Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, birti myndir og myndband af því þegar vagninn var hífður nokkra metra yfir Pósthússtrætið á samfélagsmiðlum í morgun. Hann hefur undanfarið staðið vestanmegin við gatnamót Tryggvagötu og Pósthússtrætis en færist nú aftur á gamalkunnar slóðir, hinum megin við götuna.
Þegar vagninn var færður í september árið 2015 sagði Guðrún Kristmundsdóttir, forstjóri Bæjarsins bestu, að aldrei hefði komið til greina að hann þyrfti að víkja alfarið vegna framkvæmdanna enda gerðu borgaryfirvöld sér grein fyrir hversu vinsæll hann væri, bæði hjá borgarbúum og ferðamönnum.
Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, September 13, 2018