Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 20:05 Samkynhneigt par frá Ítalíu var fyrst til að keyra endurgjaldslaust í gegnum Hvalfjarðargöngin eftir að gjaldheimtu var hætt þar í dag. Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. Umferð var hleypt um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998 og voru þau mikil samgöngubót og spara vegfarendur að fara tæplega 50 kílómetra um Hvalfjörð. Spölur var stofnaður utan um framkvæmdina og rekstur ganganna og hafa veggjöld staðið undir afborgunum lána vegna þeirra. Síðustu gjöldin voru innheimt í dag. Með þeim síðustu til að greiða veggjaldið voru hressar stelpur á norðurleið.Sérðu ekkert eftir þessum þúsundkalli, því það verður frítt í göngin eftir klukkan korter yfir eitt? „Jú mjög mikið. En djammið kallar á Norðurlandi.”Þannig að þú verður bara að drífa þig? „Já ég verð að drífa mig.”En þú verður fegin að borga ekki til baka? „Já reyndar. Það er mjög satt,” sagði unga konan við stýrið og var svo rokin af stað norður. Og nú þegar tuttugu ár eru liðin frá því Hvalfjarðargöng voru tekin í gagnið verður loksins gjaldfrítt að fara í gegnum þau. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var sá síðast sem greiddi fyrir farið.Er þá ekki kominn tími á önnur göng? „Það styttist í önnur göng já. Það er ekki búið að ákveða það nákvæmlega en menn eru byrjaðir að undirbúa sig,” sagði Sigurður Ingi. Eftir þetta slökkti samgönguráðherra á innheimtukerfinu og stillti öll umferðarljós í gegnum innheimtuhliðin á grænt. „Það er gert. Göngin eru opnuð,” sagði samgönguráðherra þegar hann snéri þar til gerðum takka og tók við hamingjuóskum frá fulltrúum Spalar. En ráðherra færði einnig farþegum fyrsta bílsins sem ekki þurftu að greiða veggjaldið blómvönd í tilefni dagsins en það reyndust vera ungir menn, samkynhneigt par frá Ítalíu. En strákarnir voru að halda upp á afmæli annars þeirra með Íslandsferðinni. „Velkomnir til Íslands. Ég vona að þið eigið frábæra heimsókn til landsins og hér eru blóm í veganesti,” sagði Sigurður Ingi kampakátur. Luca sem ók bílnum þakkaði fyrir sig en skildi ekki strax hvað var um að vera. „Nei, eiginlega ekki. Mér skilst bara að ég sé fyrstur til einhvers,” sagði Luca og þakkaði fyrir sig. En tilefnið var síðan skýrt út fyrir honum og kærasta hans og voru þeir hinir ánægðustu. Um 36 milljónir bíla hafa staðið undir kostnaði við göngin og ráðherra segir önnur Hvalfjarðargöng á teikniborðinu. „Þetta er náttúrlega miklu, miklu meira en menn gerðu sér grein fyrir þegar þeir fóru af stað upphaflega. Þess vegna hefur gengið vel að greiða þetta niður. Umferðin hefur skilað sér þannig. En á sama hátt voru menn heldur ekki með það í huga að það þyrfti að tvöfalda þau akkúrat á sama tíma kannski eða mjög fljótlega upp úr því,” sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Hvalfjarðargöng Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Samkynhneigt par frá Ítalíu var fyrst til að keyra endurgjaldslaust í gegnum Hvalfjarðargöngin eftir að gjaldheimtu var hætt þar í dag. Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. Umferð var hleypt um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998 og voru þau mikil samgöngubót og spara vegfarendur að fara tæplega 50 kílómetra um Hvalfjörð. Spölur var stofnaður utan um framkvæmdina og rekstur ganganna og hafa veggjöld staðið undir afborgunum lána vegna þeirra. Síðustu gjöldin voru innheimt í dag. Með þeim síðustu til að greiða veggjaldið voru hressar stelpur á norðurleið.Sérðu ekkert eftir þessum þúsundkalli, því það verður frítt í göngin eftir klukkan korter yfir eitt? „Jú mjög mikið. En djammið kallar á Norðurlandi.”Þannig að þú verður bara að drífa þig? „Já ég verð að drífa mig.”En þú verður fegin að borga ekki til baka? „Já reyndar. Það er mjög satt,” sagði unga konan við stýrið og var svo rokin af stað norður. Og nú þegar tuttugu ár eru liðin frá því Hvalfjarðargöng voru tekin í gagnið verður loksins gjaldfrítt að fara í gegnum þau. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var sá síðast sem greiddi fyrir farið.Er þá ekki kominn tími á önnur göng? „Það styttist í önnur göng já. Það er ekki búið að ákveða það nákvæmlega en menn eru byrjaðir að undirbúa sig,” sagði Sigurður Ingi. Eftir þetta slökkti samgönguráðherra á innheimtukerfinu og stillti öll umferðarljós í gegnum innheimtuhliðin á grænt. „Það er gert. Göngin eru opnuð,” sagði samgönguráðherra þegar hann snéri þar til gerðum takka og tók við hamingjuóskum frá fulltrúum Spalar. En ráðherra færði einnig farþegum fyrsta bílsins sem ekki þurftu að greiða veggjaldið blómvönd í tilefni dagsins en það reyndust vera ungir menn, samkynhneigt par frá Ítalíu. En strákarnir voru að halda upp á afmæli annars þeirra með Íslandsferðinni. „Velkomnir til Íslands. Ég vona að þið eigið frábæra heimsókn til landsins og hér eru blóm í veganesti,” sagði Sigurður Ingi kampakátur. Luca sem ók bílnum þakkaði fyrir sig en skildi ekki strax hvað var um að vera. „Nei, eiginlega ekki. Mér skilst bara að ég sé fyrstur til einhvers,” sagði Luca og þakkaði fyrir sig. En tilefnið var síðan skýrt út fyrir honum og kærasta hans og voru þeir hinir ánægðustu. Um 36 milljónir bíla hafa staðið undir kostnaði við göngin og ráðherra segir önnur Hvalfjarðargöng á teikniborðinu. „Þetta er náttúrlega miklu, miklu meira en menn gerðu sér grein fyrir þegar þeir fóru af stað upphaflega. Þess vegna hefur gengið vel að greiða þetta niður. Umferðin hefur skilað sér þannig. En á sama hátt voru menn heldur ekki með það í huga að það þyrfti að tvöfalda þau akkúrat á sama tíma kannski eða mjög fljótlega upp úr því,” sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira