Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 14:10 Erla Bolladóttir. Vísir/Baldur Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. Í febrúar á þessu ári úrskurðaði endurupptökunefnd að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Mál Erlu, sem sakfelld var fyrir rangar sakargiftir, var hins vegar metið þannig að ekki þótti ástæða til endurupptöku. Erla sagðist í þættinum stundum eiga erfitt með að átta sig á að það hafi verið hún sjálf sem upplifði atburðarás málsins og henni líði hreinlega eins og hún horfi á málið utan frá þegar það er rifjað upp. Erla var ekki nema tvítug þegar hún var handtekin í tengslum við hvarf Guðmundar Einarssonar. Hún var seinna ákærð fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og dæmd í þriggja ára fangelsi. Aðspurð hvort sú stund hafi nokkurn tíma runnið upp að hún hafi einfaldlega gefið upp vonina um réttlæti, viljað snúa baki í Guðmundar- og Geirfinnsmálið og gleyma því sagði Erla að á tímabili hafi hún ekki haft nokkra von um að nokkuð kæmi út úr baráttu hennar um endurupptöku.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan, en Erla var seinni viðmælandi þáttarins. Sá fyrri var Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarsjórnarráðherra. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. Í febrúar á þessu ári úrskurðaði endurupptökunefnd að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Mál Erlu, sem sakfelld var fyrir rangar sakargiftir, var hins vegar metið þannig að ekki þótti ástæða til endurupptöku. Erla sagðist í þættinum stundum eiga erfitt með að átta sig á að það hafi verið hún sjálf sem upplifði atburðarás málsins og henni líði hreinlega eins og hún horfi á málið utan frá þegar það er rifjað upp. Erla var ekki nema tvítug þegar hún var handtekin í tengslum við hvarf Guðmundar Einarssonar. Hún var seinna ákærð fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og dæmd í þriggja ára fangelsi. Aðspurð hvort sú stund hafi nokkurn tíma runnið upp að hún hafi einfaldlega gefið upp vonina um réttlæti, viljað snúa baki í Guðmundar- og Geirfinnsmálið og gleyma því sagði Erla að á tímabili hafi hún ekki haft nokkra von um að nokkuð kæmi út úr baráttu hennar um endurupptöku.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan, en Erla var seinni viðmælandi þáttarins. Sá fyrri var Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarsjórnarráðherra.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira