Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. september 2018 12:30 Til stendur að aflífa sel sem flæktist í plasthring í Jökulsárlóni. Framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta segir að mál selsins sé sorgleg áminning um plastmengunina við strendur landsins og bága stöðu dýravelferðar á Ísland. Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og í samtali við DV sagði fulltrúi Matvælastofnunar að samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis þyrfti að aflífa dýrið. Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, segir að sér hafi blöskrað þegar hún heyrði af væntanlegri aflífun. „Mér finnst orðið svolítið leitt að í hvert sinn sem slasað dýr er fundið þá eru fyrstu viðbrögð fólks að aflífa þurfi dýrið. Okkur vantar sárlega samtök sem hugsa um dýr, og dýraathvarf þar sem þau geta náð bata.“ Vala segist því hafa viljað kanna hvernig málum sem þessum sé háttað í nágrannalöndum Íslands. „Þannig að ég hafði samband við selavinasamtök í Norfolk og spurði hvað þeir gera í þessari aðstöðu. Hann svaraði mér um hæl og sagði að þeir hefðu nú bjargað sex selum í svipuðum aðstæðum og sumir selirnir hefðu verið mun verr á sig komnir en selurinn í Jökulsárlóni, og að þeir hafi aldrei þurft að aflífa sel.“Selir við Jökulsárlón. Mynd tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÍ þessu ljósi er það mat Völu að líklega þurfi að taka verkferla MAST í þessum málum til endurskoðunar. „Það þarf líka að vera eitthvað teymi sem tekur að sér að hjálpa villtum dýrum sem eru slösuð,“ segir Vala. Að sögn Völu er mál selsins jafnframt sorgleg birtingarmynd þess vanda sem steðjar að lífríki Íslands. Mikið plast hafi safnast upp í og við strendur landsins sem hafi skaðleg áhrif á viðkvæmt dýralíf. „Það eru náttúrulega fuglar og fiskar og hvalir og selir að lenda í plasti í sjónum, bæði að flækjast í plasti og borða það og deyja, þannig að þetta er mjög stórt vandamál.“ Vala hvetur því alla til að taka þátt í árveknisátakinu Plastlausum september, sem hefst í dag. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið átaksins að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun heimilanna um leið og bent er á leiðir til draga úr plastnotkun. Plastlausum september var formlega ýtt úr vör í Ráðhúsi reykjavíkur klukkan 12 og stendur opnunarhátíðin yfir til klukkan 4. Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37 Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28 „Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Til stendur að aflífa sel sem flæktist í plasthring í Jökulsárlóni. Framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta segir að mál selsins sé sorgleg áminning um plastmengunina við strendur landsins og bága stöðu dýravelferðar á Ísland. Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og í samtali við DV sagði fulltrúi Matvælastofnunar að samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis þyrfti að aflífa dýrið. Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, segir að sér hafi blöskrað þegar hún heyrði af væntanlegri aflífun. „Mér finnst orðið svolítið leitt að í hvert sinn sem slasað dýr er fundið þá eru fyrstu viðbrögð fólks að aflífa þurfi dýrið. Okkur vantar sárlega samtök sem hugsa um dýr, og dýraathvarf þar sem þau geta náð bata.“ Vala segist því hafa viljað kanna hvernig málum sem þessum sé háttað í nágrannalöndum Íslands. „Þannig að ég hafði samband við selavinasamtök í Norfolk og spurði hvað þeir gera í þessari aðstöðu. Hann svaraði mér um hæl og sagði að þeir hefðu nú bjargað sex selum í svipuðum aðstæðum og sumir selirnir hefðu verið mun verr á sig komnir en selurinn í Jökulsárlóni, og að þeir hafi aldrei þurft að aflífa sel.“Selir við Jökulsárlón. Mynd tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÍ þessu ljósi er það mat Völu að líklega þurfi að taka verkferla MAST í þessum málum til endurskoðunar. „Það þarf líka að vera eitthvað teymi sem tekur að sér að hjálpa villtum dýrum sem eru slösuð,“ segir Vala. Að sögn Völu er mál selsins jafnframt sorgleg birtingarmynd þess vanda sem steðjar að lífríki Íslands. Mikið plast hafi safnast upp í og við strendur landsins sem hafi skaðleg áhrif á viðkvæmt dýralíf. „Það eru náttúrulega fuglar og fiskar og hvalir og selir að lenda í plasti í sjónum, bæði að flækjast í plasti og borða það og deyja, þannig að þetta er mjög stórt vandamál.“ Vala hvetur því alla til að taka þátt í árveknisátakinu Plastlausum september, sem hefst í dag. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið átaksins að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun heimilanna um leið og bent er á leiðir til draga úr plastnotkun. Plastlausum september var formlega ýtt úr vör í Ráðhúsi reykjavíkur klukkan 12 og stendur opnunarhátíðin yfir til klukkan 4.
Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37 Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28 „Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37
Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28
„Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45