Ronaldo búinn að kaupa meirihluta í Real Valladolid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 11:30 Ronaldo með HM-bikarinn sem hann vann bæði 1994 og 2002. Vísir/Getty Ronaldo hefur keypt upp 51 prósent eignarhluta í spænska úrvalsdeildarliðinu Real Valladolid. Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid, Barcelona og brasilíska landsliðsins keypti meirihluta í félaginu fyrir 30 milljón evrur. Ronaldo var á sínum tíma besti fótboltamaður í heimi og lengi markahæsti leikmaður HM frá upphafi.@ronaldo ya presume de la blanquivioleta #RealValladolidpic.twitter.com/CVT5ePqQD4 — Real Valladolid C.F. (@realvalladolid) September 3, 2018Meðal eiganda spænska félagsins eru forseti félagsins og fyrrum meirihluta eigandi, Carlos Suarez sem og Oscar Puente, borgarstjóri Valladolid. „Ég hef náð mér í mikla reynslu á mínum fótboltaferli og sú reyna hefur undirbúið mig fyrir að taka þetta skref núna. Fótboltinn er alltaf ástríða fyrir mig,“ sagði Ronaldo á blaðamannafundi þar sem kaup hans voru kynnt.BREAKING: Brazilian legend Ronaldo has purchased 51% of @LaLiga side @realvalladolidpic.twitter.com/pJkhfEYvGd — B/R Football (@brfootball) September 3, 2018 Carlos Suarez átti 66 prósent hluta í félaginu en var tilbúinn að selja Ronaldo stóran hluta af því. „Koma Ronaldo mun setja Real Valladolid á kortið og hjálpa félaginu að ná í hæfileikaríka leikmenn. Ég býð hann velkominn hingað,“ sagði Carlos Suarez. Diario de Valladolid hafði skrifað frétt um möguleg kaup Ronaldo síðasta vor og að þau myndu aðeins ganga í gegn ef liðið kæmist upp í La Liga sem það og gerði.BREAKING: Brazil and Real Madrid legend Ronaldo has purchased 51% of Real Valladolid. Full story: https://t.co/B936mZH4Dipic.twitter.com/NjkuP0e5kk — ESPN FC (@ESPNFC) September 3, 2018Skuldir Real Valladolid eru sagðar vera 25 milljónir evra. Ronaldo mun nú setjast í forsetastól Real Valladolid en Carlos Suarez verður í meira fulltrúahlutverki. Real Valladolid var mikið í fréttunum í síðustu viku þegar leikmenn Barcelona kvörtuðu yfir ástandinu á grasinu á leikvangi félagsins. Leikmenn Barca tóku þá upp heilu þökurnar. Ronaldo lék á sínum tíma 37 leiki með Barcelona í spænsku deildinni og 127 leiki með Real Madrid. Hann skoraði 34 deildarmörk fyrir Barca og 83 deildarmörk fyrir Real. Ronaldo var því alls með 117 mörk í aðeins 164 leikjum í spænsku deildinni. Ronaldo lék einnig með bæði Internazional og AC Milan og er sá eini sem hefur skorað fyrir bæði lið í Mílanó derby leiknum og El Clasico. Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira
Ronaldo hefur keypt upp 51 prósent eignarhluta í spænska úrvalsdeildarliðinu Real Valladolid. Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid, Barcelona og brasilíska landsliðsins keypti meirihluta í félaginu fyrir 30 milljón evrur. Ronaldo var á sínum tíma besti fótboltamaður í heimi og lengi markahæsti leikmaður HM frá upphafi.@ronaldo ya presume de la blanquivioleta #RealValladolidpic.twitter.com/CVT5ePqQD4 — Real Valladolid C.F. (@realvalladolid) September 3, 2018Meðal eiganda spænska félagsins eru forseti félagsins og fyrrum meirihluta eigandi, Carlos Suarez sem og Oscar Puente, borgarstjóri Valladolid. „Ég hef náð mér í mikla reynslu á mínum fótboltaferli og sú reyna hefur undirbúið mig fyrir að taka þetta skref núna. Fótboltinn er alltaf ástríða fyrir mig,“ sagði Ronaldo á blaðamannafundi þar sem kaup hans voru kynnt.BREAKING: Brazilian legend Ronaldo has purchased 51% of @LaLiga side @realvalladolidpic.twitter.com/pJkhfEYvGd — B/R Football (@brfootball) September 3, 2018 Carlos Suarez átti 66 prósent hluta í félaginu en var tilbúinn að selja Ronaldo stóran hluta af því. „Koma Ronaldo mun setja Real Valladolid á kortið og hjálpa félaginu að ná í hæfileikaríka leikmenn. Ég býð hann velkominn hingað,“ sagði Carlos Suarez. Diario de Valladolid hafði skrifað frétt um möguleg kaup Ronaldo síðasta vor og að þau myndu aðeins ganga í gegn ef liðið kæmist upp í La Liga sem það og gerði.BREAKING: Brazil and Real Madrid legend Ronaldo has purchased 51% of Real Valladolid. Full story: https://t.co/B936mZH4Dipic.twitter.com/NjkuP0e5kk — ESPN FC (@ESPNFC) September 3, 2018Skuldir Real Valladolid eru sagðar vera 25 milljónir evra. Ronaldo mun nú setjast í forsetastól Real Valladolid en Carlos Suarez verður í meira fulltrúahlutverki. Real Valladolid var mikið í fréttunum í síðustu viku þegar leikmenn Barcelona kvörtuðu yfir ástandinu á grasinu á leikvangi félagsins. Leikmenn Barca tóku þá upp heilu þökurnar. Ronaldo lék á sínum tíma 37 leiki með Barcelona í spænsku deildinni og 127 leiki með Real Madrid. Hann skoraði 34 deildarmörk fyrir Barca og 83 deildarmörk fyrir Real. Ronaldo var því alls með 117 mörk í aðeins 164 leikjum í spænsku deildinni. Ronaldo lék einnig með bæði Internazional og AC Milan og er sá eini sem hefur skorað fyrir bæði lið í Mílanó derby leiknum og El Clasico.
Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira