Ótrúleg óheppni í sögulegu sakamáli Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. september 2018 07:30 Ef kafarinn Þorgeir Jónsson hefði ekki farið að kanna skemmdir á bryggjustólpum hefði lík Vaidasar ekki fundist jafn fljótt og raun bar vitni og varla komist upp um þremenningana svo hratt og örugglega. Ótrúleg atburðarás fór af stað eftir að kafari fann fyrir algera tilviljun lík í höfninni í Neskaupstað. Fjölmiðlar fóru í kjölfarið hamförum í einu furðulegasta sakamáli síðari tíma. Kvikmyndin Undir halastjörnu byggir á líkfundarmálinu sem skýst nú aftur á yfirborðið í aðdraganda frumsýningarinnar. Einskær tilviljun réð því að kafarinn Þorgeir Jónsson fann lík Vaidasar Jucevicius örfáum dögum eftir að Jónas Ingi Ragnarsson, Grétar Sigurðarson og Tomas Malakauskas komu Vaidasi fyrir í sjónum við netagerðina í höfninni í Neskaupstað. „Mér brá hrikalega og get varla lýst því hvernig mér leið,“ sagði Þorgeir í viðtali við Fréttablaðið á sínum tíma en hann hafði stungið sér á kaf þann 11. febrúar 2004 til þess að kanna óveðursskemmdir á netagerðarbryggjunni. Skemmdir sem ekki stóð til að gera við fyrr en síðar á árinu, jafnvel því næsta. Lögregla brást skjótt við og böndin bárust fljótt að þremenningunum enda höfðu þeir varla haft ráðrúm til þess að fela slóð sína þar sem áætlanir þeirra gerðu ekki ráð fyrir að líkið fyndist jafn fljótt og raun bar vitni. Vaidas kom til Íslands frá Litháen í febrúarbyrjun. Innvortis var hann með 61 pakkningu af metamfetamíni, 223,67 grömm, sem hann hafði gleypt áður en hann lagði af stað. Lést eftir fjóra daga „Líkmennirnir“ svokölluðu áttu að taka á móti honum og eftir að hafa farist á mis í Leifsstöð komu þeir sér fyrir í íbúð í Furugrund í Kópavogi og biðu þess að Vaidas skilaði efnunum af sér. Skömmu síðar veiktist Vaidas herfilega þegar fíkniefnapakkningarnar stífluðu mjógirni hans og gengu ekki niður. Fjórum dögum eftir að hann lenti í Keflavík var hann látinn. Krufning leiddi síðar í ljós að yfirgnæfandi líkur væru á að Vaidas hefði lifað ef honum hefði verið komið undir læknishendur. Líkmennirnir báru því hins vegar við að þeir hefðu óttast hefndaraðgerðir rússnesk/litháískrar mafíu ef þeir leystu ekki vandamálið sjálfir. Brunað í fáti í Neskaupstað Fát kom á þremenningana þegar Vaidas dó. Í ráðaleysi óku þeir þvert yfir landið í tvo sólarhringa með líkið í skottinu á meðan þeir veltu fyrir sér ólíkum leiðum til þess að losa sig við það. Jónas er sagður hafa stungið upp á því að koma líkinu fyrir í hraunsprungu en Malakauskas vildi grafa það, sem reyndist ómögulegt vegna þess hversu mikið frost var í jörðu. Grétar, sem á ættir að rekja til Neskaupstaðar, stakk þá upp á því að þeir færu með líkið þangað. Þar væri löggæsla í lágmarki og staðurinn fremur afskekktur. Hann væri auk þess hvort eð er á leiðinni þangað að heimsækja móður sína. Áður en þeir lögðu af stað út úr bænum komu þeir við í BYKO þar sem þeir keyptu tólf fermetra teppisstranga og límband sem þeir notuðu til að búa um líkið. Á áfangastað bökkuðu þeir Pajero-bílaleigubílnum niður að höfn, veltu jarðneskum leifum Vaidasar úr teppinu og þyngdu það með keðjum og öðru lauslegu sem þeir fundu við höfnina. Grétar stakk síðan líkið fimm sinnum, í háls, brjóst og maga, til þess að hleypa úr því lofti. Hnífnum fleygði hann í höfnina og þeir Jónas fleygðu líkinu síðan sömu leið. Gripnir níu dögum síðar Grétar og Malakauskas viðurkenndu þessar aðfarir við yfirheyrslur en Jónas sagðist ekki hafa orðið var við að lík hafi verið í bílnum enda hafi ferðin eingöngu verið skemmtiferð og heimsókn til ættingja Grétars. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þremenningarnir handteknir og síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi hver fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líki hans. Jónas komst síðan aftur í fréttir 2010 þegar hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir aðkomu að uppsetningu einnar fullkomnustu amfetamínverksmiðju sem fundist hefur á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Skáldaleyfi undir halastjörnu Leikstjórinn Ari Alexander Ergis Magnússon byggir glæpamyndina Undir halastjörnu á líkfundarmálinu í Neskaupstað. Myndin fjallar um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. „Ég tek mér alveg skáldaleyfi,“ segir Ari Alexander við Fréttablaðið. „Ég reyni að einbeita mér að mannlega þættinum og þótt ég sé ekki að réttlæta neinar gjörðir þá eru þessir menn sem lenda í svona aðstæðum líka fólk.“ Ari segist vera orðinn leiður á svart-hvítum veruleika dæmigerðra glæpamynda þar sem skilin milli góðra og illra eru miklu skýrari en í lífinu sjálfu. „Ég fylgdist auðvitað með þessu máli eins og öll þjóðin á sínum tíma en það sem vakti áhuga minn og kveikti í mér er að þegar allt er komið í steik þá flýja menn heim til mömmu. Hvað gerir Grétar, þessi stóri, rosalegi náungi þegar hann lendir í vandræðum? Hann hleypur heim til mömmu. Þetta er áhugavert. Ég segi kannski ekki fallegt en samt er ákveðin fegurð fólgin í þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Tengdar fréttir Undir Halastjörnu á stærstu kvikmyndhátíð Asíu Undir Halastjörnu tekur þátt í World Cinema hluta Busan, stærstu kvikmyndahátíðar Asíu sem fram fer í Suður Kóreu 4.-13.október, og er þetta jafnframt heimsfrumsýning á myndinni. 7. september 2018 12:30 Óhugnaleg stikla úr kvikmyndinni um líkfundarmálið Undir Halastjörnu verður frumsýnd 12. október en myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. 28. ágúst 2018 13:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Ótrúleg atburðarás fór af stað eftir að kafari fann fyrir algera tilviljun lík í höfninni í Neskaupstað. Fjölmiðlar fóru í kjölfarið hamförum í einu furðulegasta sakamáli síðari tíma. Kvikmyndin Undir halastjörnu byggir á líkfundarmálinu sem skýst nú aftur á yfirborðið í aðdraganda frumsýningarinnar. Einskær tilviljun réð því að kafarinn Þorgeir Jónsson fann lík Vaidasar Jucevicius örfáum dögum eftir að Jónas Ingi Ragnarsson, Grétar Sigurðarson og Tomas Malakauskas komu Vaidasi fyrir í sjónum við netagerðina í höfninni í Neskaupstað. „Mér brá hrikalega og get varla lýst því hvernig mér leið,“ sagði Þorgeir í viðtali við Fréttablaðið á sínum tíma en hann hafði stungið sér á kaf þann 11. febrúar 2004 til þess að kanna óveðursskemmdir á netagerðarbryggjunni. Skemmdir sem ekki stóð til að gera við fyrr en síðar á árinu, jafnvel því næsta. Lögregla brást skjótt við og böndin bárust fljótt að þremenningunum enda höfðu þeir varla haft ráðrúm til þess að fela slóð sína þar sem áætlanir þeirra gerðu ekki ráð fyrir að líkið fyndist jafn fljótt og raun bar vitni. Vaidas kom til Íslands frá Litháen í febrúarbyrjun. Innvortis var hann með 61 pakkningu af metamfetamíni, 223,67 grömm, sem hann hafði gleypt áður en hann lagði af stað. Lést eftir fjóra daga „Líkmennirnir“ svokölluðu áttu að taka á móti honum og eftir að hafa farist á mis í Leifsstöð komu þeir sér fyrir í íbúð í Furugrund í Kópavogi og biðu þess að Vaidas skilaði efnunum af sér. Skömmu síðar veiktist Vaidas herfilega þegar fíkniefnapakkningarnar stífluðu mjógirni hans og gengu ekki niður. Fjórum dögum eftir að hann lenti í Keflavík var hann látinn. Krufning leiddi síðar í ljós að yfirgnæfandi líkur væru á að Vaidas hefði lifað ef honum hefði verið komið undir læknishendur. Líkmennirnir báru því hins vegar við að þeir hefðu óttast hefndaraðgerðir rússnesk/litháískrar mafíu ef þeir leystu ekki vandamálið sjálfir. Brunað í fáti í Neskaupstað Fát kom á þremenningana þegar Vaidas dó. Í ráðaleysi óku þeir þvert yfir landið í tvo sólarhringa með líkið í skottinu á meðan þeir veltu fyrir sér ólíkum leiðum til þess að losa sig við það. Jónas er sagður hafa stungið upp á því að koma líkinu fyrir í hraunsprungu en Malakauskas vildi grafa það, sem reyndist ómögulegt vegna þess hversu mikið frost var í jörðu. Grétar, sem á ættir að rekja til Neskaupstaðar, stakk þá upp á því að þeir færu með líkið þangað. Þar væri löggæsla í lágmarki og staðurinn fremur afskekktur. Hann væri auk þess hvort eð er á leiðinni þangað að heimsækja móður sína. Áður en þeir lögðu af stað út úr bænum komu þeir við í BYKO þar sem þeir keyptu tólf fermetra teppisstranga og límband sem þeir notuðu til að búa um líkið. Á áfangastað bökkuðu þeir Pajero-bílaleigubílnum niður að höfn, veltu jarðneskum leifum Vaidasar úr teppinu og þyngdu það með keðjum og öðru lauslegu sem þeir fundu við höfnina. Grétar stakk síðan líkið fimm sinnum, í háls, brjóst og maga, til þess að hleypa úr því lofti. Hnífnum fleygði hann í höfnina og þeir Jónas fleygðu líkinu síðan sömu leið. Gripnir níu dögum síðar Grétar og Malakauskas viðurkenndu þessar aðfarir við yfirheyrslur en Jónas sagðist ekki hafa orðið var við að lík hafi verið í bílnum enda hafi ferðin eingöngu verið skemmtiferð og heimsókn til ættingja Grétars. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þremenningarnir handteknir og síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi hver fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líki hans. Jónas komst síðan aftur í fréttir 2010 þegar hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir aðkomu að uppsetningu einnar fullkomnustu amfetamínverksmiðju sem fundist hefur á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Skáldaleyfi undir halastjörnu Leikstjórinn Ari Alexander Ergis Magnússon byggir glæpamyndina Undir halastjörnu á líkfundarmálinu í Neskaupstað. Myndin fjallar um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. „Ég tek mér alveg skáldaleyfi,“ segir Ari Alexander við Fréttablaðið. „Ég reyni að einbeita mér að mannlega þættinum og þótt ég sé ekki að réttlæta neinar gjörðir þá eru þessir menn sem lenda í svona aðstæðum líka fólk.“ Ari segist vera orðinn leiður á svart-hvítum veruleika dæmigerðra glæpamynda þar sem skilin milli góðra og illra eru miklu skýrari en í lífinu sjálfu. „Ég fylgdist auðvitað með þessu máli eins og öll þjóðin á sínum tíma en það sem vakti áhuga minn og kveikti í mér er að þegar allt er komið í steik þá flýja menn heim til mömmu. Hvað gerir Grétar, þessi stóri, rosalegi náungi þegar hann lendir í vandræðum? Hann hleypur heim til mömmu. Þetta er áhugavert. Ég segi kannski ekki fallegt en samt er ákveðin fegurð fólgin í þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Tengdar fréttir Undir Halastjörnu á stærstu kvikmyndhátíð Asíu Undir Halastjörnu tekur þátt í World Cinema hluta Busan, stærstu kvikmyndahátíðar Asíu sem fram fer í Suður Kóreu 4.-13.október, og er þetta jafnframt heimsfrumsýning á myndinni. 7. september 2018 12:30 Óhugnaleg stikla úr kvikmyndinni um líkfundarmálið Undir Halastjörnu verður frumsýnd 12. október en myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. 28. ágúst 2018 13:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Undir Halastjörnu á stærstu kvikmyndhátíð Asíu Undir Halastjörnu tekur þátt í World Cinema hluta Busan, stærstu kvikmyndahátíðar Asíu sem fram fer í Suður Kóreu 4.-13.október, og er þetta jafnframt heimsfrumsýning á myndinni. 7. september 2018 12:30
Óhugnaleg stikla úr kvikmyndinni um líkfundarmálið Undir Halastjörnu verður frumsýnd 12. október en myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. 28. ágúst 2018 13:30