Frá „góðmennskunni holdgerðri“ til hryðjuverkamanns Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2018 10:23 Jalaluddin Haqqani. Vísir/AP Einn af æðstu hernaðarleiðtogum Talibana og stofnandi Haqqani fylkingarinnar, Jalaluddin Haqqani, er látinn. Talibanar tilkynntu þetta í nótt en Haqqani var 71 árs og hafði verið veikur í nokkur ár. Haqqani fylkingin er ein öflugasta fylking Talibana og var stofnuð þegar Afganar börðust gegn i-Sovétríkjunum á árum áður. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti Haqqani eitt sinn sem miklum baráttumanni fyrir frelsi en hann var studdur af Bandaríkjunum á árum áður. Þingmaðurinn Charlie Wilson lýsti honum sem „holdgervingi góðmennsku“. Eftir að Talibanar hertóku Kabúl árið 1996 gengu Haqqani og menn hans til liðs við þá. Síðan þá hefur fylkingin barist af mikilli hörku gegn hermönnum Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkin skilgreindu Haqqani fylkinguna sem hryðjuverkasamtök árið 2012.Jalaluddin Haqqani fæddist í Afganistan en fór til náms í Pakistan. Þegar hann sneri aftur á áttunda áratuginum skipulagði hann uppreisnarhreyfingu gegn Zahir Shah, þáverandi konungi Afganistan. Hann var þó rekinn frá Afganistan og flúði aftur til Pakistan. Konungnum var þó velt úr sessi og kommúnistar tóku við stjórnartaumunum. Á níunda áratugnum studdu Bandaríkin uppreisn gegn ríkisstjórn Afganistan og bandamönnum þeirra í Sovétríkjunum og þá sneri Haqqani aftur til Afganistan. Í baráttunni urðu hann og Osama Bin Laden góðir vinir. Á undanförnum árum hefur einn af tólf sonum Haqqani leitt vígahópinn vegna þess að Haqqani glímdi við Parkinson. Hann hafði verið lamaður í tíu ár en Talibanar segja hann hafa dáið í Afganistan á mánudaginn. Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Einn af æðstu hernaðarleiðtogum Talibana og stofnandi Haqqani fylkingarinnar, Jalaluddin Haqqani, er látinn. Talibanar tilkynntu þetta í nótt en Haqqani var 71 árs og hafði verið veikur í nokkur ár. Haqqani fylkingin er ein öflugasta fylking Talibana og var stofnuð þegar Afganar börðust gegn i-Sovétríkjunum á árum áður. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti Haqqani eitt sinn sem miklum baráttumanni fyrir frelsi en hann var studdur af Bandaríkjunum á árum áður. Þingmaðurinn Charlie Wilson lýsti honum sem „holdgervingi góðmennsku“. Eftir að Talibanar hertóku Kabúl árið 1996 gengu Haqqani og menn hans til liðs við þá. Síðan þá hefur fylkingin barist af mikilli hörku gegn hermönnum Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkin skilgreindu Haqqani fylkinguna sem hryðjuverkasamtök árið 2012.Jalaluddin Haqqani fæddist í Afganistan en fór til náms í Pakistan. Þegar hann sneri aftur á áttunda áratuginum skipulagði hann uppreisnarhreyfingu gegn Zahir Shah, þáverandi konungi Afganistan. Hann var þó rekinn frá Afganistan og flúði aftur til Pakistan. Konungnum var þó velt úr sessi og kommúnistar tóku við stjórnartaumunum. Á níunda áratugnum studdu Bandaríkin uppreisn gegn ríkisstjórn Afganistan og bandamönnum þeirra í Sovétríkjunum og þá sneri Haqqani aftur til Afganistan. Í baráttunni urðu hann og Osama Bin Laden góðir vinir. Á undanförnum árum hefur einn af tólf sonum Haqqani leitt vígahópinn vegna þess að Haqqani glímdi við Parkinson. Hann hafði verið lamaður í tíu ár en Talibanar segja hann hafa dáið í Afganistan á mánudaginn.
Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira