Lærisveinar Heimis Guðjónssonar í HB Þórshöfn eru á góðri leið með tryggja sér meistaratitilinn í Færeyjum en liðið vann mikilvægan sigur á NSÍ Runavík í dag.
Brynjar Hlöðversson lék allan leikinn fyrir HB og Grétar Snær Gunnarsson kom inn af bekknum á 70.mínútu.
HB vann NSÍ, sem er í þriðja sæti deildarinnar, 2-1 og skoraði Símun Samuelsen, fyrrum leikmaður Keflavíkur, annað mark HB í leiknum.
Heimir og lærisveinar hans hafa nú þrettán stiga forystu á toppi deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Það þarf því ansi mikið að gerast til að koma í veg fyrir að Heimir hampi titlinum á sínu fyrsta ári í Færeyjum.

