Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. september 2018 12:30 Til stendur að aflífa sel sem flæktist í plasthring í Jökulsárlóni. Framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta segir að mál selsins sé sorgleg áminning um plastmengunina við strendur landsins og bága stöðu dýravelferðar á Ísland. Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og í samtali við DV sagði fulltrúi Matvælastofnunar að samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis þyrfti að aflífa dýrið. Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, segir að sér hafi blöskrað þegar hún heyrði af væntanlegri aflífun. „Mér finnst orðið svolítið leitt að í hvert sinn sem slasað dýr er fundið þá eru fyrstu viðbrögð fólks að aflífa þurfi dýrið. Okkur vantar sárlega samtök sem hugsa um dýr, og dýraathvarf þar sem þau geta náð bata.“ Vala segist því hafa viljað kanna hvernig málum sem þessum sé háttað í nágrannalöndum Íslands. „Þannig að ég hafði samband við selavinasamtök í Norfolk og spurði hvað þeir gera í þessari aðstöðu. Hann svaraði mér um hæl og sagði að þeir hefðu nú bjargað sex selum í svipuðum aðstæðum og sumir selirnir hefðu verið mun verr á sig komnir en selurinn í Jökulsárlóni, og að þeir hafi aldrei þurft að aflífa sel.“Selir við Jökulsárlón. Mynd tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÍ þessu ljósi er það mat Völu að líklega þurfi að taka verkferla MAST í þessum málum til endurskoðunar. „Það þarf líka að vera eitthvað teymi sem tekur að sér að hjálpa villtum dýrum sem eru slösuð,“ segir Vala. Að sögn Völu er mál selsins jafnframt sorgleg birtingarmynd þess vanda sem steðjar að lífríki Íslands. Mikið plast hafi safnast upp í og við strendur landsins sem hafi skaðleg áhrif á viðkvæmt dýralíf. „Það eru náttúrulega fuglar og fiskar og hvalir og selir að lenda í plasti í sjónum, bæði að flækjast í plasti og borða það og deyja, þannig að þetta er mjög stórt vandamál.“ Vala hvetur því alla til að taka þátt í árveknisátakinu Plastlausum september, sem hefst í dag. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið átaksins að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun heimilanna um leið og bent er á leiðir til draga úr plastnotkun. Plastlausum september var formlega ýtt úr vör í Ráðhúsi reykjavíkur klukkan 12 og stendur opnunarhátíðin yfir til klukkan 4. Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37 Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28 „Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Til stendur að aflífa sel sem flæktist í plasthring í Jökulsárlóni. Framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta segir að mál selsins sé sorgleg áminning um plastmengunina við strendur landsins og bága stöðu dýravelferðar á Ísland. Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og í samtali við DV sagði fulltrúi Matvælastofnunar að samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis þyrfti að aflífa dýrið. Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, segir að sér hafi blöskrað þegar hún heyrði af væntanlegri aflífun. „Mér finnst orðið svolítið leitt að í hvert sinn sem slasað dýr er fundið þá eru fyrstu viðbrögð fólks að aflífa þurfi dýrið. Okkur vantar sárlega samtök sem hugsa um dýr, og dýraathvarf þar sem þau geta náð bata.“ Vala segist því hafa viljað kanna hvernig málum sem þessum sé háttað í nágrannalöndum Íslands. „Þannig að ég hafði samband við selavinasamtök í Norfolk og spurði hvað þeir gera í þessari aðstöðu. Hann svaraði mér um hæl og sagði að þeir hefðu nú bjargað sex selum í svipuðum aðstæðum og sumir selirnir hefðu verið mun verr á sig komnir en selurinn í Jökulsárlóni, og að þeir hafi aldrei þurft að aflífa sel.“Selir við Jökulsárlón. Mynd tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÍ þessu ljósi er það mat Völu að líklega þurfi að taka verkferla MAST í þessum málum til endurskoðunar. „Það þarf líka að vera eitthvað teymi sem tekur að sér að hjálpa villtum dýrum sem eru slösuð,“ segir Vala. Að sögn Völu er mál selsins jafnframt sorgleg birtingarmynd þess vanda sem steðjar að lífríki Íslands. Mikið plast hafi safnast upp í og við strendur landsins sem hafi skaðleg áhrif á viðkvæmt dýralíf. „Það eru náttúrulega fuglar og fiskar og hvalir og selir að lenda í plasti í sjónum, bæði að flækjast í plasti og borða það og deyja, þannig að þetta er mjög stórt vandamál.“ Vala hvetur því alla til að taka þátt í árveknisátakinu Plastlausum september, sem hefst í dag. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið átaksins að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun heimilanna um leið og bent er á leiðir til draga úr plastnotkun. Plastlausum september var formlega ýtt úr vör í Ráðhúsi reykjavíkur klukkan 12 og stendur opnunarhátíðin yfir til klukkan 4.
Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37 Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28 „Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Aflífa grísi eftir eld hjá Stjörnugrís Eldur kom upp í svínabúi Stjörnugríss í Saltvík á Kjalarnesi um klukkan eitt í nótt. 9. ágúst 2018 06:37
Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. 6. júlí 2018 17:28
„Hafnarstjórinn“ aflífaður í Noregi Mannýgur svanur hefur verið aflífaður í norska bænum Os eftir hafa ítrekað ráðist á fólk, reynt að draga börn undir yfirborð sjávar og almennt verið til vandræða. 3. ágúst 2017 08:45