Bryson DeChambeau vann líka The Northern Trust mótið fyrir viku síðan en þar fengu 125 efstu á PGA-stigalista ársins að spila. Að þessu sinni voru hins vegar aðeins hundrað efstu gjaldgengir.
DeChambeau tryggði sér sigurinn í nótt með því að spila lokahringinn á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari.
DeChambeau er aðeins annar maðurinn í sögunni sem nær að vinna tvö fyrstu mótin í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Hinn er Vijay Singh sem náði því fyrir tíu árum.
Bryson DeChambeau er 24 ára eðlisfræðingur og hefur í framhaldinu fengið gælunafnið „Óði vísindamaðurinn“ eða „Mad Scientist“ á ensku.
.@B_DeChambeau is the second player in the 12-year history of the #FedExCup Playoffs to win the first two events. https://t.co/utulwPrwlt
— PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018
Bryson DeChambeau lék allar 72 holurnar á 16 höggum undir pari og endaði tveimur höggum á undan Englendingnum Justin Rose (-14). Ástralinn Cameron Smith (-13) var síðan í þriðja sæti.
Tiger Woods lék síðasta hringinn á 71 höggi eða á parinu. Hann endaði í 24. sæti. Phil Mickelson náði hins vegar níu fuglum og lék lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari.
Bryson DeChambeau er með þessari frábæru byrjun kominn upp í 1. sæti á listanum en hann byrjaði úrslitakeppnina í níunda sæti.
4th career win.
3rd win of the season.
2nd straight win.
1st in the #FedExCup.#LiveUnderParpic.twitter.com/XiPlxA3wMf
— PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 2018
70 efstu á PGA-stigalistanum tryggðu sér þátttökurétt á BMW Championship sem fer fram um næstu helgi. Sex kylfingar sem voru ekki í hópi 70 efstu fyrir Dell Technologies mótið náðu að komast inn á topp sjötíu.
Það voru þeir Pan Cheng-tsung (frá 72. upp í 33. sæti), Tyrrell Hatton (frá 71. upp í 54. sæti), Abraham Ancer (frá 92. upp í 56. sæti), Brice Garnett (frá 81. upp í 63. sæti), Peter Uihlein (frá 83. upp í 64. sæti) og Keith Mitchell (frá 78. upp í 66. sæti).
Sex misstu aftur á móti af lestinni en það voru þeir Ryan Moore (frá 60. niður í 71. sæti), Kim Meen-whee (frá 61. niður í 72. sæti), Stewart Cink (frá 65. niður í 73. sæti), Nick Watney (frá 67. niður í 74. sæti), Jimmy Walker (frá 68. niður í 75. sæti) og Kevin Streelman (frá 70. niður í 77. sæti).
.@B_DeChambeau just keeps winning.
Check out all the highlights from his final round @DellTechChamp that led to his second consecutive win. pic.twitter.com/DjRir5OXox
— PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018