Kennari úr Verzló opnaði snúðavagn með syni sínum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2018 11:00 Danival Örn Egilsson opnaði snúðavagn með Agli Helga Lárussyni. „Við vorum í London 2016, vorum að fara saman á leik og förum á stað sem gerir út á að vera með nýbakaða kanilsnúða. Þá í rauninni kviknaði áhugi á kanilsnúðum, ekkert endilega vagni eða neitt slíkt heldur bara á snúðunum,“ segir Danival Örn Egilsson, sem hóf í sumar rekstur snúðavagns á Skólavörðuholti ásamt föður sínum, Agli Helga Lárussyni. Sá kennir viðskiptagreinar í Verzlunarskóla Íslands og voru því hæg heimantökin að reyna við eigin rekstur. „Svo fórum við að gera þetta í afmælum og fjölskylduveislum, svo þegar viðbrögðin urðu alveg rosaleg í afmælum datt okkur í hug að þetta gæti verið eitthvað meira en bara fjölskyldubakkelsi,“ segir Egill.Hörð samkeppni í matvögnumStaðurinn opnar í sumar, en fjölbreyttir matarvagnar hafa sprottið upp á landinu undanfarin ár, þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur þar sem kaupa má ýmiss konar fisk, humar, hamborgara og pylsur úr slíkum vögnum – svo dæmi séu tekin – auk þess sem hinn rótgróni Vöffluvagn hefur staðið örfáum metrum frá snúðavagni feðganna í sumar. „Það er ekki mikið mál að koma þessu af stað, kaupa vagn, koma honum til landsins og annað. Þegar þú ert kominn af stað þá hins verður þetta erfitt, enda þarftu að hafa úthaldið og áhugann til að keyra þetta áfram,“ segir Egill.Nánari feðgar fyrir vikiðSonurinn tekur að miklu leyti við keflinu í vetur, svo Egill hafi sjálfur tími til að sinna kennslunni. Þeir segja ýmsa hnökra hafa komið upp við undirbúning, t.a.m. þegar þeir mættu til Manchester að sækja vagninn stuttu áður en til stóð að hefja rekstur – en koma þar að hálfkláruðum vagni. Aftur á móti hafi reksturinn og samvinna við að sigrast á hinum ýmsu hindrunum orðið til þess að gera þá feðga enn nánari. „Okkur hefur alltaf langað að gera eitthvað saman, fara út í einhvers konar rekstur eða annað ef tækifæri gæfist, þannig að við ákváðum að láta bara verða af þessu,“ segir Danival.Rætt var við þá Egil og Danival í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þar var auk þess litið við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem undirbúningur var í fullum gangi fyrir Íslandsmót slökkviliða sem haldið verður í fyrsta sinn í dag. Þar var m.a. rætt um starfið, álagið og áhugaverðan bakgrunn íslenskra slökkviliðsmanna – en fram til ársins 2015 var aðeins ein kona í hópnum. Innslagið um feðgana hefst eftir um fimm og hálfa mínútu. Ísland í dag Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
„Við vorum í London 2016, vorum að fara saman á leik og förum á stað sem gerir út á að vera með nýbakaða kanilsnúða. Þá í rauninni kviknaði áhugi á kanilsnúðum, ekkert endilega vagni eða neitt slíkt heldur bara á snúðunum,“ segir Danival Örn Egilsson, sem hóf í sumar rekstur snúðavagns á Skólavörðuholti ásamt föður sínum, Agli Helga Lárussyni. Sá kennir viðskiptagreinar í Verzlunarskóla Íslands og voru því hæg heimantökin að reyna við eigin rekstur. „Svo fórum við að gera þetta í afmælum og fjölskylduveislum, svo þegar viðbrögðin urðu alveg rosaleg í afmælum datt okkur í hug að þetta gæti verið eitthvað meira en bara fjölskyldubakkelsi,“ segir Egill.Hörð samkeppni í matvögnumStaðurinn opnar í sumar, en fjölbreyttir matarvagnar hafa sprottið upp á landinu undanfarin ár, þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur þar sem kaupa má ýmiss konar fisk, humar, hamborgara og pylsur úr slíkum vögnum – svo dæmi séu tekin – auk þess sem hinn rótgróni Vöffluvagn hefur staðið örfáum metrum frá snúðavagni feðganna í sumar. „Það er ekki mikið mál að koma þessu af stað, kaupa vagn, koma honum til landsins og annað. Þegar þú ert kominn af stað þá hins verður þetta erfitt, enda þarftu að hafa úthaldið og áhugann til að keyra þetta áfram,“ segir Egill.Nánari feðgar fyrir vikiðSonurinn tekur að miklu leyti við keflinu í vetur, svo Egill hafi sjálfur tími til að sinna kennslunni. Þeir segja ýmsa hnökra hafa komið upp við undirbúning, t.a.m. þegar þeir mættu til Manchester að sækja vagninn stuttu áður en til stóð að hefja rekstur – en koma þar að hálfkláruðum vagni. Aftur á móti hafi reksturinn og samvinna við að sigrast á hinum ýmsu hindrunum orðið til þess að gera þá feðga enn nánari. „Okkur hefur alltaf langað að gera eitthvað saman, fara út í einhvers konar rekstur eða annað ef tækifæri gæfist, þannig að við ákváðum að láta bara verða af þessu,“ segir Danival.Rætt var við þá Egil og Danival í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þar var auk þess litið við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem undirbúningur var í fullum gangi fyrir Íslandsmót slökkviliða sem haldið verður í fyrsta sinn í dag. Þar var m.a. rætt um starfið, álagið og áhugaverðan bakgrunn íslenskra slökkviliðsmanna – en fram til ársins 2015 var aðeins ein kona í hópnum. Innslagið um feðgana hefst eftir um fimm og hálfa mínútu.
Ísland í dag Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira