Fordæmalausar aðgerðir gegn Ungverjum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. september 2018 06:00 Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Vísir/EPA Evrópuþingið samþykkti í gær, með 448 atkvæðum gegn 197, að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktors Orbán forsætisráðherra gegn grunngildum Evrópusambandsins. Orbán-stjórnin var sögð hafa ráðist gegn fjölmiðlum, minnihlutahópum og lögum og reglu en þessum ásökunum hafnaði Orbán. Tvo þriðju hluta greiddra atkvæða þurfti til að virkja sjöundu grein Evrópusáttmálans, sem felur í sér að svipta aðildarríki ákveðnum réttindum. Það tókst og munu þjóðarleiðtogar nú þurfa að fara yfir málið. Þá kemur í ljós hvort eða hvaða refsiaðgerðum verður beitt en þetta er í fyrsta skipti sem Evrópuþingið samþykkir aðgerðir sem þessar gegn aðildarríki. Ákvörðun gærdagsins var tekin eftir harða gagnrýni undanfarinna missera á stefnu Orbáns í innflytjendamálum. Ríkisstjórn hans hefur fylgt harðlínustefnu í málaflokknum, einkum gagnvart flóttamönnum. Meðal annars hefur verið gripið til þess að gera „aðstoð við ólöglega innflytjendur“ refsiverða. Þá hefur Orbán-stjórnin einnig bolað í burtu óháðum félagasamtökum sem leggja áherslu á að hjálpa flóttamönnum. Orbán hélt sjálfur ræðu fyrir Evrópuþinginu á þriðjudaginn. „Skýrslan sem þið hafið fyrir framan ykkur er móðgun við Ungverjaland og við heiður ungversku þjóðarinnar,“ sagði Orbán þá og bætti því við að aðförin gegn Ungverjum væri ósanngjörn. Ríkið hefði fullan rétt til þess að byggja stefnu sína á „kristilegum fjölskyldugildum“. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Evrópuþingið samþykkti í gær, með 448 atkvæðum gegn 197, að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktors Orbán forsætisráðherra gegn grunngildum Evrópusambandsins. Orbán-stjórnin var sögð hafa ráðist gegn fjölmiðlum, minnihlutahópum og lögum og reglu en þessum ásökunum hafnaði Orbán. Tvo þriðju hluta greiddra atkvæða þurfti til að virkja sjöundu grein Evrópusáttmálans, sem felur í sér að svipta aðildarríki ákveðnum réttindum. Það tókst og munu þjóðarleiðtogar nú þurfa að fara yfir málið. Þá kemur í ljós hvort eða hvaða refsiaðgerðum verður beitt en þetta er í fyrsta skipti sem Evrópuþingið samþykkir aðgerðir sem þessar gegn aðildarríki. Ákvörðun gærdagsins var tekin eftir harða gagnrýni undanfarinna missera á stefnu Orbáns í innflytjendamálum. Ríkisstjórn hans hefur fylgt harðlínustefnu í málaflokknum, einkum gagnvart flóttamönnum. Meðal annars hefur verið gripið til þess að gera „aðstoð við ólöglega innflytjendur“ refsiverða. Þá hefur Orbán-stjórnin einnig bolað í burtu óháðum félagasamtökum sem leggja áherslu á að hjálpa flóttamönnum. Orbán hélt sjálfur ræðu fyrir Evrópuþinginu á þriðjudaginn. „Skýrslan sem þið hafið fyrir framan ykkur er móðgun við Ungverjaland og við heiður ungversku þjóðarinnar,“ sagði Orbán þá og bætti því við að aðförin gegn Ungverjum væri ósanngjörn. Ríkið hefði fullan rétt til þess að byggja stefnu sína á „kristilegum fjölskyldugildum“.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira