Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2018 20:45 Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin færi úr 950 metrum upp í 2.200 metra. Grafík/Kalaalit Airports. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ekki er nema vika liðin frá því Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flaug til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefni Grænlendinga.Eftir undirritun flugvallasamningsins í Nuuk í síðustu viku. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, mynduðu sig með einum mótmælenda samningsins.Mynd/TV-2, Danmörku.Danskur sérfræðingur um varnarmál segir þessa gjafmildi Dana í raun snúast um að halda Kínverjum frá því að ná ítökum á Grænlandi en grænlenskir ráðamenn höfðu í fyrra fundað með valdhöfum í Kína um þann möguleika að Kínverjar kæmu að innviðauppbyggingu. Í framhaldinu var kínverskum verktaka boðið að taka þátt í forvali vegna flugvallagerðar. Núna hefur þetta valdatafl stórveldanna á norðurslóðum opinberast betur því bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn lýsa yfir vilja sínum til að koma að flugvallagerð á Grænlandi, og taka fram að það gildi bæði um flugvelli fyrir hernaðar- og borgaralegt flug. Í yfirlýsingunni kemur fram að tilgangurinn með slíkri fjárfestingu yrði að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafssvæðinu og koma í veg fyrir að spenna aukist þar. Yfirlýsing varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að varnarmálaráðherra Danmerkur hafi fyrr á árinu staðfest að bandarísk stjórnvöld hafi komið á framfæri áhyggjum yfir því ef kínverskur verktaki yrði fenginn til verksins. Bandaríski flugherinn starfrækir enn Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, sem byggð var upp á tímum kalda stríðsins, en þar er lengsta flugbraut landsins, 3.000 metra löng. Á árum seinni heimstyrjaldar byggðu Bandaríkjamenn einnig upp þá flugvelli Grænlands sem næstir koma í röðinni, í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, með 2.800 metra braut, og Narsarsuaq, með 1.800 metra braut. Enginn þessara flugvalla er nálægt grænlenskum þéttbýlisstöðum.Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur. Þaðan eru farþegar fluttir áfram með minni flugvélum og þyrlum til helstu byggða Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvallaáform Grænlendinga miða við að bæirnir Nuuk og Ilulissat fái 2.200 metra flugbraut hvor og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fái 1.500 metra braut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ekki er nema vika liðin frá því Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, flaug til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefni Grænlendinga.Eftir undirritun flugvallasamningsins í Nuuk í síðustu viku. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, mynduðu sig með einum mótmælenda samningsins.Mynd/TV-2, Danmörku.Danskur sérfræðingur um varnarmál segir þessa gjafmildi Dana í raun snúast um að halda Kínverjum frá því að ná ítökum á Grænlandi en grænlenskir ráðamenn höfðu í fyrra fundað með valdhöfum í Kína um þann möguleika að Kínverjar kæmu að innviðauppbyggingu. Í framhaldinu var kínverskum verktaka boðið að taka þátt í forvali vegna flugvallagerðar. Núna hefur þetta valdatafl stórveldanna á norðurslóðum opinberast betur því bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn lýsa yfir vilja sínum til að koma að flugvallagerð á Grænlandi, og taka fram að það gildi bæði um flugvelli fyrir hernaðar- og borgaralegt flug. Í yfirlýsingunni kemur fram að tilgangurinn með slíkri fjárfestingu yrði að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum og Norður-Atlantshafssvæðinu og koma í veg fyrir að spenna aukist þar. Yfirlýsing varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að varnarmálaráðherra Danmerkur hafi fyrr á árinu staðfest að bandarísk stjórnvöld hafi komið á framfæri áhyggjum yfir því ef kínverskur verktaki yrði fenginn til verksins. Bandaríski flugherinn starfrækir enn Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, sem byggð var upp á tímum kalda stríðsins, en þar er lengsta flugbraut landsins, 3.000 metra löng. Á árum seinni heimstyrjaldar byggðu Bandaríkjamenn einnig upp þá flugvelli Grænlands sem næstir koma í röðinni, í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, með 2.800 metra braut, og Narsarsuaq, með 1.800 metra braut. Enginn þessara flugvalla er nálægt grænlenskum þéttbýlisstöðum.Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er eini millilandaflugvöllur Grænlands með áætlunarflugi á þotum til Danmerkur. Þaðan eru farþegar fluttir áfram með minni flugvélum og þyrlum til helstu byggða Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvallaáform Grænlendinga miða við að bæirnir Nuuk og Ilulissat fái 2.200 metra flugbraut hvor og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fái 1.500 metra braut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Farinn á hreindýraveiðar í miðri stjórnarkreppu Meðan upplausn ríkir í stjórnmálum Grænlands er formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, farinn til fjalla á hreindýraveiðar og ekki væntanlegur til baka fyrr en undir næstu helgi. 14. september 2018 22:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15