Enn hlutir á svæðinu sem gætu verið verðmæti í augum einhverra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. september 2018 19:45 Deilur eigenda við tryggingafélög hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðinni við Miðhraun 4, þar sem stórbruni varð vor. Húsnæðið er nær allt ónýtt og hefur svæðið hefur verið í hirðuleysis svo mánuðum skiptir og mikil slysahætta fyrir þá sem þar fara um. Iðnaðar- og þjónustuhúsanæðið að Miðhrauni 4, sem áður hýsti meðal annars Icewear og Geymslur varð illa úti í eldsvoða í byrjun apríl og varð tjónið í brunanum það mikið að tryggingafélögin sem tryggðu í húsinu sendu frá sér afkomuviðvörun vegna brunans. Tæpir sex mánuðir eru síðan bruninn varð en rífa þurfti hluta hússins til að tryggja öryggi. Síðan það kláraðist hefur svæðið verið í nær algjöru hirðuleysi og engin merki um uppbyggingu. Eigendur hafa fengið svæðið til umráða frá tryggingafélögum en fréttastofan skoðaði aðstæður í dag. Framhlið hússins er merkt tryggingafélagi með varnaðarorðum og inngangurinn sem hýsti Geymslur kyrfilega læstur. Það þarf hins vegar ekki að ganga lengra en með hliðum þess til þess að komast inn fyrir. Girðingar í kringum húsnæðið annað hvort liggja niðri eða er óskipulega raðað. Ljóst má vera að óviðkomandi hafa gert sér ferðir um svæðið, bæði til þess að svala skemmdarfíkn og til þess að skoða í geymslur sem enn hafa að geyma muni sem fyrir einhverjum gætu verið verðmæti. Glerbrot eru um allt og enn má sjá vegsummerki um slökkvistarf frá því í apríl. Tveir eigendur eru að Miðhrauni 4 en stærsti hluti þess er í eigu Regins fasteignafélags. Að sögn framkvæmdastjóra atvinnuhúsnæða hjá félaginu er ástæða hirðuleysisins deilur eigenda hússins við hvort sitt tryggingafélagið.Páll Bjarnasonm framkvæmdastjóri hjá Reginn, fasteignafélagiVísir/Sigurjón„Það hefur verið uppi ágreiningur, hvernig standa ætti að málum á milli eigenda og tryggingafélaga, sem að núna er leystur. Það leystist ekki fyrr en síðustu mánaðamót og nú er húsið komið í pöntun. Það er væntanlegt hingað í lok nóvember og við gerum ráð fyrir að uppbyggingu verði lokið í maí, þannig að þetta er allt saman komið á beinu brautina,“ segir Páll Bjarnason, framkvæmdastjóri atvinnuhúsnæða hjá Reginn, fasteignafélagi. Því má vera ljóst að fljótlega má sjá hreyfingu á svæðinu. „Nú er ágreiningurinn leystur og við munum tryggja öryggi hérna og reyna halda svæðinu snyrtilegu,“ segir Páll.Ekkert mál er að komast inn á svæðið og miðað við umgengni hafa óprútnir aðila farið um svæðið og svalað skemmdarfíkn sinni.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Deilur eigenda við tryggingafélög hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðinni við Miðhraun 4, þar sem stórbruni varð vor. Húsnæðið er nær allt ónýtt og hefur svæðið hefur verið í hirðuleysis svo mánuðum skiptir og mikil slysahætta fyrir þá sem þar fara um. Iðnaðar- og þjónustuhúsanæðið að Miðhrauni 4, sem áður hýsti meðal annars Icewear og Geymslur varð illa úti í eldsvoða í byrjun apríl og varð tjónið í brunanum það mikið að tryggingafélögin sem tryggðu í húsinu sendu frá sér afkomuviðvörun vegna brunans. Tæpir sex mánuðir eru síðan bruninn varð en rífa þurfti hluta hússins til að tryggja öryggi. Síðan það kláraðist hefur svæðið verið í nær algjöru hirðuleysi og engin merki um uppbyggingu. Eigendur hafa fengið svæðið til umráða frá tryggingafélögum en fréttastofan skoðaði aðstæður í dag. Framhlið hússins er merkt tryggingafélagi með varnaðarorðum og inngangurinn sem hýsti Geymslur kyrfilega læstur. Það þarf hins vegar ekki að ganga lengra en með hliðum þess til þess að komast inn fyrir. Girðingar í kringum húsnæðið annað hvort liggja niðri eða er óskipulega raðað. Ljóst má vera að óviðkomandi hafa gert sér ferðir um svæðið, bæði til þess að svala skemmdarfíkn og til þess að skoða í geymslur sem enn hafa að geyma muni sem fyrir einhverjum gætu verið verðmæti. Glerbrot eru um allt og enn má sjá vegsummerki um slökkvistarf frá því í apríl. Tveir eigendur eru að Miðhrauni 4 en stærsti hluti þess er í eigu Regins fasteignafélags. Að sögn framkvæmdastjóra atvinnuhúsnæða hjá félaginu er ástæða hirðuleysisins deilur eigenda hússins við hvort sitt tryggingafélagið.Páll Bjarnasonm framkvæmdastjóri hjá Reginn, fasteignafélagiVísir/Sigurjón„Það hefur verið uppi ágreiningur, hvernig standa ætti að málum á milli eigenda og tryggingafélaga, sem að núna er leystur. Það leystist ekki fyrr en síðustu mánaðamót og nú er húsið komið í pöntun. Það er væntanlegt hingað í lok nóvember og við gerum ráð fyrir að uppbyggingu verði lokið í maí, þannig að þetta er allt saman komið á beinu brautina,“ segir Páll Bjarnason, framkvæmdastjóri atvinnuhúsnæða hjá Reginn, fasteignafélagi. Því má vera ljóst að fljótlega má sjá hreyfingu á svæðinu. „Nú er ágreiningurinn leystur og við munum tryggja öryggi hérna og reyna halda svæðinu snyrtilegu,“ segir Páll.Ekkert mál er að komast inn á svæðið og miðað við umgengni hafa óprútnir aðila farið um svæðið og svalað skemmdarfíkn sinni.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52