Viðskipti innlent

Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rio Tinto rekur álverið í Straumsvík.
Rio Tinto rekur álverið í Straumsvík. VÍSIR/VILHELM
Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík.

Álfyrirtækið gerði í febrúar síðastliðnum bindandi kauptilboð í álverið ISAL í Straumsvík af Rio Tinto. Kauptilboðið innhélt einnig eignarhluti Rio Tinto í hollenska skautaframleiðandanum Aluchemi og sænska fyrirtækinu Aluflour sem framleiðir álflúoríð.

Tilboð Norsk Hydro kom í kjölfar ákvörðunar Rio Tinto að endurskoða eignarhald sitt á ISAL og hljóðaði það upp á 345 milljónir dala, 35 milljarða króna á gengi þess tíma.

Búist var við því að ferlinu myndi ljúka á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Í frétt á vef Norsk Hydro segir hins vegar að nú hafi verið hætt við kaupin. Uppfylla hafi þurft fjölda skilyrða, til að mynda frá samkeppnisyfirvöldum og íslenskum stjórnvöldum, og það hafi tekið lengri tíma en áætlað var að hljóta náð fyrir augum evrópska samkeppniseftirlitsins. „Eftir að hafa kannað aðrar tímalínur, útkomur og úrvinnslu fór Hydro fram á að það að hætt yrði við viðskiptin,“ segir í fréttinni. Báðir aðilar hafa gengið að riftuninni.

Hydro mun áfram fara með 46,7 prósenta eignarhlut í Aluchemie.


Tengdar fréttir

Afkoma álversins í Straumsvík batnar

Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 43 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×