Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 14:10 Erla Bolladóttir. Vísir/Baldur Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. Í febrúar á þessu ári úrskurðaði endurupptökunefnd að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Mál Erlu, sem sakfelld var fyrir rangar sakargiftir, var hins vegar metið þannig að ekki þótti ástæða til endurupptöku. Erla sagðist í þættinum stundum eiga erfitt með að átta sig á að það hafi verið hún sjálf sem upplifði atburðarás málsins og henni líði hreinlega eins og hún horfi á málið utan frá þegar það er rifjað upp. Erla var ekki nema tvítug þegar hún var handtekin í tengslum við hvarf Guðmundar Einarssonar. Hún var seinna ákærð fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og dæmd í þriggja ára fangelsi. Aðspurð hvort sú stund hafi nokkurn tíma runnið upp að hún hafi einfaldlega gefið upp vonina um réttlæti, viljað snúa baki í Guðmundar- og Geirfinnsmálið og gleyma því sagði Erla að á tímabili hafi hún ekki haft nokkra von um að nokkuð kæmi út úr baráttu hennar um endurupptöku.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan, en Erla var seinni viðmælandi þáttarins. Sá fyrri var Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarsjórnarráðherra. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Innlent Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. Í febrúar á þessu ári úrskurðaði endurupptökunefnd að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Mál Erlu, sem sakfelld var fyrir rangar sakargiftir, var hins vegar metið þannig að ekki þótti ástæða til endurupptöku. Erla sagðist í þættinum stundum eiga erfitt með að átta sig á að það hafi verið hún sjálf sem upplifði atburðarás málsins og henni líði hreinlega eins og hún horfi á málið utan frá þegar það er rifjað upp. Erla var ekki nema tvítug þegar hún var handtekin í tengslum við hvarf Guðmundar Einarssonar. Hún var seinna ákærð fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og dæmd í þriggja ára fangelsi. Aðspurð hvort sú stund hafi nokkurn tíma runnið upp að hún hafi einfaldlega gefið upp vonina um réttlæti, viljað snúa baki í Guðmundar- og Geirfinnsmálið og gleyma því sagði Erla að á tímabili hafi hún ekki haft nokkra von um að nokkuð kæmi út úr baráttu hennar um endurupptöku.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan, en Erla var seinni viðmælandi þáttarins. Sá fyrri var Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarsjórnarráðherra.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Innlent Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira