Safnað fyrir lækniskostnaði kisu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2018 12:42 Ekki hefur verið unnt að ná þeim sem pyntaði kött í Hellisgerði í Hafnarfirði í vikunni. Málið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Hópur fólks hefur boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar hans við Dýraspítalann í Garðabæ. Í vikunni björguðu mægðin ketti í Hellisgerði í Hafnarfirði sem hafði verið bundinn, píndur og hengdur upp við trjágrein. Farið var með köttinn sem kemur frá Dýrahjálp Íslands á Dýraspítalann í Garðabæ þar sem hann verður fram yfir helgi. Sonja Stefánsdóttir er hjá Dýrahjálpinni. „Hún kom til okkar fyrir sex árum, hún var svona fjósakisa og var kettlingafull þegar hún kom. Hún var annars búin að vera á fósturheimili í þrjá daga þegar hún gaut svo kettlingunum sínum,“ segir Sonja. Það var svo sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp sem tók kisu að sér sem heitir Lísa. „Hún er enn þáupp á dýraspítala og verður þar fram yfir helgi allavegana. Hún er byrjuð að borða að mér skilst og ef maður kíkir á hana og klappar henni þá mjálmar hún alveg. Hún er svona að jafna sig. Hún þarf enn þá smá svona hjúkrun þegar hún kemur heim til eiganda síns en hún er heppinn því að eigandinn er hjúkrunarfræðingur,“ segir Sonja.VísirHópur fólks á Facebook hefur boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar kisunnar á dýraspítalanum. Það var eitthvað frábært fólk sem fór að tala um það á samfélagsmiðlum að þeir vildu styrkja og taka þátt í kostnaði sem þetta myndi kosta að koma henni aftur til heilsu. Það eru rosa margir sem hafa boðið sig fram til þess að taka þátt í þessu. Við töluðum við Garðabæinn og kostnaðurinn er ekki vitaður enn þá. Ég held hún fari ekkert af stað fyrr en eftir helgina og við munum þá bara senda út tilkynningu á síðuna okkar,“ segir Sonja. Málið hefur verið tilkynnt til matvælastofnunar sem tekur svo ákvörðun um hvort að það verði kært til lögreglu. Dýr Tengdar fréttir Köttur í Hafnarfirði pyntaður, bundinn og hengdur Fimm ára drengur fann kött sem hafði verið pyntaður, bundinn og hengdur í trjágrein í runna í Hellisgerði í Hafnarfirði í gær. Ekki er búið að finna dýraníðinginn en Lögregla leitar hans. Móðir hans óskar eftir því að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir í garðinum. 30. ágúst 2018 18:20 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ekki hefur verið unnt að ná þeim sem pyntaði kött í Hellisgerði í Hafnarfirði í vikunni. Málið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Hópur fólks hefur boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar hans við Dýraspítalann í Garðabæ. Í vikunni björguðu mægðin ketti í Hellisgerði í Hafnarfirði sem hafði verið bundinn, píndur og hengdur upp við trjágrein. Farið var með köttinn sem kemur frá Dýrahjálp Íslands á Dýraspítalann í Garðabæ þar sem hann verður fram yfir helgi. Sonja Stefánsdóttir er hjá Dýrahjálpinni. „Hún kom til okkar fyrir sex árum, hún var svona fjósakisa og var kettlingafull þegar hún kom. Hún var annars búin að vera á fósturheimili í þrjá daga þegar hún gaut svo kettlingunum sínum,“ segir Sonja. Það var svo sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp sem tók kisu að sér sem heitir Lísa. „Hún er enn þáupp á dýraspítala og verður þar fram yfir helgi allavegana. Hún er byrjuð að borða að mér skilst og ef maður kíkir á hana og klappar henni þá mjálmar hún alveg. Hún er svona að jafna sig. Hún þarf enn þá smá svona hjúkrun þegar hún kemur heim til eiganda síns en hún er heppinn því að eigandinn er hjúkrunarfræðingur,“ segir Sonja.VísirHópur fólks á Facebook hefur boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar kisunnar á dýraspítalanum. Það var eitthvað frábært fólk sem fór að tala um það á samfélagsmiðlum að þeir vildu styrkja og taka þátt í kostnaði sem þetta myndi kosta að koma henni aftur til heilsu. Það eru rosa margir sem hafa boðið sig fram til þess að taka þátt í þessu. Við töluðum við Garðabæinn og kostnaðurinn er ekki vitaður enn þá. Ég held hún fari ekkert af stað fyrr en eftir helgina og við munum þá bara senda út tilkynningu á síðuna okkar,“ segir Sonja. Málið hefur verið tilkynnt til matvælastofnunar sem tekur svo ákvörðun um hvort að það verði kært til lögreglu.
Dýr Tengdar fréttir Köttur í Hafnarfirði pyntaður, bundinn og hengdur Fimm ára drengur fann kött sem hafði verið pyntaður, bundinn og hengdur í trjágrein í runna í Hellisgerði í Hafnarfirði í gær. Ekki er búið að finna dýraníðinginn en Lögregla leitar hans. Móðir hans óskar eftir því að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir í garðinum. 30. ágúst 2018 18:20 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Köttur í Hafnarfirði pyntaður, bundinn og hengdur Fimm ára drengur fann kött sem hafði verið pyntaður, bundinn og hengdur í trjágrein í runna í Hellisgerði í Hafnarfirði í gær. Ekki er búið að finna dýraníðinginn en Lögregla leitar hans. Móðir hans óskar eftir því að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir í garðinum. 30. ágúst 2018 18:20