Staða Braga enn ekki auglýst Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. september 2018 07:15 Bragi Guðbrandsson var í eldlínunni í vor, hér á leið til fundar við velferðarnefnd Alþingis. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær staða forstjóra Barnaverndarstofu verður auglýst. Staðan hefur verið laus frá því í júní, þegar Bragi Guðbrandsson sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna í júní. Bragi hafði þá verið í tímabundnu leyfi frá því í febrúar og því legið í loftinu frá þeim tíma að staða hans myndi losna. Heiða Björg Pálmadóttir hefur starfað sem staðgengill forstjóra frá því í febrúar. Hennar tímabundna skipun rennur út í október. „Ákvörðun um auglýsingu verður tekin á næstu vikum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra, aðspurður um stöðuna. Bragi Guðbrandsson verður á fullum forstjóralaunum hjá Barnaverndarstofu til 28. febrúar á næsta ári, samkvæmt samningi sem velferðarráðuneytið gerði við Braga, þá forstjóra Barnaverndarstofu, undirrituðum þegar framboð Braga var í undirbúningi. Í samkomulaginu er fjallað um starfskjör Braga bæði á framboðstímanum og eftir kjör hans í nefndina. Auk nefndarsetunnar í New York sinnir Bragi sérverkefnum fyrir velferðarráðuneytið; veitir ráðgjöf og sinnir afmörkuðum verkefnum samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra, eins og greinir í 2. gr. samningsins. Þegar launagreiðslum Barnaverndarstofu lýkur í lok febrúar á næsta ári tekur velferðarráðuneytið við og greiðir Braga full forstjóralaun til 31. ágúst 2019 en frá þeim tíma og þar til Bragi lætur af störfum fyrir barnaréttarnefndina, verður hann í hálfu starfi hjá ráðuneytinu, annars vegar vegna nefndarsetunnar og hins vegar í ráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki litið á nefndarsetuna sem starf og er hún ólaunuð. Hins vegar er greiddur ferðakostnaður auk dagpeninga en nefndin kemur saman tvisvar til þrisvar á ári í fjórar vikur í senn. Fjallað er um barnaréttarnefndina í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Nefndin hefur það hlutverk að fara yfir skýrslur um réttarstöðu og aðbúnað barna í aðildarríkjum barnasáttmálans og taka kvörtunum um brot á samningnum. Lögð er áhersla á að nefndarmenn séu óháðir í störfum sínum hjá þeim nefndum Sameinuðu þjóðanna sem hafa eftirlit með mannréttindasamningum. Í skráðum viðmiðum um hlutleysi og óhlutdrægni nefndarmanna slíkra nefnda er vikið að sambandi nefndarmanna við heimaríki sín. Með hliðsjón af mögulegum áhrifum þess að nefndarmenn eru tilnefndir í nefndina af pólitískum fulltrúum framkvæmdarvaldsins er sérstaklega brýnt fyrir nefndarmönnum að gæta að stöðu sinni í nefndinni í öllum samskiptum við ríkið á málefnasviði samningsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga. 8. júní 2018 19:14 Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. 29. júní 2018 16:19 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær staða forstjóra Barnaverndarstofu verður auglýst. Staðan hefur verið laus frá því í júní, þegar Bragi Guðbrandsson sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna í júní. Bragi hafði þá verið í tímabundnu leyfi frá því í febrúar og því legið í loftinu frá þeim tíma að staða hans myndi losna. Heiða Björg Pálmadóttir hefur starfað sem staðgengill forstjóra frá því í febrúar. Hennar tímabundna skipun rennur út í október. „Ákvörðun um auglýsingu verður tekin á næstu vikum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra, aðspurður um stöðuna. Bragi Guðbrandsson verður á fullum forstjóralaunum hjá Barnaverndarstofu til 28. febrúar á næsta ári, samkvæmt samningi sem velferðarráðuneytið gerði við Braga, þá forstjóra Barnaverndarstofu, undirrituðum þegar framboð Braga var í undirbúningi. Í samkomulaginu er fjallað um starfskjör Braga bæði á framboðstímanum og eftir kjör hans í nefndina. Auk nefndarsetunnar í New York sinnir Bragi sérverkefnum fyrir velferðarráðuneytið; veitir ráðgjöf og sinnir afmörkuðum verkefnum samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra, eins og greinir í 2. gr. samningsins. Þegar launagreiðslum Barnaverndarstofu lýkur í lok febrúar á næsta ári tekur velferðarráðuneytið við og greiðir Braga full forstjóralaun til 31. ágúst 2019 en frá þeim tíma og þar til Bragi lætur af störfum fyrir barnaréttarnefndina, verður hann í hálfu starfi hjá ráðuneytinu, annars vegar vegna nefndarsetunnar og hins vegar í ráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki litið á nefndarsetuna sem starf og er hún ólaunuð. Hins vegar er greiddur ferðakostnaður auk dagpeninga en nefndin kemur saman tvisvar til þrisvar á ári í fjórar vikur í senn. Fjallað er um barnaréttarnefndina í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Nefndin hefur það hlutverk að fara yfir skýrslur um réttarstöðu og aðbúnað barna í aðildarríkjum barnasáttmálans og taka kvörtunum um brot á samningnum. Lögð er áhersla á að nefndarmenn séu óháðir í störfum sínum hjá þeim nefndum Sameinuðu þjóðanna sem hafa eftirlit með mannréttindasamningum. Í skráðum viðmiðum um hlutleysi og óhlutdrægni nefndarmanna slíkra nefnda er vikið að sambandi nefndarmanna við heimaríki sín. Með hliðsjón af mögulegum áhrifum þess að nefndarmenn eru tilnefndir í nefndina af pólitískum fulltrúum framkvæmdarvaldsins er sérstaklega brýnt fyrir nefndarmönnum að gæta að stöðu sinni í nefndinni í öllum samskiptum við ríkið á málefnasviði samningsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga. 8. júní 2018 19:14 Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. 29. júní 2018 16:19 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga. 8. júní 2018 19:14
Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. 29. júní 2018 16:19
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði