Vg vill vita hvernig baklandið liggur Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2018 16:58 Stjórn Vg vill vita hvort félagar í hreyfingunni séu ekki enn jafn ánægðir og áður með þær Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur. visir/vilhelm „Ég get staðfest að Gallup vinnur að könnun fyrir Vg. Ákvörðun um það var tekin af stjórn,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð (Vg). Forysta Vg hefur fengið Gallup til að kanna afstöðu félaga í flokknum til eins og annars svo sem frammistöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Og frammistöðu ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Þá er einnig spurt hvort flokksfélagar geti hugsað sér að kjósa flokkinn í næstu þingkosningum. Og ef svarið er nei, þá hvers vegna ekki? Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður greinir frá þessu á vef sínum Miðjunni, og hann nefnir að athyglisvert sé að í téðri könnun sé ekki gefinn kostur á að haka við Sósíalistaflokkinn fyrir þá sem ætla sér hugsanlega að kjósa annan flokk í næstu kosningum. Sigurjón Magnús segir það ekkert launungarmál að óánægju gæti í baklandi Vg með mörg verk ríkisstjórnarinnar.Björg Eva telur stöðuna þá að almenn ánægja sé ríkjandi í grasrótinni og skilur ekkert hvað Sigurjón M. Egilsson er að tala um.visir/hari„Það er ekki mín upplifun þessa dagana að óánægja sé í baklandinu. Vg hefur áður gert svona könnun. Það var fyrir nokkrum árum. Stjórn Vg tekur ákvörðun um hvernig niðurstöðurnar eru nýttar,“ segir Björg Eva. Niðurstöðu könnunarinnar er að vænta fyrir flokkráðsfund sem verður haldinn 12. og 13. október. Þá segir Björg Eva það villandi sem fram kemur hjá Sigurjóni, að ekki sé hægt að merkja við Sósíalistaflokkinn í umræddri könnun, þar sé ekki fiskur undir steini: „Gallup útfærir spurningarnar og byggir á því hvaða flokkar voru í boði í síðustu kosningum.“ Björg Eva bendir að endingu á að spurningarnar séu ekki bara til félaga í Vg, úrtakið er annars vegar félagar þar og svo almennt úrtak. Stj.mál Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Ég get staðfest að Gallup vinnur að könnun fyrir Vg. Ákvörðun um það var tekin af stjórn,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð (Vg). Forysta Vg hefur fengið Gallup til að kanna afstöðu félaga í flokknum til eins og annars svo sem frammistöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Og frammistöðu ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Þá er einnig spurt hvort flokksfélagar geti hugsað sér að kjósa flokkinn í næstu þingkosningum. Og ef svarið er nei, þá hvers vegna ekki? Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður greinir frá þessu á vef sínum Miðjunni, og hann nefnir að athyglisvert sé að í téðri könnun sé ekki gefinn kostur á að haka við Sósíalistaflokkinn fyrir þá sem ætla sér hugsanlega að kjósa annan flokk í næstu kosningum. Sigurjón Magnús segir það ekkert launungarmál að óánægju gæti í baklandi Vg með mörg verk ríkisstjórnarinnar.Björg Eva telur stöðuna þá að almenn ánægja sé ríkjandi í grasrótinni og skilur ekkert hvað Sigurjón M. Egilsson er að tala um.visir/hari„Það er ekki mín upplifun þessa dagana að óánægja sé í baklandinu. Vg hefur áður gert svona könnun. Það var fyrir nokkrum árum. Stjórn Vg tekur ákvörðun um hvernig niðurstöðurnar eru nýttar,“ segir Björg Eva. Niðurstöðu könnunarinnar er að vænta fyrir flokkráðsfund sem verður haldinn 12. og 13. október. Þá segir Björg Eva það villandi sem fram kemur hjá Sigurjóni, að ekki sé hægt að merkja við Sósíalistaflokkinn í umræddri könnun, þar sé ekki fiskur undir steini: „Gallup útfærir spurningarnar og byggir á því hvaða flokkar voru í boði í síðustu kosningum.“ Björg Eva bendir að endingu á að spurningarnar séu ekki bara til félaga í Vg, úrtakið er annars vegar félagar þar og svo almennt úrtak.
Stj.mál Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira