Ólafía Þórunn: Búið að vera stöngin út á tímabilinu Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2018 20:00 Það eru stórar vikur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem berst fyrir lífi sínu á LPGA-mótaröðinni næstu vikurnar. Ólafía segist þó ekki vera óánægð með spilamennsku sína á þessu tímabili og segir hún að mörgu leyti betri spilamennska en í fyrra. „Ég er ekki óánægð og mér finnst ég vera betri en í fyrra en það er bara ekki búið að sjást á skorinu mínu,” sagði Ólafía í samtali við Arnar Björnsson. „Þetta er búið að vera stöngin út. Ég missti helling af niðurskurðum með einu höggi og þegar það gerist þá færðu engin stig. Þú ert kannski að spila vel en nærð ekki að sýna það,” en hvað er hún ánægðust með? „Mér finnst ég vera búin að slá ótrúlega vel. Ég er búin að vera ótrúlega sterk. Það er búið að blása mikið á móti en ég er búin að ná að höndla það alveg ágætlega.” „Það verður auðvitað erfitt stundum en mér finnst ég hafa náð að höndla það ágætlega,” en hversu erfitt er að sjá eftir hverjum niðurskurðinum á fætur öðru með einu höggi? „Það er ótrúlega erfitt, sérstaklega þegar það hefur gerst fjórum sinnum í röð. Þá verður þetta dálítið andlegt. Þú þarft að breyta hugsuninni og hugsa hvað þú vilt, ekki hræðast það sem þú vilt ekki.” Alla fréttina má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Golf Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það eru stórar vikur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem berst fyrir lífi sínu á LPGA-mótaröðinni næstu vikurnar. Ólafía segist þó ekki vera óánægð með spilamennsku sína á þessu tímabili og segir hún að mörgu leyti betri spilamennska en í fyrra. „Ég er ekki óánægð og mér finnst ég vera betri en í fyrra en það er bara ekki búið að sjást á skorinu mínu,” sagði Ólafía í samtali við Arnar Björnsson. „Þetta er búið að vera stöngin út. Ég missti helling af niðurskurðum með einu höggi og þegar það gerist þá færðu engin stig. Þú ert kannski að spila vel en nærð ekki að sýna það,” en hvað er hún ánægðust með? „Mér finnst ég vera búin að slá ótrúlega vel. Ég er búin að vera ótrúlega sterk. Það er búið að blása mikið á móti en ég er búin að ná að höndla það alveg ágætlega.” „Það verður auðvitað erfitt stundum en mér finnst ég hafa náð að höndla það ágætlega,” en hversu erfitt er að sjá eftir hverjum niðurskurðinum á fætur öðru með einu höggi? „Það er ótrúlega erfitt, sérstaklega þegar það hefur gerst fjórum sinnum í röð. Þá verður þetta dálítið andlegt. Þú þarft að breyta hugsuninni og hugsa hvað þú vilt, ekki hræðast það sem þú vilt ekki.” Alla fréttina má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Golf Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira