Finau með stórbrotið högg er Bandaríkin tóku tveggja vinninga forystu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. september 2018 12:43 Finau fagnar á hringnum í morgun vísir/getty Bandaríkin eru með 3-1 forystu eftir fyrstu keppnislotu Ryder-bikarsins í golfi sem hófst í morgun á Le Golf National-vellinum. Keppt var í fjórbolta, þar sem keppt er í tveggja manna liðum og sá kylfingur sem á lægsta skor á hverri holu vinnur holuna. Dustin Johnson og Rickie Fowler voru fyrstir til þess að næla í vinning, þeir höfðu betur gegn Rory McIlroy og Thorbjorn Olesen 4&2. Justin Rose og John Rahm höfðu leitt viðureign sína við Brooks Koepka og Tony Finau lengst af en ótrúlegt teighögg Finau á sextándu holu þar sem boltinn var við það að fara í vatnið en skoppaði rétt við pinnann snéri viðureigninni við og náðu þeir að taka sigurinn á 18. holu. Paul Casey og Tyrell Hatton voru komnir þremur holum undir gegn Justin Thomas og Jordan Spieth en náðu að jafna þegar fimm holur voru eftir. Spieth og Thomas voru hins vegar of sterkir og tóku unnu leikinn á erfiðri 18. holu. Eina evrópska liðið sem náði í sigur var Francesco Molinari og Tommy Fleetwood. Fleetwood fór á kostum á síðustu holunum og tryggði sigur gegn Patrick Reed og Tiger Woods 3&1. Enn gengur því ekkert hjá Tiger í Ryder-bikarnum en hann náði ekki að fylgja eftir frábærri frammistöðu á lokamóti PGA mótaraðarinnar um síðustu helgi. Keppni í fjórmenningi er hafin og er bein útsending frá mótinu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkin eru með 3-1 forystu eftir fyrstu keppnislotu Ryder-bikarsins í golfi sem hófst í morgun á Le Golf National-vellinum. Keppt var í fjórbolta, þar sem keppt er í tveggja manna liðum og sá kylfingur sem á lægsta skor á hverri holu vinnur holuna. Dustin Johnson og Rickie Fowler voru fyrstir til þess að næla í vinning, þeir höfðu betur gegn Rory McIlroy og Thorbjorn Olesen 4&2. Justin Rose og John Rahm höfðu leitt viðureign sína við Brooks Koepka og Tony Finau lengst af en ótrúlegt teighögg Finau á sextándu holu þar sem boltinn var við það að fara í vatnið en skoppaði rétt við pinnann snéri viðureigninni við og náðu þeir að taka sigurinn á 18. holu. Paul Casey og Tyrell Hatton voru komnir þremur holum undir gegn Justin Thomas og Jordan Spieth en náðu að jafna þegar fimm holur voru eftir. Spieth og Thomas voru hins vegar of sterkir og tóku unnu leikinn á erfiðri 18. holu. Eina evrópska liðið sem náði í sigur var Francesco Molinari og Tommy Fleetwood. Fleetwood fór á kostum á síðustu holunum og tryggði sigur gegn Patrick Reed og Tiger Woods 3&1. Enn gengur því ekkert hjá Tiger í Ryder-bikarnum en hann náði ekki að fylgja eftir frábærri frammistöðu á lokamóti PGA mótaraðarinnar um síðustu helgi. Keppni í fjórmenningi er hafin og er bein útsending frá mótinu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira