Bílaviðgerðir í núverandi mynd leggist af Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. september 2018 19:15 Smurverkstæði, pústþjónusta, bremsuviðgerðir og bílaverkstæði í núverandi mynd verða úr sögunni á næstu árum ef markmið ríkistjórnarinnar um rafbílavæðingu bílaflotans ganga eftir að sögn eiganda vélaverkstæðis. Greinin muni laga sig að þróuninni en ljóst sé að gríðarlegar breytingar verði á öllum störfum. Í aðgerðaráætlun ríkistjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær kemur fram að bannað verður að kaupa nýja bensín eða díselbíla árið 2030. Þá er stefnt að uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Guðmundur Ingi Skúlason eigandi vélaverkstæðisins Kistufells segir að þar séu menn byrjaðir að undirbúa sig fyrir breytta tíma.Guðmundur Ingi Skúlason eigandi vélaverkstæðisins Kistufells segir að þar séu menn byrjaðir að undirbúa sig fyrir breytta tíma vegna rafbílavæðingar bílaflotans.„Þetta kemur til með að breytast, við erum að fara meira í almennari viðgerðir líka af því að það kemur til með að minnka hjá okkur á næstu árum eða áratugum. Ef bensínvélin dettur svo alveg út þá hefur það gríðarmikil áhrif hjá okkur. Og ekki bara hjá okkur heldur hjá flestum þeim sem starfa í greininni. Öll endurvinnsla á vélum hættir þar með og smur- og pústþjónusta. Bremsur rafbíla slitna mun minna en hjá bensín-og díselbílum og því mun slík þjónusta einnig minnka stórum. En þetta er bara eitthvað sem við þurfum að taka inní framtíðarplön okkar “ segir hann. Alexander Svanur Guðmundsson vinnur hjá Kistufelli en hann útskrifaðist úr bifvélavirkjun frá Borgaholtsskóla í fyrra. Hann segir að nokkur hluti námsins hafi farið í fræðslu um rafbíla og er óhræddur við þróunina. „Mér finnst spennandi að upplifa þessi tímamót og er viss um að rafbílavæðing bílaflotans hér á landi sé eina vitið,“ segir hann. Bílar Umhverfismál Tengdar fréttir Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Þrátt fyrir að rafknúnir bílar séu aðeins 1,5% bílaflota Íslendinga segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, að stefnt sé að því að að raf- og metanvæða hann fyrir árið 2030. 1. ágúst 2017 22:50 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 „Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. 10. september 2018 20:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Fiskveiðistjórnun, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Smurverkstæði, pústþjónusta, bremsuviðgerðir og bílaverkstæði í núverandi mynd verða úr sögunni á næstu árum ef markmið ríkistjórnarinnar um rafbílavæðingu bílaflotans ganga eftir að sögn eiganda vélaverkstæðis. Greinin muni laga sig að þróuninni en ljóst sé að gríðarlegar breytingar verði á öllum störfum. Í aðgerðaráætlun ríkistjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær kemur fram að bannað verður að kaupa nýja bensín eða díselbíla árið 2030. Þá er stefnt að uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Guðmundur Ingi Skúlason eigandi vélaverkstæðisins Kistufells segir að þar séu menn byrjaðir að undirbúa sig fyrir breytta tíma.Guðmundur Ingi Skúlason eigandi vélaverkstæðisins Kistufells segir að þar séu menn byrjaðir að undirbúa sig fyrir breytta tíma vegna rafbílavæðingar bílaflotans.„Þetta kemur til með að breytast, við erum að fara meira í almennari viðgerðir líka af því að það kemur til með að minnka hjá okkur á næstu árum eða áratugum. Ef bensínvélin dettur svo alveg út þá hefur það gríðarmikil áhrif hjá okkur. Og ekki bara hjá okkur heldur hjá flestum þeim sem starfa í greininni. Öll endurvinnsla á vélum hættir þar með og smur- og pústþjónusta. Bremsur rafbíla slitna mun minna en hjá bensín-og díselbílum og því mun slík þjónusta einnig minnka stórum. En þetta er bara eitthvað sem við þurfum að taka inní framtíðarplön okkar “ segir hann. Alexander Svanur Guðmundsson vinnur hjá Kistufelli en hann útskrifaðist úr bifvélavirkjun frá Borgaholtsskóla í fyrra. Hann segir að nokkur hluti námsins hafi farið í fræðslu um rafbíla og er óhræddur við þróunina. „Mér finnst spennandi að upplifa þessi tímamót og er viss um að rafbílavæðing bílaflotans hér á landi sé eina vitið,“ segir hann.
Bílar Umhverfismál Tengdar fréttir Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Þrátt fyrir að rafknúnir bílar séu aðeins 1,5% bílaflota Íslendinga segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, að stefnt sé að því að að raf- og metanvæða hann fyrir árið 2030. 1. ágúst 2017 22:50 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 „Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. 10. september 2018 20:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Fiskveiðistjórnun, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Þrátt fyrir að rafknúnir bílar séu aðeins 1,5% bílaflota Íslendinga segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, að stefnt sé að því að að raf- og metanvæða hann fyrir árið 2030. 1. ágúst 2017 22:50
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
„Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. 10. september 2018 20:30