Eldislax líkast til í Eyjafjarðará Sveinn Arnarsson skrifar 14. september 2018 06:00 Eins og sjá má á myndunum ber laxinn ytri merki þess að vera ekki villtur. Lax, sem veiddist í Eyjafjarðará að kveldi 4. september síðastliðins, er mjög líklega ættaður úr eldiskví að sögn fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Útlitsgallar á fiskinum sem og samgróningar í kviðarholi hans benda eindregið til þess að um eldisfisk úr sjókví sé að ræða. Þann 4. september var Gísli Sigurður Gíslason að veiðum í Eyjafjarðará og setti í rúmlega áttatíu sentimetra lax um kvöldmatarleytið.Uggarnir eru vansakapaðir og sárir.„Hann þumbaðist við í smá stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn ruslapoka fullan af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Ég hef reynslu af því að veiða villtan lax í þessari stærð og þetta var ekki í nokkurri líkingu við það,“ segir Gísli Sigurður. „Hann barðist ekkert og þetta setti leiðan svip á veiðitúrinn.“ Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, segir ýmislegt benda sterklega til þess að um eldisfisk sé að ræða. „Við fyrstu sýn lítur fiskurinn út fyrir að vera eldisfiskur og ýmis utanáliggjandi ummerki um að hann sé ættaður úr sjókvíaeldi. Það er hægt að sjá bæði á áverkum sem og á uggum og öðrum þáttum sem eru frábrugðnir villtum laxi við strendur landsins,“ segir Guðni. Að sögn Guðna eru einnig ummerki um samgróninga í kviðarholi fisksins. „Þessir samgróningar finnast ekki í villtum laxi. Ástæður þessa er að þegar seiði eru bólusett eru þau sprautuð með bóluefninu sem er sett saman við formalín. Bólusetningin veldur þessum samgróningi,“ segir Guðni. Er þetta annar fiskurinn sem veiðist í Eyjafjarðará sem talinn er vera ættaður úr sjókvíaeldi. Hinn fiskurinn veiddist snemma í vor og er einnig í rannsókn hjá Hafrannsóknastofnun. Von er á niðurstöðum úr erfðagreiningu á næstu dögum og verður þá hægt að sjá með eins nákvæmum hætti og unnt er hvort fiskurinn er úr eldi. Guðni segir að gen foreldrafiska í sjókvíaeldi hér við land séu geymd og því sé mögulegt að komast að því úr hvaða fiskeldi þetta dýr sé. Hins vegar hafi sýnin aldrei verið greind sökum kostnaðar við það. Sé vilji til þess að vita nákvæmlega hvaðan eldisfiskur komi þá er möguleiki til þess. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Lax, sem veiddist í Eyjafjarðará að kveldi 4. september síðastliðins, er mjög líklega ættaður úr eldiskví að sögn fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Útlitsgallar á fiskinum sem og samgróningar í kviðarholi hans benda eindregið til þess að um eldisfisk úr sjókví sé að ræða. Þann 4. september var Gísli Sigurður Gíslason að veiðum í Eyjafjarðará og setti í rúmlega áttatíu sentimetra lax um kvöldmatarleytið.Uggarnir eru vansakapaðir og sárir.„Hann þumbaðist við í smá stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn ruslapoka fullan af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Ég hef reynslu af því að veiða villtan lax í þessari stærð og þetta var ekki í nokkurri líkingu við það,“ segir Gísli Sigurður. „Hann barðist ekkert og þetta setti leiðan svip á veiðitúrinn.“ Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, segir ýmislegt benda sterklega til þess að um eldisfisk sé að ræða. „Við fyrstu sýn lítur fiskurinn út fyrir að vera eldisfiskur og ýmis utanáliggjandi ummerki um að hann sé ættaður úr sjókvíaeldi. Það er hægt að sjá bæði á áverkum sem og á uggum og öðrum þáttum sem eru frábrugðnir villtum laxi við strendur landsins,“ segir Guðni. Að sögn Guðna eru einnig ummerki um samgróninga í kviðarholi fisksins. „Þessir samgróningar finnast ekki í villtum laxi. Ástæður þessa er að þegar seiði eru bólusett eru þau sprautuð með bóluefninu sem er sett saman við formalín. Bólusetningin veldur þessum samgróningi,“ segir Guðni. Er þetta annar fiskurinn sem veiðist í Eyjafjarðará sem talinn er vera ættaður úr sjókvíaeldi. Hinn fiskurinn veiddist snemma í vor og er einnig í rannsókn hjá Hafrannsóknastofnun. Von er á niðurstöðum úr erfðagreiningu á næstu dögum og verður þá hægt að sjá með eins nákvæmum hætti og unnt er hvort fiskurinn er úr eldi. Guðni segir að gen foreldrafiska í sjókvíaeldi hér við land séu geymd og því sé mögulegt að komast að því úr hvaða fiskeldi þetta dýr sé. Hins vegar hafi sýnin aldrei verið greind sökum kostnaðar við það. Sé vilji til þess að vita nákvæmlega hvaðan eldisfiskur komi þá er möguleiki til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira