Donni: Þetta er náttúrulega geggjað lið Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 12. september 2018 20:01 Donni fagnar marki. vísir/ernir Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var afar stoltur af sínu liði í leikslok er Þór/KA tapaði 1-0 fyrir stórliði Wolfsburg í fyrri leik liðanna i 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Við héldum skipulagi í 90 mínútur á móti besta liði heims, fengum bara á okkur eitt mark og gáfum okkur góðan séns fyrir útileikinn, sem er bara frábært,“ sagði Donni og bætti því við að hans konur hefðu hæglega getað sett þrjú mörk í leiknum. „Við vorum að spila við alveg hrikalega sterkt lið, það sást hvað þær voru góðar en mér fannst mitt lið líka mjög gott í að loka svæðum og henda sér fyrir það sem þurfti að henda sér fyrir.“ Leikmenn Þór/KA héldu boltanum ekki vel í leiknum og sagði Donni það vissulega rétt að hans stúlkur hefðu getað gert betur í því að halda boltanum. Þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddu þær þýsku með einu marki og hálfleiksræða Donna var ekki flókin. „Bara halda áfram. Við vorum ekkert ósáttar við það þó það væri eitt núll. Við ætluðum alltaf að skora eitt mark og þá hefði verið 1 – 1 sem hefði verið vænleg staða fyrir okkur,“ sagði Donni og bætti við: „Það var pínu svekkjandi hvernig markið kom. Ég hefði frekar viljað fá hann hérna sláinn inn í staðinn fyrir að fá mark eftir fast leikatriði þar sem þær hirða seinni boltann.“ „Þetta er náttúrulega geggjað lið,“ sagði Donni og bætir því við að: „Eins marks tap gegn Wolfsburg, fyrir íslenskt lið er stórkostlegur sigur í rauninni og við gefum okkur möguleika, vitum að þeir eru ekki miklir, fyrir útileikinn sem er stórkostlegt, að geta farið til Þýskalands og eiga bara möguleika með eitt fast leikatriði sem dettur okkur í hag.“ Um leið og Donni ítrekaði hversu stoltur hann væri af sínum stelpum hrósaði hann áhorfendum á Þórsvelli sem töldu 1529 manns. „Ég er mjög ánægður með fólkið sem mætti hér í dag. Þvílíkur stuðningur sem skilaði mjög miklu til okkar allra sem stöndum að þessu,“ sagði Donni og þakkaði að lokum öllum þeim sem mættu og studdu stelpurnar í þessum gríðarlega mikilvæga leik. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var afar stoltur af sínu liði í leikslok er Þór/KA tapaði 1-0 fyrir stórliði Wolfsburg í fyrri leik liðanna i 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Við héldum skipulagi í 90 mínútur á móti besta liði heims, fengum bara á okkur eitt mark og gáfum okkur góðan séns fyrir útileikinn, sem er bara frábært,“ sagði Donni og bætti því við að hans konur hefðu hæglega getað sett þrjú mörk í leiknum. „Við vorum að spila við alveg hrikalega sterkt lið, það sást hvað þær voru góðar en mér fannst mitt lið líka mjög gott í að loka svæðum og henda sér fyrir það sem þurfti að henda sér fyrir.“ Leikmenn Þór/KA héldu boltanum ekki vel í leiknum og sagði Donni það vissulega rétt að hans stúlkur hefðu getað gert betur í því að halda boltanum. Þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddu þær þýsku með einu marki og hálfleiksræða Donna var ekki flókin. „Bara halda áfram. Við vorum ekkert ósáttar við það þó það væri eitt núll. Við ætluðum alltaf að skora eitt mark og þá hefði verið 1 – 1 sem hefði verið vænleg staða fyrir okkur,“ sagði Donni og bætti við: „Það var pínu svekkjandi hvernig markið kom. Ég hefði frekar viljað fá hann hérna sláinn inn í staðinn fyrir að fá mark eftir fast leikatriði þar sem þær hirða seinni boltann.“ „Þetta er náttúrulega geggjað lið,“ sagði Donni og bætir því við að: „Eins marks tap gegn Wolfsburg, fyrir íslenskt lið er stórkostlegur sigur í rauninni og við gefum okkur möguleika, vitum að þeir eru ekki miklir, fyrir útileikinn sem er stórkostlegt, að geta farið til Þýskalands og eiga bara möguleika með eitt fast leikatriði sem dettur okkur í hag.“ Um leið og Donni ítrekaði hversu stoltur hann væri af sínum stelpum hrósaði hann áhorfendum á Þórsvelli sem töldu 1529 manns. „Ég er mjög ánægður með fólkið sem mætti hér í dag. Þvílíkur stuðningur sem skilaði mjög miklu til okkar allra sem stöndum að þessu,“ sagði Donni og þakkaði að lokum öllum þeim sem mættu og studdu stelpurnar í þessum gríðarlega mikilvæga leik.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn