Aðalframleiðandi 60 mínútna rekinn vegna harðorðra smáskilaboða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 23:30 Jeff Fager, fyrir miðju, ásamt fréttamönnum 60 mínútna. Vísir/Getty Jeff Fager, sem verið hefur aðalframleiðandi fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes á CBC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum var rekinn í dag. Rannsókn vegna óviðeigandi og kynferðislegrar hegðunar hans í garð kvenna sem starfa hjá CBS var til rannsóknar en sjálfur segir Fager að brottreksturinn sé rannsókninni ótengdur. Undir það tekur David Rhodes, forseti CBS News og yfirmaður Fager, en í tölvupósti sem sendur var til samstarfsmanna hans í dag segir að brottreksturinn tengist ásökunum á hendur Fager ekki, í það minnsta á beinan hátt. Í grein blaðamannsins Ronan Farrow sem birtist í New Yorker í síðasta mánuði segir að minnst sex konur hafi greint Farrow frá því að Fager hafi gerst sekur um að snerta konur í starfsmannaveislum á þann hátt að þeim þætti það óþægilegt. Þá var Fager einnig sakaður um það að vernda samstarfsmenn sína sem sakaðir voru um óviðeigandi hegðun af öðrum samstarfsfólki.Leslie Moonves lét nýverið af störfum sem forseti CBS eftir fjölmargar ásakanir í garð hans.Vísir/GettySkrifaði harðorð skilaboð til fréttamanns sem vann að frétt um starfslok forstjóra CBS CBS réð tvær lögfræðistofur til þess að rannsaka ásakanirnar á hendur Fager og er sú rannsókn enn í gangi. Mikið hefur gengið á hjá CBS að undanförnu en örfáir dagar eru síðan Leslie Moonwes, forseti fyrirtækisins, hætti störfum eftir hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum.Fager, sem er aðeins annar maðurinn til þess að gegna stöðu aðalframleiðanda í hálfrar aldar sögu hins virta fréttaskýringarþáttar, segir í yfirlýsingu að brottrekstur hans megi rekja til þess að hann hafi sent fréttamanni CBS sem starfaði undir honum harðorð smáskilaboð þar sem hann krafði fréttamanninn um að sýna sanngirni í störfum sínum.„Orðin sem ég notaði voru hvöss og þrátt fyrir að blaðamenn sé undir ströngum skilyrðum að sýna sanngirni líkaði CBS ekki við orð mín,“ skrifaði Fager. „Ein slík skilaboð verðskulda ekki brottrekstur eftir 36 ára starf, en svo virðist vera.“Samkvæmt heimildum New York Timesvar blaðamaðurinn sem hann sendi skilaboðin harðorðu í teymi CBS News sem vann að fréttaskrifum um ásakanirnar gegn Moonves. Segir í frétt New York Times að með því hafi Fager farið yfir strikið og því hafi hann verið rekinn. Fjölmiðlar MeToo Tengdar fréttir Leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjóra CBS Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári. 1. ágúst 2018 11:52 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Jeff Fager, sem verið hefur aðalframleiðandi fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes á CBC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum var rekinn í dag. Rannsókn vegna óviðeigandi og kynferðislegrar hegðunar hans í garð kvenna sem starfa hjá CBS var til rannsóknar en sjálfur segir Fager að brottreksturinn sé rannsókninni ótengdur. Undir það tekur David Rhodes, forseti CBS News og yfirmaður Fager, en í tölvupósti sem sendur var til samstarfsmanna hans í dag segir að brottreksturinn tengist ásökunum á hendur Fager ekki, í það minnsta á beinan hátt. Í grein blaðamannsins Ronan Farrow sem birtist í New Yorker í síðasta mánuði segir að minnst sex konur hafi greint Farrow frá því að Fager hafi gerst sekur um að snerta konur í starfsmannaveislum á þann hátt að þeim þætti það óþægilegt. Þá var Fager einnig sakaður um það að vernda samstarfsmenn sína sem sakaðir voru um óviðeigandi hegðun af öðrum samstarfsfólki.Leslie Moonves lét nýverið af störfum sem forseti CBS eftir fjölmargar ásakanir í garð hans.Vísir/GettySkrifaði harðorð skilaboð til fréttamanns sem vann að frétt um starfslok forstjóra CBS CBS réð tvær lögfræðistofur til þess að rannsaka ásakanirnar á hendur Fager og er sú rannsókn enn í gangi. Mikið hefur gengið á hjá CBS að undanförnu en örfáir dagar eru síðan Leslie Moonwes, forseti fyrirtækisins, hætti störfum eftir hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum.Fager, sem er aðeins annar maðurinn til þess að gegna stöðu aðalframleiðanda í hálfrar aldar sögu hins virta fréttaskýringarþáttar, segir í yfirlýsingu að brottrekstur hans megi rekja til þess að hann hafi sent fréttamanni CBS sem starfaði undir honum harðorð smáskilaboð þar sem hann krafði fréttamanninn um að sýna sanngirni í störfum sínum.„Orðin sem ég notaði voru hvöss og þrátt fyrir að blaðamenn sé undir ströngum skilyrðum að sýna sanngirni líkaði CBS ekki við orð mín,“ skrifaði Fager. „Ein slík skilaboð verðskulda ekki brottrekstur eftir 36 ára starf, en svo virðist vera.“Samkvæmt heimildum New York Timesvar blaðamaðurinn sem hann sendi skilaboðin harðorðu í teymi CBS News sem vann að fréttaskrifum um ásakanirnar gegn Moonves. Segir í frétt New York Times að með því hafi Fager farið yfir strikið og því hafi hann verið rekinn.
Fjölmiðlar MeToo Tengdar fréttir Leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjóra CBS Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári. 1. ágúst 2018 11:52 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjóra CBS Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári. 1. ágúst 2018 11:52
Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27