Lögreglan í Bretlandi segir ekkert benda til þess að tveir sem veiktust á veitingastað í bænum Salisbury í gærkvöldi hafi komist í snertingu við taugaeitrið Novichok.
Karl á fimmtugsaldri og kona á fertugsaldri veiktust skyndilega á veitingastaðnum og var svæðið i kring innsiglað vegna þess sem undan hefur gengið í bænum.
Lögreglan var lengi með mikinn viðbúnað eftir að eitrað var fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu með Novichok í júlí. Þá komst par í snertingu við eitrið í ilmvatnsflösku í sumar og lést ein kona af völdum eitrunarinnar.
Lögregla segir að nú sé ekki um alvarlegt atvik að ræða, en fólkið var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.
Ekkert bendir til snertingar við taugaeitur í Salisbury

Tengdar fréttir

Innsigla veitingastað í Salisbury eftir að fólk veiktist
Karl og kona eru sögð hafa misst meðvitundarlaus í bænum þar sem eitrað var fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara í mars.

Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu
Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni.

Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín
Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans.