Bandaríkin bíða eftir sigri í Evrópu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. september 2018 07:30 Tiger Woods er kominn aftur í Ryder-lið Bandaríkjanna getty Eitt skemmtilegasta golfmót ársins, Ryder-bikarinn, hefst í dag þegar keppni í fjórmenningi (e. foursomes) og fjórbolta (e. fourball) hefst í Frakklandi. Fer mótið fram á Le Golf National-vellinum í úthverfum Parísarborgar og er spáð frábæru veðri um helgina og ætti því ekkert að trufla fremstu kylfinga heims. Um er að ræða liðakeppni þar sem evrópskir kylfingar mæta bandarískum kylfingum bæði í einstaklings- og liðakeppni. Veðbankar telja bandaríska liðið sigurstranglegra enda hafa kylfingar þess leikið frábærlega að undanförnu en það eru 25 ár liðin síðan bandaríska liðið vann síðast keppni í Evrópu. Evrópska liðið hefur haft talsverða yfirburði undanfarna áratugi og hefur unnið átta af síðustu ellefu keppnum en síðast þegar liðin mættust unnu Bandaríkin afar sannfærandi sigur. Þegar litið er yfir hóp kylfinganna skyldi engan undra að bandaríska liðið sé talið sigurstranglegra. Bandarískir kylfingar hafa verið afar sigursælir á þessu ári og eiga þeir allir sæti ofarlega á heimslistanum. Neðstur af þeim er gamli refurinn Phil Mickelson í 25. sæti sem sýnir styrk bandaríska liðsins. Þá hafa bandarísku kylfingarnir unnið þrjá risatitla af fjórum undanfarin tvö ár. Það eru stærri spurningarmerki í evrópska liðinu, kylfingar á borð við Ian Poultier og Sergio Garcia hafa ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Það gæti hjálpað evrópska liðinu að allir kylfingarnir hafa leikið á vellinum þar sem franska meistaramótið er haldið á ári hverju á meðan aðeins fimm bandarískir kylfingar hafa leikið á vellinum. Nái þeir að nýta sér reynslu sína og hrökkvi kylfingar á borð við Garcia í gang skyldi enginn afskrifa lið Evrópu á heimavelli. Sviðsljósið verður hins vegar á Tiger Woods sem tekur þátt sem kylfingur í Ryder-bikarnum í fyrsta sinn síðan 2012. Verður þetta í áttunda skiptið sem Tiger tekur þátt sem kylfingur og hefur hann aðeins unnið einu sinni, fyrir nítján árum. Endurkoma hans á PGA-mótaröðina var fullkomnuð þegar hann hrósaði sigri á lokamóti mótaraðarinnar um helgina og sýndi þar að hann hefur enn nóg fram að færa inni á vellinum. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Eitt skemmtilegasta golfmót ársins, Ryder-bikarinn, hefst í dag þegar keppni í fjórmenningi (e. foursomes) og fjórbolta (e. fourball) hefst í Frakklandi. Fer mótið fram á Le Golf National-vellinum í úthverfum Parísarborgar og er spáð frábæru veðri um helgina og ætti því ekkert að trufla fremstu kylfinga heims. Um er að ræða liðakeppni þar sem evrópskir kylfingar mæta bandarískum kylfingum bæði í einstaklings- og liðakeppni. Veðbankar telja bandaríska liðið sigurstranglegra enda hafa kylfingar þess leikið frábærlega að undanförnu en það eru 25 ár liðin síðan bandaríska liðið vann síðast keppni í Evrópu. Evrópska liðið hefur haft talsverða yfirburði undanfarna áratugi og hefur unnið átta af síðustu ellefu keppnum en síðast þegar liðin mættust unnu Bandaríkin afar sannfærandi sigur. Þegar litið er yfir hóp kylfinganna skyldi engan undra að bandaríska liðið sé talið sigurstranglegra. Bandarískir kylfingar hafa verið afar sigursælir á þessu ári og eiga þeir allir sæti ofarlega á heimslistanum. Neðstur af þeim er gamli refurinn Phil Mickelson í 25. sæti sem sýnir styrk bandaríska liðsins. Þá hafa bandarísku kylfingarnir unnið þrjá risatitla af fjórum undanfarin tvö ár. Það eru stærri spurningarmerki í evrópska liðinu, kylfingar á borð við Ian Poultier og Sergio Garcia hafa ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Það gæti hjálpað evrópska liðinu að allir kylfingarnir hafa leikið á vellinum þar sem franska meistaramótið er haldið á ári hverju á meðan aðeins fimm bandarískir kylfingar hafa leikið á vellinum. Nái þeir að nýta sér reynslu sína og hrökkvi kylfingar á borð við Garcia í gang skyldi enginn afskrifa lið Evrópu á heimavelli. Sviðsljósið verður hins vegar á Tiger Woods sem tekur þátt sem kylfingur í Ryder-bikarnum í fyrsta sinn síðan 2012. Verður þetta í áttunda skiptið sem Tiger tekur þátt sem kylfingur og hefur hann aðeins unnið einu sinni, fyrir nítján árum. Endurkoma hans á PGA-mótaröðina var fullkomnuð þegar hann hrósaði sigri á lokamóti mótaraðarinnar um helgina og sýndi þar að hann hefur enn nóg fram að færa inni á vellinum.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira