Spieth í hættu á banni ef rigningin heldur áfram Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. september 2018 07:30 Spieth með Tiger Woods. vísir/getty Jordan Spieth, sigurvegari Opna breska risamótsins á síðasta ári, gæti orðið sektaður af PGA mótaröðinni komist hann ekki inn á úrslitamót mótaraðarinnar. Spieth er eins og er jafn í 39. sæti á BMW mótinu, sem er næst síðasta mót FedEx úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Philadelphia og var keppni á lokahringnum frestað í gær vegna mikilla rigninga. Hefja á leik að nýju í dag enn ekki er víst að það verði hægt vegna veðurs. Fari svo að það þurfi að aflýsa síðasta hringnum og láta stöðuna eftir 54 holur standa er Spieth í vondum málum. Staða hans í mótinu sér hann falla niður í 31. sæti FedEx stigalistans og þar með kemst hann ekki inn á úrslitamótið sjálft. Þangað komast aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir. Ef Spieth kemst ekki á úrslitamótið mun hann ekki hafa tekið þátt í nógu mörgum mótum á PGA mótaröðinni í sumar. Fyrir tveimur árum voru settar nýjar reglur um að kylfingar þyrftu að taka þátt í 25 mótum yfir árið eða taka þátt í nýju móti sem þeir hafi ekki spilað á síðustu fjögur ár. Spieth tók ekki þátt í neinu nýju móti í ár. Hann hefur byrjað 23 mót, Ryder bikarinn verður hans 24. Ef hann kemst ekki í úrslitamótið verður hann fyrstur allra til þess að brjóta þessa reglu. Refsingin gæti orðið 20 þúsund dollara sekt eða jafnvel bann á næsta tímabili. Keppni á fjórða og síðasta hring BMW mótsins ætti að hefjast upp úr hádegi á íslenskum tíma í dag ef veður leyfir. Golf Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jordan Spieth, sigurvegari Opna breska risamótsins á síðasta ári, gæti orðið sektaður af PGA mótaröðinni komist hann ekki inn á úrslitamót mótaraðarinnar. Spieth er eins og er jafn í 39. sæti á BMW mótinu, sem er næst síðasta mót FedEx úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Philadelphia og var keppni á lokahringnum frestað í gær vegna mikilla rigninga. Hefja á leik að nýju í dag enn ekki er víst að það verði hægt vegna veðurs. Fari svo að það þurfi að aflýsa síðasta hringnum og láta stöðuna eftir 54 holur standa er Spieth í vondum málum. Staða hans í mótinu sér hann falla niður í 31. sæti FedEx stigalistans og þar með kemst hann ekki inn á úrslitamótið sjálft. Þangað komast aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir. Ef Spieth kemst ekki á úrslitamótið mun hann ekki hafa tekið þátt í nógu mörgum mótum á PGA mótaröðinni í sumar. Fyrir tveimur árum voru settar nýjar reglur um að kylfingar þyrftu að taka þátt í 25 mótum yfir árið eða taka þátt í nýju móti sem þeir hafi ekki spilað á síðustu fjögur ár. Spieth tók ekki þátt í neinu nýju móti í ár. Hann hefur byrjað 23 mót, Ryder bikarinn verður hans 24. Ef hann kemst ekki í úrslitamótið verður hann fyrstur allra til þess að brjóta þessa reglu. Refsingin gæti orðið 20 þúsund dollara sekt eða jafnvel bann á næsta tímabili. Keppni á fjórða og síðasta hring BMW mótsins ætti að hefjast upp úr hádegi á íslenskum tíma í dag ef veður leyfir.
Golf Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira