Óánægja með ýtni Edge Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2018 08:00 Surface-tölva frá Microsoft, líklega með innbyggðan Edge-vafra. Mynd/Microsoft Allt frá útgáfu Windows 10 hefur bandaríski tæknirisinn Microsoft hvatt neytendur til þess að prófa nýja vafrann sinn, Microsoft Edge. Vafrinn var gefinn út eftir að fyrri vafri fyrirtækisins, Internet Explorer, missti nærri alla markaðshlutdeild. Fyrst að hluta til Mozilla Firefox og svo að nær öllu leyti til Google Chrome, ráðandi vafra á markaði í dag. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjám og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Tækniáhugamönnum hefur þótt þessi mikla hvatning eiga meira skylt við þrýsting eða einfaldlega ýtni. Tæknisíðan Thurrott greindi svo frá því í gær að nú sé Microsoft einfaldlega farið að vara við notkun annarra vafra. Þegar blaðamaður Thurrott reyndi að hlaða niður Google Chrome spratt gluggi upp sem í stóð: „Þú ert nú þegar með Microsoft Edge, hraðari og öruggari vafra fyrir Windows 10.“ Blaðamanninum var þá boðið upp á annaðhvort að opna Edge eða að hlaða niður Chrome sem og upp á að „sleppa frekari viðvörunum í framtíðinni“. „Chrome er ekki vírus. Það er engin gild ástæða fyrir því að Microsoft VARI mig við því að hlaða Chrome niður. Og þessi notkun orðanna „að vara við“ kemur frá Microsoft en ekki mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Allt frá útgáfu Windows 10 hefur bandaríski tæknirisinn Microsoft hvatt neytendur til þess að prófa nýja vafrann sinn, Microsoft Edge. Vafrinn var gefinn út eftir að fyrri vafri fyrirtækisins, Internet Explorer, missti nærri alla markaðshlutdeild. Fyrst að hluta til Mozilla Firefox og svo að nær öllu leyti til Google Chrome, ráðandi vafra á markaði í dag. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjám og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Tækniáhugamönnum hefur þótt þessi mikla hvatning eiga meira skylt við þrýsting eða einfaldlega ýtni. Tæknisíðan Thurrott greindi svo frá því í gær að nú sé Microsoft einfaldlega farið að vara við notkun annarra vafra. Þegar blaðamaður Thurrott reyndi að hlaða niður Google Chrome spratt gluggi upp sem í stóð: „Þú ert nú þegar með Microsoft Edge, hraðari og öruggari vafra fyrir Windows 10.“ Blaðamanninum var þá boðið upp á annaðhvort að opna Edge eða að hlaða niður Chrome sem og upp á að „sleppa frekari viðvörunum í framtíðinni“. „Chrome er ekki vírus. Það er engin gild ástæða fyrir því að Microsoft VARI mig við því að hlaða Chrome niður. Og þessi notkun orðanna „að vara við“ kemur frá Microsoft en ekki mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira