Þrýsta gríðarlega fast á að veitt verði fleiri hótelleyfi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. september 2018 12:45 Stjórnendur Reykjavíkurborgar vonast til þess að aukin stýring í hóteluppbyggingu verði til þess að færa starfsemina utar í borgina. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir að nýja stefnan hafi sætt gagnrýni verktaka, sem vilji auka enn frekar gististarfsemi í miðborginni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgöngurráðs Reykjavíkurborgar, segir að stefnunni sé ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum. „Það er aðallega vegna þess að miðborgin er eina hverfið í borginni þar sem íbúum hefur verið að fækka. Og það er fullt tilefni til þess að bregðast við því. Þannig að þess vegna er þessi aukna stýring komin á miðborgina.“ Sigurborg segir að slík stýring ýti undir þá þróun að hótelbyggingar færist utar í borgina, eins og hafi til að mynda gerast á Suðurlandsbraut. Hafi verktakar eða aðrir áhuga á að fara með gististarfsemi sína lengra út í úthverfin verði starfsemi að vera innan hinna svokölluðu kjarna og við aðalgötur, sem getið er um í aðalskipulagi borgarinnar. Það sé gert til að lágmarka truflun af starfseminni í úthverfum.Stefnunni er ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum.Vísir/VilhelmBorgin synjar fleiri leyfum en hún samþykkir Sigurborg óttast ekki að hin aukna stýring verði til þess að ferðamenn leiti í auknum mæli í deilihagkerfið eftir gistingu, í gegnum síður eins og Airbnb og Home Exchange en hótelrekendur hafa gagnrýnt hversu erfitt reynst að innheimta opinber gjöld af heimagistingu. „Það er nýbúið að setja ný lög um skammtímagistingu og ríkið er líka búið að tryggja fjármagn í að fylgja því eftir, þannig að við höfum ekki áhyggjur af þeim málaflokk eins og er.“ Morgunblaðið ræddi við verktaka sem lýstu furðu sinni á stefnu Reykjavíkurborgar og að þeirra sögn hefur stefnan orðið til þess að þeir hafi þurft að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni. Sigurborg segist ekki hafa farið varhluta af óánægju verktaka með stefnu borgarinnar. „Það er mikill þrýstingur, og hefur verið síðustu ár, gríðarlegur þrýstingur. Og ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir að borgin synjar miklu fleiri leyfum en hún samþykkir.“ Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Hagnaður Íslandshótela eykst Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára 31. ágúst 2018 14:51 Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Stjórnendur Reykjavíkurborgar vonast til þess að aukin stýring í hóteluppbyggingu verði til þess að færa starfsemina utar í borgina. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir að nýja stefnan hafi sætt gagnrýni verktaka, sem vilji auka enn frekar gististarfsemi í miðborginni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgöngurráðs Reykjavíkurborgar, segir að stefnunni sé ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum. „Það er aðallega vegna þess að miðborgin er eina hverfið í borginni þar sem íbúum hefur verið að fækka. Og það er fullt tilefni til þess að bregðast við því. Þannig að þess vegna er þessi aukna stýring komin á miðborgina.“ Sigurborg segir að slík stýring ýti undir þá þróun að hótelbyggingar færist utar í borgina, eins og hafi til að mynda gerast á Suðurlandsbraut. Hafi verktakar eða aðrir áhuga á að fara með gististarfsemi sína lengra út í úthverfin verði starfsemi að vera innan hinna svokölluðu kjarna og við aðalgötur, sem getið er um í aðalskipulagi borgarinnar. Það sé gert til að lágmarka truflun af starfseminni í úthverfum.Stefnunni er ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum.Vísir/VilhelmBorgin synjar fleiri leyfum en hún samþykkir Sigurborg óttast ekki að hin aukna stýring verði til þess að ferðamenn leiti í auknum mæli í deilihagkerfið eftir gistingu, í gegnum síður eins og Airbnb og Home Exchange en hótelrekendur hafa gagnrýnt hversu erfitt reynst að innheimta opinber gjöld af heimagistingu. „Það er nýbúið að setja ný lög um skammtímagistingu og ríkið er líka búið að tryggja fjármagn í að fylgja því eftir, þannig að við höfum ekki áhyggjur af þeim málaflokk eins og er.“ Morgunblaðið ræddi við verktaka sem lýstu furðu sinni á stefnu Reykjavíkurborgar og að þeirra sögn hefur stefnan orðið til þess að þeir hafi þurft að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni. Sigurborg segist ekki hafa farið varhluta af óánægju verktaka með stefnu borgarinnar. „Það er mikill þrýstingur, og hefur verið síðustu ár, gríðarlegur þrýstingur. Og ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir að borgin synjar miklu fleiri leyfum en hún samþykkir.“
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Hagnaður Íslandshótela eykst Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára 31. ágúst 2018 14:51 Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Hagnaður Íslandshótela eykst Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára 31. ágúst 2018 14:51
Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02
Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33