Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2018 07:27 Les Moonves. Vísir/AP Les Moonves hefur látið af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun. Afsögn hans tekur gildi tafarlaust. Ásakanir á hendur Moonves birtust fyrst í blaðinu the New Yorker í júlí og sex bættust við á sunnudag. Moonves neitar öllum slíkum ásökunum og segir þær nýjustu vera ógeðfelldar. Í yfirlýsingu frá CBS segir að fyrirtækið og Moonves muni gefa 20 milljónir dollara, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna til hópa sem styrkja MeToo hreyfinguna. Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Einhver hinna meintu brota munu hafa átt sér stað þegar Moonves var einn af æðstu yfirmönnum Warner Bros. Þrjátíu þáverandi og fyrrverandi starfsmenn CBS sögðu Moonves hafa stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áretni. Þeir sögðu starfsmenn sem hafi orðið uppvísir af slíkri hefðun hafa fengið stöðuhækkanir og þolendum hafi verið greitt fyrir þagmælsku. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Eftir að fyrstu sex konurnar sökuðu Moonves um að hafa brotið á sér réði stjórn CBS lögfræðinga til að rannsaka ásakanirnar. Þeirri rannsókn er ekki lokið og hefur stjórn CBS ákveðið að ekki verði farið út í hvað Moonves verði greitt fyrir að láta af störfum fyrr en rannsókninni lýkur. Búist er við því að hann muni fá margar milljónir dala, samkvæmt Washington Post. Þá verður helmingi stjórnar CBS skipt út og hafa þrjár konur þegar verið ráðnar. MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira
Les Moonves hefur látið af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun. Afsögn hans tekur gildi tafarlaust. Ásakanir á hendur Moonves birtust fyrst í blaðinu the New Yorker í júlí og sex bættust við á sunnudag. Moonves neitar öllum slíkum ásökunum og segir þær nýjustu vera ógeðfelldar. Í yfirlýsingu frá CBS segir að fyrirtækið og Moonves muni gefa 20 milljónir dollara, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna til hópa sem styrkja MeToo hreyfinguna. Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Einhver hinna meintu brota munu hafa átt sér stað þegar Moonves var einn af æðstu yfirmönnum Warner Bros. Þrjátíu þáverandi og fyrrverandi starfsmenn CBS sögðu Moonves hafa stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áretni. Þeir sögðu starfsmenn sem hafi orðið uppvísir af slíkri hefðun hafa fengið stöðuhækkanir og þolendum hafi verið greitt fyrir þagmælsku. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Eftir að fyrstu sex konurnar sökuðu Moonves um að hafa brotið á sér réði stjórn CBS lögfræðinga til að rannsaka ásakanirnar. Þeirri rannsókn er ekki lokið og hefur stjórn CBS ákveðið að ekki verði farið út í hvað Moonves verði greitt fyrir að láta af störfum fyrr en rannsókninni lýkur. Búist er við því að hann muni fá margar milljónir dala, samkvæmt Washington Post. Þá verður helmingi stjórnar CBS skipt út og hafa þrjár konur þegar verið ráðnar.
MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira