Rússneskur stjórnarandstæðingur fluttur á sjúkrahús í Berlín eftir mögulega eitrun Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2018 23:14 Verzilov ritstýrir vefsíðu sem fylgist með stöðu mannréttindamála í Rússlandi. Vísir/AP Pjotr Verzilov, þekktur stjórnarandstæðingur í Rússlandi, sem veiktist hastarlega í vikunni var fluttur með sérstöku sjúkraflugi til meðferðar í Berlín í kvöld. Félagar í listahópnum Pussy Riot sem Verzilov hefur unnið með hafa gefið í skyn að eitrað hafi verið fyrir honum. Þýska blaðið Bild hefur eftir ættingja Verzilov að hann hafi tapað sjón og geti hvorki talað né gengið. Hann verði fluttur á ónefnt sjúkrahús í þýsku höfuðborginni til meðferðar. Verzilov, sem er þrítugur, hljóp inn á völlinn á meðan úrslitaleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu stóð yfir í Moskvu í júlí ásamt þremur konum úr Pussy Riot. Þau voru handtekin og fangelsuð fyrir gjörninginn en með honum vildu fjórmenningarnir krefjast þess að pólitískum föngum yrði sleppt úr haldi og ólögmætum handtökum hætt í Rússlandi. Nadezhda Verzilov, eiginkona hans, er þess fullviss að Verzilov sé fórnarlamb tilræðismanna, að því er segir í frétt Reuters. „Ég trúi því að eitrað hafi verið fyrir honum vísvitandi og að það hafi verið tilraun til þess að ógna honum eða drepa hann,“ segir hún. HM 2018 í Rússlandi Rússland Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Pussy Riot-liðar handteknir strax aftur Fjórir liðsmenn hópsins voru fangelsaðir í fimmtán daga fyrir að hlaupa inn á völlinn á úrslitaleik HM. Þeir voru handteknir aftur þegar þeir hugðust yfirgefa fangelsið í dag. 30. júlí 2018 23:21 Liðsmönnum Pussy Riot sleppt Fjórum liðsmönnum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot sem ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM stóð yfir um miðjan síðasta mánuð hefur nú verið sleppt. 1. ágúst 2018 15:43 Segja að eitrað hafi verið fyrir liðsmanni Pussy Riot Pjotr Verzilov, liðsmaður rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, dvelur nú á sjúkrahúsi í Moskvu og er ástand hans sagt alvarlegt. 13. september 2018 08:44 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Pjotr Verzilov, þekktur stjórnarandstæðingur í Rússlandi, sem veiktist hastarlega í vikunni var fluttur með sérstöku sjúkraflugi til meðferðar í Berlín í kvöld. Félagar í listahópnum Pussy Riot sem Verzilov hefur unnið með hafa gefið í skyn að eitrað hafi verið fyrir honum. Þýska blaðið Bild hefur eftir ættingja Verzilov að hann hafi tapað sjón og geti hvorki talað né gengið. Hann verði fluttur á ónefnt sjúkrahús í þýsku höfuðborginni til meðferðar. Verzilov, sem er þrítugur, hljóp inn á völlinn á meðan úrslitaleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu stóð yfir í Moskvu í júlí ásamt þremur konum úr Pussy Riot. Þau voru handtekin og fangelsuð fyrir gjörninginn en með honum vildu fjórmenningarnir krefjast þess að pólitískum föngum yrði sleppt úr haldi og ólögmætum handtökum hætt í Rússlandi. Nadezhda Verzilov, eiginkona hans, er þess fullviss að Verzilov sé fórnarlamb tilræðismanna, að því er segir í frétt Reuters. „Ég trúi því að eitrað hafi verið fyrir honum vísvitandi og að það hafi verið tilraun til þess að ógna honum eða drepa hann,“ segir hún.
HM 2018 í Rússlandi Rússland Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Pussy Riot-liðar handteknir strax aftur Fjórir liðsmenn hópsins voru fangelsaðir í fimmtán daga fyrir að hlaupa inn á völlinn á úrslitaleik HM. Þeir voru handteknir aftur þegar þeir hugðust yfirgefa fangelsið í dag. 30. júlí 2018 23:21 Liðsmönnum Pussy Riot sleppt Fjórum liðsmönnum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot sem ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM stóð yfir um miðjan síðasta mánuð hefur nú verið sleppt. 1. ágúst 2018 15:43 Segja að eitrað hafi verið fyrir liðsmanni Pussy Riot Pjotr Verzilov, liðsmaður rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, dvelur nú á sjúkrahúsi í Moskvu og er ástand hans sagt alvarlegt. 13. september 2018 08:44 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Pussy Riot-liðar handteknir strax aftur Fjórir liðsmenn hópsins voru fangelsaðir í fimmtán daga fyrir að hlaupa inn á völlinn á úrslitaleik HM. Þeir voru handteknir aftur þegar þeir hugðust yfirgefa fangelsið í dag. 30. júlí 2018 23:21
Liðsmönnum Pussy Riot sleppt Fjórum liðsmönnum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot sem ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM stóð yfir um miðjan síðasta mánuð hefur nú verið sleppt. 1. ágúst 2018 15:43
Segja að eitrað hafi verið fyrir liðsmanni Pussy Riot Pjotr Verzilov, liðsmaður rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, dvelur nú á sjúkrahúsi í Moskvu og er ástand hans sagt alvarlegt. 13. september 2018 08:44