðurlönd Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sænska auglýsingaeftirlitið hefur úrskurðað að Internetfyrirbrigðið (e. meme) „Distracted Boyfriend“, sem sýnir lofaðan mann renna hýru auga til annarrar konu þar sem hann er í för með unnustu sinni, brjóti í bága við jafnréttisviðmið. Úrskurðurinn er gefinn út vegna notkunar fyrirtækisins Bahnhof á myndinni í auglýsingu sinni. Umrætt fyrirbrigði hefur náð mikilli útbreiðslu í meðförum netverja undanfarin ár og er yfirleitt notað til að túlka glímu við ýmiss konar freistingar. Ókunnuga, rauðklædda konan á myndinni táknar iðulega freistinguna og hinn heillaði kærasti táknar oftast þann sem er við það að falla í freistni. Bahnhof nýtti sér vinsældir myndarinnar til að auglýsa laus störf sem í boði voru hjá fyrirtækinu. Kærastinn var þar látinn vera vænlegir umsækjendur, þ.e. „þú“, sú rauðklædda var Bahnhof og hneykslaða kærastan tók sér stöðu núverandi vinnuveitanda. Lesendur geta glöggvað sig á auglýsingunni hér að neðan. Bahnhof bárust fjölmargar kvartanir vegna myndarinnar, sem þótti stuðla að kynjamisrétti. Úrskurður sænska auglýsingaeftirlitsins staðfestir þessar aðfinnslur en í honum segir að auglýsingin sé bæði niðrandi fyrir konur og karla. Þannig séu báðar konurnar hlutgerðar, og sú rauðklædda jafnframt á kynferðislegan hátt. Þá feli auglýsingin í sér skaðlegar staðalímyndir um karla á grundvelli þess að maðurinn á myndinni líti niður á konur og hlutgeri þær. Úrskurðir auglýsingaeftirlitsins er þó aðeins ráðgefandi en samt sem er áður er gert ráð fyrir að sænsk fyrirtæki fari eftir þeim. Í yfirlýsingu frá Bahnhof segir að auglýsingunni hafi aðeins verið ætlað að varpa jákvæðu ljósi á fyrirtækið í augum umsækjenda.
Norðurlönd Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira