Orban sakar ESB um að ætla að senda málaliða til Ungverjalands Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2018 07:04 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, Vísir/AP Ríkisstjórn Ungverjalands mun taka ákvörðun á mánudaginn um lagaleg skref sem ríkið mun taka varðandi Evrópusambandið. Evrópuþingið samþykkti í vikunni að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktor Orban gegn grunngildum sambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið. Orban sagði í útvarpsviðtali í morgun að hann búist við mikilli umræðu um málið. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið innan ESB hvaða refsiaðgerðum verður beitt gegn Ungverjalandi. Þeir gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins en það þykir ólíklegt. Tveir þriðju þingamanna Evrópuþingsins þurftu að samþykkja tillöguna og kusu 448 með henni og 197 gegn. Þjóðarleitogar ESB munu ákveða hvaða aðgerða gripið verður til. Orban sagði einni í áðurnefndu viðtalið að stutt væri í kosningar á Evrópuþingið og að dagar núverandi þings væru taldir. Þá gagnrýndi hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir að hafa hvatt ríki Evrópu í gær til að tryggja Frontex, landamæraeftirliti Evrópu, völd til að stöðva ólöglega innflytjendur, samkvæmt áætlun framkvæmdaráðs ESB. „Þannig að áætlunin er að ef Ungverjaland getur ekki verið þvingað til að hleypa innflytjendum inn, þá verður að svipta landið réttinum til að vernda landamæri sín,“ sagði Orban. Hann sakaði sömuleiðis ESB um að ætla að senda málaliða inn í Ungverjaland svo þeir gætu tryggt að innflytjendum yrði hleypt þar inn, án þess þó að færa nokkur rök fyrir máli sínu. Orban hefur grafið verulega undan lýðræði í Ungverjalandi á undanförnum árum og hefur hann jafnvel verið sakaður um einræðistilburði. Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fleiri fréttir Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Sjá meira
Ríkisstjórn Ungverjalands mun taka ákvörðun á mánudaginn um lagaleg skref sem ríkið mun taka varðandi Evrópusambandið. Evrópuþingið samþykkti í vikunni að beita Ungverja fordæmalausum refsiaðgerðum vegna meintra brota ríkisstjórnar Viktor Orban gegn grunngildum sambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið. Orban sagði í útvarpsviðtali í morgun að hann búist við mikilli umræðu um málið. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið innan ESB hvaða refsiaðgerðum verður beitt gegn Ungverjalandi. Þeir gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins en það þykir ólíklegt. Tveir þriðju þingamanna Evrópuþingsins þurftu að samþykkja tillöguna og kusu 448 með henni og 197 gegn. Þjóðarleitogar ESB munu ákveða hvaða aðgerða gripið verður til. Orban sagði einni í áðurnefndu viðtalið að stutt væri í kosningar á Evrópuþingið og að dagar núverandi þings væru taldir. Þá gagnrýndi hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir að hafa hvatt ríki Evrópu í gær til að tryggja Frontex, landamæraeftirliti Evrópu, völd til að stöðva ólöglega innflytjendur, samkvæmt áætlun framkvæmdaráðs ESB. „Þannig að áætlunin er að ef Ungverjaland getur ekki verið þvingað til að hleypa innflytjendum inn, þá verður að svipta landið réttinum til að vernda landamæri sín,“ sagði Orban. Hann sakaði sömuleiðis ESB um að ætla að senda málaliða inn í Ungverjaland svo þeir gætu tryggt að innflytjendum yrði hleypt þar inn, án þess þó að færa nokkur rök fyrir máli sínu. Orban hefur grafið verulega undan lýðræði í Ungverjalandi á undanförnum árum og hefur hann jafnvel verið sakaður um einræðistilburði.
Evrópusambandið Ungverjaland Mest lesið Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fleiri fréttir Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Sjá meira