Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 17. september 2018 20:25 Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar OR. fréttablaðið/eyþór Ósk forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur um að stíga tímabundið til hliðar verður tekin fyrir á fundi stjórnar fyrirtækisins sem haldinn verður eins fljótt og auðið er. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir hún ósk forstjóra hafa borist henni fyrr í kvöld. Brynhildur segir jafnframt að þegar hafi verið óskað eftir því við Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gerð verði úttekt á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá fyrirtækinu. Segir Brynhildur undirbúning þeirrar úttektar þegar hafinn. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagðist hafa óskað eftir því að víkja tímabundið á meðan þau mál sem komið hafa upp hjá fyrirtækinu verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Bjarna Má Júlíussyni, forstjóra Orku náttúrunnar, var sagt upp störfum í síðustu viku vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsfólks fyrirtækisins.Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/StefánMálið fór af stað vegna uppsagnar Málið má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru. Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sagði frá því að hann hefði átt fund með forstjóra stórfyrirtækis og greint honum frá óviðeigandi og dónalegri framgöngu framkvæmdastjóra hans. Einar sagði að forstjórinn, sem seinna kom í ljós að var Bjarni Bjarnason forstjóri OR hafi gefið lítið fyrir þetta. En, Bjarni kallaði engu að síður saman stjórn ON, en ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og í kjölfarið var framkvæmdastjórinn, Bjarni Már Júlíusson rekinn. Bjarni Bjarnason sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hann hefði ekki haft sömu upplifun af fundinum og Einar. Bjarni sagðist hafa litið málið mjög alvarlegum augum og að hann hefði ekki vitað af þessum málum sem vörðuðu framkvæmdastjóra ON. Áslaug fullyrti í dag að forstjórinn hefði verið fullmeðvitaður um þessi mál og lýsti yfir furðu sinni að hann hefði notið stuðnings stjórnarformanns OR. Hættu við tímabundna ráðningu vegna ásakanaÍ kvöld var greint frá því að Þórður Ásmundsson hefði ekki tekið við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot. Stjórnendur Orkuveitunnar fengu upplýsingar um ásakanirnar á föstudag og var ákveðið að senda Þórð í leyfi. Greint var frá því kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að þessar ásakanir tengdust ekki störfum Þórðar hjá ON og hefðu komið fram áður en hann hóf störf hjá fyrirtækinu. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON.Borgarfulltrúi hefur fengið upplýsingar um fleiri atvik Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld að hún hefði fengið upplýsingar um fleiri atvik þar sem óviðeigandi hegðun var lýst. „Mér eru að berast ýmsar upplýsingar, ekkert sem ég get tilgreint nákvæmlega á þessu stigi málsins, en það gefur tilefni til að kortleggja aðeins betur stöðuna,“ sagði Hildur. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Berglind tekur við af Bjarna í stað Þórðar Áður hafði verið tilkynnt um að Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, tæki við stöðunni. 17. september 2018 12:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ósk forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur um að stíga tímabundið til hliðar verður tekin fyrir á fundi stjórnar fyrirtækisins sem haldinn verður eins fljótt og auðið er. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir hún ósk forstjóra hafa borist henni fyrr í kvöld. Brynhildur segir jafnframt að þegar hafi verið óskað eftir því við Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gerð verði úttekt á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá fyrirtækinu. Segir Brynhildur undirbúning þeirrar úttektar þegar hafinn. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagðist hafa óskað eftir því að víkja tímabundið á meðan þau mál sem komið hafa upp hjá fyrirtækinu verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Bjarna Má Júlíussyni, forstjóra Orku náttúrunnar, var sagt upp störfum í síðustu viku vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsfólks fyrirtækisins.Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/StefánMálið fór af stað vegna uppsagnar Málið má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru. Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sagði frá því að hann hefði átt fund með forstjóra stórfyrirtækis og greint honum frá óviðeigandi og dónalegri framgöngu framkvæmdastjóra hans. Einar sagði að forstjórinn, sem seinna kom í ljós að var Bjarni Bjarnason forstjóri OR hafi gefið lítið fyrir þetta. En, Bjarni kallaði engu að síður saman stjórn ON, en ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og í kjölfarið var framkvæmdastjórinn, Bjarni Már Júlíusson rekinn. Bjarni Bjarnason sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hann hefði ekki haft sömu upplifun af fundinum og Einar. Bjarni sagðist hafa litið málið mjög alvarlegum augum og að hann hefði ekki vitað af þessum málum sem vörðuðu framkvæmdastjóra ON. Áslaug fullyrti í dag að forstjórinn hefði verið fullmeðvitaður um þessi mál og lýsti yfir furðu sinni að hann hefði notið stuðnings stjórnarformanns OR. Hættu við tímabundna ráðningu vegna ásakanaÍ kvöld var greint frá því að Þórður Ásmundsson hefði ekki tekið við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot. Stjórnendur Orkuveitunnar fengu upplýsingar um ásakanirnar á föstudag og var ákveðið að senda Þórð í leyfi. Greint var frá því kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að þessar ásakanir tengdust ekki störfum Þórðar hjá ON og hefðu komið fram áður en hann hóf störf hjá fyrirtækinu. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON.Borgarfulltrúi hefur fengið upplýsingar um fleiri atvik Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld að hún hefði fengið upplýsingar um fleiri atvik þar sem óviðeigandi hegðun var lýst. „Mér eru að berast ýmsar upplýsingar, ekkert sem ég get tilgreint nákvæmlega á þessu stigi málsins, en það gefur tilefni til að kortleggja aðeins betur stöðuna,“ sagði Hildur.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Berglind tekur við af Bjarna í stað Þórðar Áður hafði verið tilkynnt um að Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, tæki við stöðunni. 17. september 2018 12:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40
Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39
Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51
Berglind tekur við af Bjarna í stað Þórðar Áður hafði verið tilkynnt um að Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, tæki við stöðunni. 17. september 2018 12:23