Segir frumvarp um mannanöfn frelsismál hinsegin fólks Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. september 2018 13:03 Þorsteinn Víglundsson er flutningsmaður frumvarpsins Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hyggst leggja fram frumvarp um mannanöfn þess efnis að binda endi á opinber afskipti í slíkum ákvörðunum. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Málið er nú endurflutt að teknu tilliti til þeirra umsagna sem allsherjar- og menntamálanefnd aflaði. Þorsteinn Víglundsson, flutningsmaður segir að um frelsismál sé að ræða sem hafi mikla þýðingu fyrir réttindi hinsegin fólks. „Frumvarpið snýr í grundvallaratriðum að frelsi fólks til að ákveða eigið nafn eða nafn barna sinna og binda endi á opinber afskipti af slíkri ákvörðun. Þetta er ákveðið frelsismál og það sem skiptir miklu máli eru réttindi hinsegin fólks til að bæði skipta um nöfn, en einnig að breyta kynskráningu sinni. Þetta dregur því verulega úr þeim hömlum sem í dag eru á slíku ferli. Í frjálslyndu samfélagi eigum við ekki að hafa ríkisafskipti af því hvað fólk heitir eða hvernig það kýs að breyta nafni sínu frá einum tíma til annars,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið er á dagskrá þingsins á morgun og vonar Þorsteinn að málið komist hratt til nefndar og ljúki á þessu þingi. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. „Það eru vafalítið skiptar skoðanir um þetta. Ég held að þetta snúi auðvitað fyrst og fremst um það hvort þingheimur styðji frelsi einstaklingsins til að ákvarða þetta sjálft. Við getu sagt að þetta endurspegli ákveðin átök milli frelsis og forræðishyggju. Ég hlakka til umræðunnar um það,“ segir Þorsteinn.Hér er hægt að lesa frumvarpið. Stj.mál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hyggst leggja fram frumvarp um mannanöfn þess efnis að binda endi á opinber afskipti í slíkum ákvörðunum. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Málið er nú endurflutt að teknu tilliti til þeirra umsagna sem allsherjar- og menntamálanefnd aflaði. Þorsteinn Víglundsson, flutningsmaður segir að um frelsismál sé að ræða sem hafi mikla þýðingu fyrir réttindi hinsegin fólks. „Frumvarpið snýr í grundvallaratriðum að frelsi fólks til að ákveða eigið nafn eða nafn barna sinna og binda endi á opinber afskipti af slíkri ákvörðun. Þetta er ákveðið frelsismál og það sem skiptir miklu máli eru réttindi hinsegin fólks til að bæði skipta um nöfn, en einnig að breyta kynskráningu sinni. Þetta dregur því verulega úr þeim hömlum sem í dag eru á slíku ferli. Í frjálslyndu samfélagi eigum við ekki að hafa ríkisafskipti af því hvað fólk heitir eða hvernig það kýs að breyta nafni sínu frá einum tíma til annars,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið er á dagskrá þingsins á morgun og vonar Þorsteinn að málið komist hratt til nefndar og ljúki á þessu þingi. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. „Það eru vafalítið skiptar skoðanir um þetta. Ég held að þetta snúi auðvitað fyrst og fremst um það hvort þingheimur styðji frelsi einstaklingsins til að ákvarða þetta sjálft. Við getu sagt að þetta endurspegli ákveðin átök milli frelsis og forræðishyggju. Ég hlakka til umræðunnar um það,“ segir Þorsteinn.Hér er hægt að lesa frumvarpið.
Stj.mál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira