Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 28-27 │Afturelding með sigur í spennutrylli Svava Kristín Grétarsdóttir í Mosfellsbæ skrifar 17. september 2018 22:00 vísir/bára Afturelding hafði betur gegn ÍR í hröku spennandi leik í Mosfellsbænum í kvöld, 28-27. Jafnræði var með liðunum allan leikinn og staðan í hálfleik, 13-14 gestunum í vil. ÍR byrjaði leikinn betur, 0-3 kafli á fyrstu 5 mínútum leiksins. Það tók Aftureldingu smá tíma að finna taktinn og eltu þeir Breiðhiltingana fyrsta stundarfjórðunginn. Heimamenn náðu svo forystunni og héldu henni þar til 5 mínútur voru til leiksloka. Þá fékk þeirra efnilegasti maður, Tumi Steinn Rúnarsson, beint rautt spjald fyrir litlar sakir og við litla hrifningu Mosfellinga sem misstu aðeins taktinn í kjölfarið. ÍR náði forystu á ný og leiddi leikinn með einu marki þegar flautað var til hálfleiks, 13-14. Leikurinn hélt áfram þar sem frá var horfið í seinni hálfleik, harka og jafnræði var með liðunum. Liðin skiptust á að skora og munurinn aldrei meiri en eitt mark fyrsta stundarfjórðunginn. Þá náðu gestirnir þriggja marka forystu, 19-22. Árni Bragi Eyjólfsson tók þá málin í sínar hendur og skoraði þrjú mörk, staðan jöfn á ný 22-22 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Leiknum lauk síðan með eins marks sigri Aftureldingar 28-27, ÍR fékk eina sókn til þess að jafna leikinn en köstuðu stiginu frá sér.Af hverju vann Afturelding? Heimamenn höfðu sterkari taugar í kvöld, unnu leikinn á loka mínútunni. Þetta var hörku leikur þar sem bæði lið gátu stolið sigrinum en ÍR kastaði þessu frá sér undir blá lokin. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Aftureldingu ber kannski helst að nefna þá Birki Benediktsson og Elvar Ásgeirsson, þeir áttu báðir afbragðs leik bæði varnar og sóknarlega. Stephen Nilsen átti frábæran leik í marki ÍR. Varði vel allan leikinn og skoraði 4 mörk, hélt ÍR algjörlega inní leiknum. En Bergvin Þór Gíslason átti góðan leik í liði ÍR og var þar markahæstur með 10 mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn varð ÍR að falli, tapaðir boltar og nýtingin á færunum sem þeir sköpuðu sér var ekki til framdráttar. Eftir stórleik í síðustu umferð þá átti Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, ekki góðan leik í dag og kláraði Pálmar Pétursson leikinn. Hvað gerist næst? Í næstu umferð fær ÍR meistarana frá Vestmannaeyjum í heimsókn, sá leikur fer fram laugardaginn 22.september. Það er leikur sem enginn má láta fram hjá sér fara, miðað við síðustu viðureign þessara liða. Á mánudeginum fer síðan Afturelding suður á land þar sem liðið mætir Selfossi. Bjarni: Töpuðum þessum leik sjálfir„Við vorum komnir þremur mörkum yfir en gerum okkur seka um ótrúleg mistök.“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR. „Það var agaleysi hjá okkur þar sem við vorum að slútta illa í undirtölu í stað þess að vinna klukkuna, vera þolimóðir og fá manninn okkar inn. Þá hleyptum við þeim í staðinn inní leikinn aftur og þeir náðu forystunni.“ „Ákvarðanatakan hjá okkur á mörgum köflum í leiknum var bara alls ekki góð. Alltof mikið af töpuðum boltum. Varnarlega vorum við góðir og Stephen (Nilsen) góður í markinu en þegar þú ert með svona marga tæknifeila þá áttu bara ekki séns. Það að við höfum verið inní þessum leik er í raun og veru bara vísbending um það hvað við vorum að gera aðra hluti rétt.“ „Við vorum einum færri nánast allan síðasta leik eftir ódýrar brottvísanir, svo þetta var framför í dag. Við töpuðum þessum leik sjálfir, ef við hefðum spilað gallalausan leik þá hefði ég kennt dómurunum um.“ Ásgeir: Þarf að henda sér niður?„Við höfðum heppnina með okkur,“ sagði Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar „Fyrstu viðbrögð er bara spennufall. Þetta var hörkuleikur, ótrúleg barátta og þetta hefði getað farið hvernig sem er.” „Við fengum þarna vítakast til að gull tryggja sigurinn en við höfðum svo heppnina með okkur á lokasprettinum.“ sagði Ásgeir. „Mótlætið var beggja blands, var ekkert meira hjá okkur. Þetta þróaðist útí það að vera erfiður leikur að dæma, mikil harka og menn aðeins að krydda eins og gengur og gerist.“ Tumi Steinn Rúnarsson, leikmaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik eftir brot á Pétri Árna Haukssyni, Ásgeir talaði um að fleiri álíka brot hafi verið í leiknum. Það sé því erfitt að segja til um það hvað sé í raun rautt spjald og hvað ekki, en segir hins vegar að starf dómara hafi ekki verið öfundsvert í þessum leik. „Ég veit ekki hvað ég á að segja, allir sem hafa séð mig spila handbolta vita að mér finnst þetta ekki vera rautt spjald. Kannski er þetta ný lína hjá dómurum eða nýjar áherslur.” „Það sem mér fannst ósanngjarnt í þessum leik er að Tumi (Steinn Rúnarsson) fór í andlitið á Krissa (Kristjáni Orra Jóhannssyni) en rétt áður hafði sama gerst hinu megin nema Tumi henti sér ekki niður.” „Þarf að henda sér niður? Er högg á andlitið rautt spjald? Ég átta mig ekki alveg á línunni eftir þennann leik.“ sagði Ásgeir að lokum Olís-deild karla
Afturelding hafði betur gegn ÍR í hröku spennandi leik í Mosfellsbænum í kvöld, 28-27. Jafnræði var með liðunum allan leikinn og staðan í hálfleik, 13-14 gestunum í vil. ÍR byrjaði leikinn betur, 0-3 kafli á fyrstu 5 mínútum leiksins. Það tók Aftureldingu smá tíma að finna taktinn og eltu þeir Breiðhiltingana fyrsta stundarfjórðunginn. Heimamenn náðu svo forystunni og héldu henni þar til 5 mínútur voru til leiksloka. Þá fékk þeirra efnilegasti maður, Tumi Steinn Rúnarsson, beint rautt spjald fyrir litlar sakir og við litla hrifningu Mosfellinga sem misstu aðeins taktinn í kjölfarið. ÍR náði forystu á ný og leiddi leikinn með einu marki þegar flautað var til hálfleiks, 13-14. Leikurinn hélt áfram þar sem frá var horfið í seinni hálfleik, harka og jafnræði var með liðunum. Liðin skiptust á að skora og munurinn aldrei meiri en eitt mark fyrsta stundarfjórðunginn. Þá náðu gestirnir þriggja marka forystu, 19-22. Árni Bragi Eyjólfsson tók þá málin í sínar hendur og skoraði þrjú mörk, staðan jöfn á ný 22-22 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Leiknum lauk síðan með eins marks sigri Aftureldingar 28-27, ÍR fékk eina sókn til þess að jafna leikinn en köstuðu stiginu frá sér.Af hverju vann Afturelding? Heimamenn höfðu sterkari taugar í kvöld, unnu leikinn á loka mínútunni. Þetta var hörku leikur þar sem bæði lið gátu stolið sigrinum en ÍR kastaði þessu frá sér undir blá lokin. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Aftureldingu ber kannski helst að nefna þá Birki Benediktsson og Elvar Ásgeirsson, þeir áttu báðir afbragðs leik bæði varnar og sóknarlega. Stephen Nilsen átti frábæran leik í marki ÍR. Varði vel allan leikinn og skoraði 4 mörk, hélt ÍR algjörlega inní leiknum. En Bergvin Þór Gíslason átti góðan leik í liði ÍR og var þar markahæstur með 10 mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn varð ÍR að falli, tapaðir boltar og nýtingin á færunum sem þeir sköpuðu sér var ekki til framdráttar. Eftir stórleik í síðustu umferð þá átti Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, ekki góðan leik í dag og kláraði Pálmar Pétursson leikinn. Hvað gerist næst? Í næstu umferð fær ÍR meistarana frá Vestmannaeyjum í heimsókn, sá leikur fer fram laugardaginn 22.september. Það er leikur sem enginn má láta fram hjá sér fara, miðað við síðustu viðureign þessara liða. Á mánudeginum fer síðan Afturelding suður á land þar sem liðið mætir Selfossi. Bjarni: Töpuðum þessum leik sjálfir„Við vorum komnir þremur mörkum yfir en gerum okkur seka um ótrúleg mistök.“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR. „Það var agaleysi hjá okkur þar sem við vorum að slútta illa í undirtölu í stað þess að vinna klukkuna, vera þolimóðir og fá manninn okkar inn. Þá hleyptum við þeim í staðinn inní leikinn aftur og þeir náðu forystunni.“ „Ákvarðanatakan hjá okkur á mörgum köflum í leiknum var bara alls ekki góð. Alltof mikið af töpuðum boltum. Varnarlega vorum við góðir og Stephen (Nilsen) góður í markinu en þegar þú ert með svona marga tæknifeila þá áttu bara ekki séns. Það að við höfum verið inní þessum leik er í raun og veru bara vísbending um það hvað við vorum að gera aðra hluti rétt.“ „Við vorum einum færri nánast allan síðasta leik eftir ódýrar brottvísanir, svo þetta var framför í dag. Við töpuðum þessum leik sjálfir, ef við hefðum spilað gallalausan leik þá hefði ég kennt dómurunum um.“ Ásgeir: Þarf að henda sér niður?„Við höfðum heppnina með okkur,“ sagði Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar „Fyrstu viðbrögð er bara spennufall. Þetta var hörkuleikur, ótrúleg barátta og þetta hefði getað farið hvernig sem er.” „Við fengum þarna vítakast til að gull tryggja sigurinn en við höfðum svo heppnina með okkur á lokasprettinum.“ sagði Ásgeir. „Mótlætið var beggja blands, var ekkert meira hjá okkur. Þetta þróaðist útí það að vera erfiður leikur að dæma, mikil harka og menn aðeins að krydda eins og gengur og gerist.“ Tumi Steinn Rúnarsson, leikmaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik eftir brot á Pétri Árna Haukssyni, Ásgeir talaði um að fleiri álíka brot hafi verið í leiknum. Það sé því erfitt að segja til um það hvað sé í raun rautt spjald og hvað ekki, en segir hins vegar að starf dómara hafi ekki verið öfundsvert í þessum leik. „Ég veit ekki hvað ég á að segja, allir sem hafa séð mig spila handbolta vita að mér finnst þetta ekki vera rautt spjald. Kannski er þetta ný lína hjá dómurum eða nýjar áherslur.” „Það sem mér fannst ósanngjarnt í þessum leik er að Tumi (Steinn Rúnarsson) fór í andlitið á Krissa (Kristjáni Orra Jóhannssyni) en rétt áður hafði sama gerst hinu megin nema Tumi henti sér ekki niður.” „Þarf að henda sér niður? Er högg á andlitið rautt spjald? Ég átta mig ekki alveg á línunni eftir þennann leik.“ sagði Ásgeir að lokum