María skoraði fyrir Chelsea í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 15:50 María Þórisdóttir. Vísir/Getty María Þórisdóttir var meðal markaskorara Chelsea í dag þegar liðið lagði grunninn að sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Chelsea vann þá 5-0 sigur á bosníska félaginu SFK 2000 í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum keppninnar en leikurin fór fram á Asim Ferhatovic Hase leikvanginum í Sarajevo. María skoraði þriðja marki Chelsea á 36. mínútu með viðstöðulausu skoti á fjærstönginni eftir flotta sendingu frá Erin Cuthbert.High-'s all-round here! What a first half performance this has been! 0-3 [41'] #CFCWpic.twitter.com/OfPPgt2bgZ — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018Þetta er fyrsta mark Maríu í Meistaradeildinni en hún er á sínu öðru tímabili með Lundúnaliðinu. Fyrstu tvö mörk Chelsea-liðsins skoruðu þær Drew Spence og Millie Bright. Chelsea er í frábærum málum fyrir seinni leikinn í London því hin kóreska Ji So-yun og hin finnska Adelina Engman bættu síðan við mörkum á lokamínútum leiksins. Chelsea fékk frábært færi til að bæta við marki á 81. mínútu en Fran Kirby lét þá verja frá sér vítaspyrnu. María spilaði í stöðu vinstri bakvarðar samkvæmt opinberu uppstillingunni á vef UEFA.It's 3-0 to the Blues#CFCWpic.twitter.com/MMu8qLTZeL — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018María er 25 ára gömul norsk landsliðskona en hún er hálfíslensk þar sem faðir hennar er handboltaþjálfarinn og Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson. María valdi það að spila fyrir norska landsliðið frekar en það íslenska og hefur spilað 30 landsleiki fyrir norska A-landsliðið. Hún opnaði markareikninginn sinn fyrir norska landsliðið á móti Skotlandi í janúar síðastliðnum.Here we go!#CFCWpic.twitter.com/2RctxN8NCU — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
María Þórisdóttir var meðal markaskorara Chelsea í dag þegar liðið lagði grunninn að sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Chelsea vann þá 5-0 sigur á bosníska félaginu SFK 2000 í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum keppninnar en leikurin fór fram á Asim Ferhatovic Hase leikvanginum í Sarajevo. María skoraði þriðja marki Chelsea á 36. mínútu með viðstöðulausu skoti á fjærstönginni eftir flotta sendingu frá Erin Cuthbert.High-'s all-round here! What a first half performance this has been! 0-3 [41'] #CFCWpic.twitter.com/OfPPgt2bgZ — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018Þetta er fyrsta mark Maríu í Meistaradeildinni en hún er á sínu öðru tímabili með Lundúnaliðinu. Fyrstu tvö mörk Chelsea-liðsins skoruðu þær Drew Spence og Millie Bright. Chelsea er í frábærum málum fyrir seinni leikinn í London því hin kóreska Ji So-yun og hin finnska Adelina Engman bættu síðan við mörkum á lokamínútum leiksins. Chelsea fékk frábært færi til að bæta við marki á 81. mínútu en Fran Kirby lét þá verja frá sér vítaspyrnu. María spilaði í stöðu vinstri bakvarðar samkvæmt opinberu uppstillingunni á vef UEFA.It's 3-0 to the Blues#CFCWpic.twitter.com/MMu8qLTZeL — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018María er 25 ára gömul norsk landsliðskona en hún er hálfíslensk þar sem faðir hennar er handboltaþjálfarinn og Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson. María valdi það að spila fyrir norska landsliðið frekar en það íslenska og hefur spilað 30 landsleiki fyrir norska A-landsliðið. Hún opnaði markareikninginn sinn fyrir norska landsliðið á móti Skotlandi í janúar síðastliðnum.Here we go!#CFCWpic.twitter.com/2RctxN8NCU — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira