Formaður ólympíunefndarinnar vill ekki að keppt verði í „morðingjaleikjum“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2018 16:18 E-sports er heiti tölvuleikjakeppna sem njóta mikilla vinsælda á heimsvísu og arðbærar atvinnumannadeildir og mót eru haldin víða um heiminn á hverju ári. Vísir/EPA Thomas Bach, formaður alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, segir að þar sem svokallaðar e-sports hylli ofbeldi og mismunum. Því sé ekki tækt að keppa í slíku á ólympíuleikunum. E-sports er heiti tölvuleikjakeppna sem njóta mikilla vinsælda á heimsvísu og arðbærar atvinnumannadeildir og mót eru haldin víða um heiminn á hverju ári. Þetta kom fram í viðtali AP fréttaveitunnar við Bach þar sem rætt var við hann á Asíuleikunum. Þar var nú keppt í tölvuleikjum í fyrsta sinn. Keppt var í Arena of Valor, Clash Royale, Hearthstone, League of Legends, Pro Evolution Soccer og StarCraft II.Bach virtist þó sérstaklega andsnúinn skotleikjum. „Svo kallaðir morðingjaleikir. Þeir, frá okkar sjónarhóli, eru þvert á gildi ólympíuleikanna og eru því óásættanlegir,“ sagði hann. Formaðurinn keppti á árum áður í skylmingum, sem ganga eðli málsins samkvæmt út á að stinga andstæðinga með sverði, og sömuleiðis er keppt í hnefaleikum og öðrum bardagaíþróttum á ólympíuleikunum. Bach segir það þó ekki álíkt leikjum sem eru, samkvæmt honum, ofbeldisfullir. „Auðvitað á hver bardagaíþrótt uppruna sinn í raunverulegum bardögum á milli fólks. Íþróttir eru þó siðmenntuð tjáning þessa. Ef þú ert með e-leiki sem snúa að því að drepa einhvern, þá er það ekki samkvæmt ólympískum gildum okkar.“ Leikjavísir Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Thomas Bach, formaður alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, segir að þar sem svokallaðar e-sports hylli ofbeldi og mismunum. Því sé ekki tækt að keppa í slíku á ólympíuleikunum. E-sports er heiti tölvuleikjakeppna sem njóta mikilla vinsælda á heimsvísu og arðbærar atvinnumannadeildir og mót eru haldin víða um heiminn á hverju ári. Þetta kom fram í viðtali AP fréttaveitunnar við Bach þar sem rætt var við hann á Asíuleikunum. Þar var nú keppt í tölvuleikjum í fyrsta sinn. Keppt var í Arena of Valor, Clash Royale, Hearthstone, League of Legends, Pro Evolution Soccer og StarCraft II.Bach virtist þó sérstaklega andsnúinn skotleikjum. „Svo kallaðir morðingjaleikir. Þeir, frá okkar sjónarhóli, eru þvert á gildi ólympíuleikanna og eru því óásættanlegir,“ sagði hann. Formaðurinn keppti á árum áður í skylmingum, sem ganga eðli málsins samkvæmt út á að stinga andstæðinga með sverði, og sömuleiðis er keppt í hnefaleikum og öðrum bardagaíþróttum á ólympíuleikunum. Bach segir það þó ekki álíkt leikjum sem eru, samkvæmt honum, ofbeldisfullir. „Auðvitað á hver bardagaíþrótt uppruna sinn í raunverulegum bardögum á milli fólks. Íþróttir eru þó siðmenntuð tjáning þessa. Ef þú ert með e-leiki sem snúa að því að drepa einhvern, þá er það ekki samkvæmt ólympískum gildum okkar.“
Leikjavísir Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira