Erlent

Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Í samtali við Reuters sagði yfirmaður Veðurstofu Indónesíu að flóðvatnið væri ekki lengur til vandræða. Hins vegar væri mikil óreiða á svæðinu.
Í samtali við Reuters sagði yfirmaður Veðurstofu Indónesíu að flóðvatnið væri ekki lengur til vandræða. Hins vegar væri mikil óreiða á svæðinu. EPA/Almannavarnir Indónesíu
Kröftug flóðbylgja lenti á eyjunni Sulawesi í Indónesíu í dag eftir öflugan jarðskjálfta. Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. Minnst fimm eru dánir en ekki er vitað hvort fólkið lést vegna jarðskjálftans eða flóðbylgjunnar og er talið að tala látinn muni hækka.

Myndband náðist af því þegar flóðbylgjan náði landi og má sjá það hér að neðan. Hún var allt að þriggja metra há og lenti á bæjunum Palu og Donggala. Rúmlega 600 þúsund manns búa í bæjunum tveimur. Her Indónesíu hefur verið kallaður til vegna hamfaranna.

Jarðskjálftar og flóðbylgjur eru tíðar í Indónesíu. Samkvæmt BBC dóu hundruð í jarðskjálftum í síðasta mánuði. Árið 2004 dóu minnst 120 þúsund þegar flóðbylgja skall á eyjunum.



Byggingar hrundu og er rafmagnslaust víða á Sulawesi. Samkvæmt Reuters er verið að vinna að viðgerð á 276 spennustöðvum. Þá hafa eftirskjálftar og samskiptaörðugleikar gert björgunarstarf mjög erfitt.



Í samtali við Reuters sagði yfirmaður Veðurstofu Indónesíu að flóðvatnið væri ekki lengur til vandræða. Hins vegar væri mikil óreiða á götum áðurnefndra bæja.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×