Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2018 18:52 Varnarmálaráðuneytið í Moskvu. Vísir/Getty Mennirnir tveir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa reynt að ráða rússneskan fyrrverandi njósnari af dögum í mars hafa bein tengsl við rússneska varnarmálaráðuneytið. Þetta kemur fram í gögnum um mennina sem rannsóknarblaðamenn grófu upp. Vefsíðurnar Bellingcat, sem hefur rannsakað átökin í Sýrlandi, og The Insider, vefsíða rússneskra rannsóknarblaðamanna, birtu skjöl sem varða mennina tvo og ferð þeirra til Salisbury á Englandi. Þar eru þeir sakaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Júlíu. Bresk stjórnvöld segja þá starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. Á meðal gagna sem vörðuðu vegabréfsupplýsingar annars þeirra var símanúmer. Þegar breska blaðið The Observer hringdi í númerið var svarað á skiptiborði í varnarmálaráðuneyti Rússlands. Það vildi ekki ræða við blaðamenn eða veita neinar upplýsingar. Skjölin grafa einnig undan fullyrðingum mannanna í sjónvarpsviðtali í vikunni um að þeir hafi skipulagt ferðina til Englands fyrir löngu. Í þeim kemur fram að þeir hafi bókað flug með rússneska félaginu Aeroflot á síðustu stundu. Bresk stjórnvöld telja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipun um tilræðið gegn Skrípal. Scotland Yard telur að nöfn mannanna tveggja sem bresk stjórnvöld hafa birt séu dulnefni. Rússneska ríkisstjórnin reyni að hylma yfir hverjir þeir eru raunverulega. Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Mennirnir tveir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa reynt að ráða rússneskan fyrrverandi njósnari af dögum í mars hafa bein tengsl við rússneska varnarmálaráðuneytið. Þetta kemur fram í gögnum um mennina sem rannsóknarblaðamenn grófu upp. Vefsíðurnar Bellingcat, sem hefur rannsakað átökin í Sýrlandi, og The Insider, vefsíða rússneskra rannsóknarblaðamanna, birtu skjöl sem varða mennina tvo og ferð þeirra til Salisbury á Englandi. Þar eru þeir sakaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Júlíu. Bresk stjórnvöld segja þá starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. Á meðal gagna sem vörðuðu vegabréfsupplýsingar annars þeirra var símanúmer. Þegar breska blaðið The Observer hringdi í númerið var svarað á skiptiborði í varnarmálaráðuneyti Rússlands. Það vildi ekki ræða við blaðamenn eða veita neinar upplýsingar. Skjölin grafa einnig undan fullyrðingum mannanna í sjónvarpsviðtali í vikunni um að þeir hafi skipulagt ferðina til Englands fyrir löngu. Í þeim kemur fram að þeir hafi bókað flug með rússneska félaginu Aeroflot á síðustu stundu. Bresk stjórnvöld telja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipun um tilræðið gegn Skrípal. Scotland Yard telur að nöfn mannanna tveggja sem bresk stjórnvöld hafa birt séu dulnefni. Rússneska ríkisstjórnin reyni að hylma yfir hverjir þeir eru raunverulega.
Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35