„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2018 07:32 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. Forsetinn segir mennina ekki vera glæpamenn og þess í stað séu þeir almennir borgarar. „Ég vonast til þess að þeir stígi fram og segi sína sögu. Það yrði best fyrir alla. Það er ekkert sérstakt hér, ekkert glæpsamlegt, ég fullyrði það. Við sjáum til í náinni framtíð,“ sagði Pútín í morgun samkvæmt BBC.Lögreglan í Bretlandi segir mennina tvo hafa flogið til London frá Moskvu tveimur dögum fyrir árásina og þeir hafi notast við nöfnin Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Nöfnin eru þó talin vera dulnefni. Degi fyrir árásina tóku þeir lest til Salisbury og náðust myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Þann 4. mars fóru þeir sama ferðalag til Salisbury og náðust aftur myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Lögreglan telur að þá hafi þeir sprautað taugaeitrinu Novichok á útidyr Skripal.Vísir/APSkömmu seinna fóru þeir aftur til London og beint á Heathrow flugvöllinn og þaðan flugu þeir til Moskvu. Þar að auki segir lögreglan að leifar af Novichok hafi fundist á hótelherbergi þeirra.Sjá einnig: Rússar reiðir yfir ásökunum BretaTheresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þingmönnum að yfirvöld Bretlands telji mennina tvo vera útsendara GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, og að ljóst sé að ákvörðun um árásina hafi verið tekin á hæstu stigum stjórnvalda Rússlands. Það er, að ákvörðunin hafi verið tekin af Vladimir Pútín. Rússar hafa ávallt neitað ásökununum og gefið fjölmargar útskýringar fyrir því hvernig taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna, hafi verið beitt gegn fyrrverandi rússneskum njósnara í Bretlandi. Meðal annars hafa þeir sagt Breta hafa sviðsett árásina og sömuleiðis hafa þeir sagt árásina hafa verið gerða en að Bretar hafi sjálfir framkvæmt hana til að draga athygli frá úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Þá hafa þeir í senn sagt að taugaeitrið hafi komið frá Tékklandi, Slóvaíku, Svíþjóð, Bandaríkjunum eða að árásin hafi verið framin af duldum einkaaðila til að stofna til stríðs. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. Forsetinn segir mennina ekki vera glæpamenn og þess í stað séu þeir almennir borgarar. „Ég vonast til þess að þeir stígi fram og segi sína sögu. Það yrði best fyrir alla. Það er ekkert sérstakt hér, ekkert glæpsamlegt, ég fullyrði það. Við sjáum til í náinni framtíð,“ sagði Pútín í morgun samkvæmt BBC.Lögreglan í Bretlandi segir mennina tvo hafa flogið til London frá Moskvu tveimur dögum fyrir árásina og þeir hafi notast við nöfnin Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Nöfnin eru þó talin vera dulnefni. Degi fyrir árásina tóku þeir lest til Salisbury og náðust myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Þann 4. mars fóru þeir sama ferðalag til Salisbury og náðust aftur myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Lögreglan telur að þá hafi þeir sprautað taugaeitrinu Novichok á útidyr Skripal.Vísir/APSkömmu seinna fóru þeir aftur til London og beint á Heathrow flugvöllinn og þaðan flugu þeir til Moskvu. Þar að auki segir lögreglan að leifar af Novichok hafi fundist á hótelherbergi þeirra.Sjá einnig: Rússar reiðir yfir ásökunum BretaTheresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þingmönnum að yfirvöld Bretlands telji mennina tvo vera útsendara GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, og að ljóst sé að ákvörðun um árásina hafi verið tekin á hæstu stigum stjórnvalda Rússlands. Það er, að ákvörðunin hafi verið tekin af Vladimir Pútín. Rússar hafa ávallt neitað ásökununum og gefið fjölmargar útskýringar fyrir því hvernig taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna, hafi verið beitt gegn fyrrverandi rússneskum njósnara í Bretlandi. Meðal annars hafa þeir sagt Breta hafa sviðsett árásina og sömuleiðis hafa þeir sagt árásina hafa verið gerða en að Bretar hafi sjálfir framkvæmt hana til að draga athygli frá úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Þá hafa þeir í senn sagt að taugaeitrið hafi komið frá Tékklandi, Slóvaíku, Svíþjóð, Bandaríkjunum eða að árásin hafi verið framin af duldum einkaaðila til að stofna til stríðs.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24
Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17